Aðeins 13 euroríki taka þátt í láninu til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins - Írland þarf á meiri aðstoð að halda

Það gengur ekki þrautalaust að koma saman 200 milljarða euro láninu frá Evrópusambandinu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, svo að sjóðurinn geti lánað þessa peninga til euroríkjanna.

Aðeins 13. ríki af eurosvæðinu taka þátt í 150 milljarða hlutanum.  Grikkland, Portugal og Írland eru þegar lánþegar hjá sjóðnum og Eistland tekur heldur ekki þátt í láninu.  Þetta fátækasta ríki eurosvæðisins hefur í raun engan vegin efni á að taka þátt í í að bjarga sér langtum ríkari þjóðum fjárhagslega.  Sjá má hvernig 150 milljarðar euroa skipast á milli þjóðanna hér.

Þeir eru reyndar býsna margir sem eiga erfitt með að sjá lógíkina í því að Spánn og Italíu láni Alþjóðgjaldeyrissjóðnum fé til að lána til eurosvæðisins, en saman eiga þau að reiða fram tæpa 40 milljarða euroa.

Síðan eru "Sambandslöndin" sem standa utan eurosvæðisins.  Bretar hafa ekki viljað taka þátt í að leggja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til fé á þessum forsendum.  Lettland og Litháen hafa hreinlega ekki efni á því og það sama má segja um mörg löndin í A-Evrópu.  Pólverjar, Tékkar, Danir og Svíar munu hins vegar leggja fram eitthvert fé.

Utan Evrópusambandsins er það eiginlega bara Rússland sem hefur sýnt áhuga á því að leggja fram fé.  Norðmenn gætu gert slíkt líka og ekki má gleyma ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sem allt í einu fylltist áhuga á því að auka framlag Íslendinga til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Stór ríki eins og Bandaríkin, Kanada, Kína, Japan hafa aftekið það að leggj Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til fé með þessum formerkjum.

Næsti neyðarfundur er svo ákveðinn 30. janúar 2012, og svo líklega koll af kolli, því æ betur kemur í ljós að neyðarfundurinn sem var haldinn nú í desember, þegar aðeins voru nokkrir dagar eftir til að bjarga euroinu, bjargaði í raun ekki neinu.

P.S. Nú er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinnn að kalla eftir meiri aðstoð fyrir Írland, annars verði sú aðstoð sem landinu hefur þegar verið veitt til lítils.  Ef til vill meira um það seinna í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ótrúleg rausnin af gjaldþrota landi eins og okkur, sem er ekki einu sinni í evrópusambandinu að bjóðast til að henda sem svarar tæpu andvirði fjögurra héðinsfjarðargangna í þessa hít.  Já og sá sem mælir harðast fyrir þessu er einhver svarnasti hatursmaður AGS á Íslandi.

Eineldningur eins og ég get bara ekki skilið þessa pólitík.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2011 kl. 05:41

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já, Íslendingar fá lán frá IMF og nota svo hluta af því láni til að auka framlag sitt til sjóðsins.  Hljómar óneitanlega snjallt.

En það er þetta að vera þjóð á meðal þjóða og maður á meðal manna.  Sætið við borðið er eftirsóknarvert og maturinn og veigarnar sem eru bornar á "borðið" eru gómsætar.  Best er þó af öllu að þar borgar sá er situr við borðið ekki sjálfur heldur sendir reikninginn beint á skattborgarana.

Oft á tíðum eru Íslenskrir ráðamenn sem hitta erlend fyrirmenni, rétt eins og unglingar sem hitta poppstjörnur. 

Stundum slær þessu tvennu saman eins og þegar Íslenskur ráðherra náði að sjá bæði Rotten og Darling í einni ferð.

G. Tómas Gunnarsson, 21.12.2011 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband