Þegar sólin er að setjast

Mig rekur minni til þess að hálft þjóðfélagið logaði yfir því að stórar ákvarðanir höfðu verið teknar án þess að tilhlýðilegt samráð hefði verið haft við utanríkismálanefnd.

Nú þykir ekkert sjálfsagðara en að gengið sé gegn niðurstöðu skrásettrar atkvæðagreiðslu sömu nefndar.  Og því sem næst enginn segir neitt. 

Framfarirnar í þingræðinu láta ekki að sér hæða.

Gamall kunningi minn hafði nokkurt dálæti á orðatiltækinu: "Þegar litlir menn kasta löngum skugga, mega menn vita að sólin er að setjast."

Í dag geri ég þessi orð að mínum, ef til vill eiga þau sjaldnast betur við en í dag.  Nú hugsum við öll hlýlega til sólarinnar og vonum að nú sem ætíð fyrr komi hún til leiks aftur, sterkari en fyrr og færi okkur yl og orku.

Ef aðeins hin blessaða nýjárssól boðaði Íslendingum þann fögnuð að brátt kæmi ný ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband