Kim Jong-il hverfur til feðra sinna

Þær fréttir voru að berast að Kim-il Jong leiðtogi Norður Koreu væri horfinn á vit feðra sinna. Það er ekki líklegt að Kim Jong-il verði sárt saknað af þjóð þeirri sem hann hefur ríkt yfir.  Þó þorir líklega enginn að fagna.

Það er leitun að samtíma leiðtoga sem hefur farið verr með þá þjóð sem hann hefur ríkt yfir.  Allt í nafni kommúnismans.  Talið er að á bilinu milljón til þrjár og hálf milljón manna hafi dáið úr hungri í N-Kóreu á tíunda tug síðustu aldar.  Ótaldar eru hundruða þúsundia einstaklinga sem hafa veslast upp eða verið myrta í fangabúðum og hreinsunum.  Nýlega mátti lesa á vef mbl.is, frásögn konu sem tekist hafði að flýja N-Kóreanskar flóttabúðir.

Hvað þetta þýðir fyrir framtíð N-Kóreu, eða vonir íbúanna um betra líf er ekki gott að segja, en því miður er varla hægt að leyfa sér mikla bjartsýni í þeim efnum.  Kommúnistarnir hafa öll völd í landinu þó að einn þeirra falli frá.  Hann hafði reyndar útnefnt son sinn sem arftaka, en enn er óvissa um hvernig það fer.

Ég hvet alla til þess að lesa sér til um N-Kóreu.  Þó nokkuð er að finna af upplýsingum á netinu.  Það eru ekki fagrar lýsingar oft á tíðum, en þarft að kynna sér hlutskipti þarlendra.

Það er mikið bil á milli Íslands og N-Kóreu í öllu tilliti og sem betur fer því sem næst enginn hætta á því að Íslendingar þurfi að feta þær slóðir sem N-Kóreubúum eru búnar.  Allur samanburður þar á milli er út í hött, jafnvel þó að Íslenskir fræðimenn hafi gripið til hans á nýliðnum árum og hótað að Íslands biði hlutskipti N-Kóreu. Slíkar fullyrðingar gerðu ekkert nema að gjaldfella umræðuna og fræðimennina.

En ef N-Kóreu tekst að hrista af sér hlekki kommúnismans, gæti N-Kórea einhvern daginn orðið eins og Ísland.  Þá hefðu þeir ekki til einskis barist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verður ekki sagt að maður sakni hans. Fréttin hrærði ekki einn streng í brjósti. Dettur þetta helst í hug sem eftirmæli.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.12.2011 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband