Nokkrar góðar hugmyndir að skoðanakönnunum

Það er kunnara en frá þurfi að segja að hvernig spurningar eru orðaðar getur skipt meginmáli um niðurstöður skoðanakannana.

Hér neðst á síðunni hlusta á viðtal við Rúnar Vilhjálmsson prófessor í félagsfræði um uppbyggingu spurninga í skoðanakönnunum.  Viðtalið er úr Síðdegisútvarpinu á Rás 2.

Ég dundaði mér svo við það í nokkrar mínútur að búa til spurningar fyrir skoðanahannanir.  Hverjum sem er er heimilt að nota þessar spurningar mér að meinalausu og án þóknunar.  Mér þætti þó vænt um að fá sendar niðurstöðurnar ef spurningarnar eru notaðar.

Spurning:  Hvort myndir þú heldur kjósa:   A)  Slíta viðræðum við Evrópusambandið og nota fjármunina sem annars færu í viðræður til að hjálpa bágstöddum Íslendingum? B)  Halda áfram viðræðum við Evrópusambandið?

Spurning:  Hvort myndir þú heldur kjósa:  A) Að Jón Bjarnason sé ráðherra?   B) Að Jón Bjarnason verði látin víkja sem ráðherra að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu?

Spurning:  Hvort myndir þú heldur kjósa:  A)  Slíta viðræðum við Evrópusambandið?   B)  Halda áfram viðræðum við Evrópu sambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn, en hún væri ekki bindandi fyrir  Alþingi sem myndi í raun ákveða hvort af inngöngu yrði eða ekki?

Spurning:  Hvort myndir þú heldur kjósa:  A)  Að Ísland standi utan Evrópusambandsins?   B) Að Ísland gangi í Evrópusambandið og Össur Skarphéðinsson fái vel launað starf á vegum "Sambandsins" í Brussel?

Spurning:  Hvort myndir þú heldur kjósa:  A) Að Jóhanna Sigurðardóttir haldi áfram sem forsætisráðherra?  B)  Að Jóhanna Siguðardóttir láti af störfum sem forsætisráðherra eftir að kosningar væru haldnar?

Spurning:  Hvort myndir þú kjósa:  A) Að fá Fréttablaðið borið heim til þín?  B) Að hætta að fá Fréttablaðið heim til þín og draga þannig úr óþarfa pappírsnotkun?

Spurning:  Hvort myndir þú kjósa:  A) Að Steingrímur J. Sigfússon hætti sem fjármálaráðherra?  B) Að Steigrímur J. Sigfússon sé áfram fjármálaráðaherra og hækki skatta?

Spurning:  Hvort myndir þú kjósa:  A) Að Jóhanna Sigurðardóttir hætti sem forsætisráðherra?  B) Að Jóhanna Sigurðardóttir sé áfram forsætisráðherra og Íslendingar haldi áfram að flytja búferlum til Noregs?

Spurning:  Hvort myndir þú kjósa:  A) Að Ísland standi utan við Evrópusambandið?  B) Að Ísland gangi í Evrópusambandið og Evrópusambandið ákveði einhliða hlutdeild Íslendinga í makrílkvótanum?

Þetta er aðeins nokkur dæmi um stór álitamál samtímans.  Ekki þarf að draga í efa að niðurstöðurnar yrðu fróðlegar og kannanir sem þessar skemmtilegar og gætu vakið mikla athygli og aukið fjölmiðlalestur og áhorf, ekki síst ef frjálslega yrði unnið úr niðurstöðunum.

En fyrst og fremst er þetta sett fram til skemmtunar - góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2011 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband