Það stefnir í þjóðarslys.... - Forsætisráðherrann veruleikafirrtur eða heldur að við séum hálfvitar

Ég hlusta og horfi á umræðuna á Íslandi úr nokkurri fjarlægð, en mér finnst ég skynja einvherja breytingu á henni núna undanfarna daga.  Það er gríðarlegur pirringur og reiði sem virðist vera að leita leiða til að brjótast út.

Reiðin beinist ekki hvað síst að stjórnvöldum.  Æ fleiri virðist upplifa sig í einhverju allt öðru landi en ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru staddir í og lýsa fyrir fólki í fjölmiðlum.

Það virðist ekki vera gjá á milli ríkisstjórnar og almennings, það virðist vera hyldýpi.

Almenningur finnur fyrir miklum niðurskurði og skattahækkunum en sér ekki stjórnkerfið ganga á undan með góðu fordæmi. 

Almenningur virðist oft á tíðum upplifa eins og ráðherrar séu að hæðast að sér eða tala niður til sín.

Eðlilega er traust og tiltrú almennings á stjórnvöldum í lágmarki og á stjórnálunum í heild.  Ekki að undra, meirihluti kjósenda taldi sig hafa valið besta kostinn í síðustu kosningum.

Hér eru með tvö stutt hljóðskeið fyrir neðan, þau eru ekki lesin upp úr bloggskrifum, þau eru ekki hljóðrituð í kaffistofum, þau eru ekki úr heitu pottunum, þau koma frá einni af stærstu og vinsælustu útvarpsstöðinni á Íslandi, Bylgjunni.  Titlarnir segja líklega flest sem segja þarf.

 

Það stefnir í þjóðarslys ef þetta fólk fær að halda áfram.

 

Forsætisráðherrann veruleikafirrtur eða heldur að við séum hálfvitar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Tek undir þetta - því miður.

Sumarliði Einar Daðason, 14.12.2011 kl. 19:33

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við þurfum að breyta nafni landsins í Lalaland.  ÞAð kemur ekki fram í ranti Gissurar um veruleikafirringu Forsætisráðherra að hún sagði síðar að hún væri að miða við landflóttann mikla og móðuharðindin, sem líklega er "venjulegt árferði" að hennar mati.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2011 kl. 21:22

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Forsætisráðherra genur ekki heil í hugsun,það er   eithvað meir en lítið að í heilabúi hennar sem þarf ransóknar við..

Vilhjálmur Stefánsson, 14.12.2011 kl. 23:15

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        Eru nokkrir læknar á lausu,þetta virðist all sérkennilegt,ætli hún finni til með þessu.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2011 kl. 03:39

5 identicon

Hvort  Jóhanna hafi verki með sinni veiki ,veit eg ekki ,En þjóðfelagið er komið með of mikla verki og veikindi til að" HÚN" se hafandi við Stjórnvölinn lengur .

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 09:48

6 identicon

Við erum sjúkari en ríkisstjórnin; Enginn heilvita maður myndi láta núverandi ríkisstjórn keyra landið á kaf í rugli og skattpýntingum.. enginn myndi leyfa þess að gerast ef hann hefði heila.

Ég tel að Jóhanna sé einfaldlega sjúk, orðin ellær, Steingrímur hefur alltaf verið sjúkur... hann er ólæknanlegur kommi sem dulbýr sig í lopapeysu og sem umhverfissinna, kommi sem elskar að sjá fólk þurfa að berjast fyrir öllu, berjast um brauðmynnslu sem Steingrímur lætur detta af borði hans

En það versta er... ég sé ekkert sem getur tekið við; Við verðum að fara í þjóðstjórn og banna aðkomu 4flokks að henni; Aðeins þannig getum við rétt okkur af

DoctorE (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband