IceSave: Alltaf um jólin - Hefði málsókn alltaf orðið niðurstaðan?

Þá er "landsins forni fjandi" kominn á kreik á ný.  IceSave kemur öllum í jólaskapið.

En hefði ESA þurft til að vera sjálfri sér samkvæm alltaf þurft að lögsækja Íslendinga?  Hefði það þurft að vera niðustaðan þótt að Íslendingar hefðu samið við Breta og Hollendinga?

Það er líklega best að koma með þann "disclaimer" í upphafi að ég er ekki löglærður, hvað þá sérfræðingur í Evrópurétti.  Þetta er bara léttar vangaveltur leikmanns snemma á miðvikudagsmorgni.

En málsókn ESA byggir ekki á kröfum Breta og Hollendinga.  Hún hlýtur að byggja á lögum þeim sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu (EEA/EES).  Það hlýtur því a mega ætla að lögsóknin snúi að því að þeim bókstaf verði að fylgja, skilyrðislaust. 

Það ætti þá að vera ljóst að 3. þjóðir af þeim ríflega 30, sem eru á EEA/EES svæðinu geta ekki samið sín á milli um afslátt frá þeim reglum sem gilda á svæðinu.  Slíkt getur ekki verið þeirra einkamál.  Hafi samningar Íslands, Bretlands og Hollands því innihaldið hinn minnsta afslátt frá reglum EES/EEA svæðisins, eins og ESA metur þær, þá hefði ESA þurft að höfða mál til að fá úr vafanum skorið.

Frá þessum sjónarhóli skiptir litlu hvort samningaleiðin er farin eða málið endar fyrir dómstólum nema að samningurinn hefði innihaldið allt það sem ESA minnist á í stefnu sinni.  Munurinn getur aðeins legið í vaxtagreiðslum og afborgunarskilmálum.

En mér sýnist að Árni Páll taki afar skynsamlega á málunum, þær fréttir sem ég hef séð í morgun benda til þess.  Hann bendir réttilega á að staða Íslenskra stjórnvalda (og þar með Íslendinga allra) er allt önnur í dag en þegar samningahrinurnar stóðu yfir.  Mestu skiptir nú að óvissunni um Neyðarlögin er úr sögunni og staða þrotabús Landsbankans hefur skýrst til muna.

Tíminn hefur unnið með Íslendingum í málinu og sem betur fer lýtur út fyrir, eins og Árni Páll bendir á, að fjárhagsáhætta Íslendinga sé mjög takmörkuð.

P.S.  Það er ekki óeðlilegt að margir JÁ-sinnar berji sér á brjóst og bendi á að NEI-sinnar beri ábyrgði að til málsóknar komi.  Þeir eru þá líklega þeirra skoðunar að þeir sem best komi út úr þessu máli sé þingflokkur Sjálfstæðisflokksins.  Hann sagði nei við IceSave I, sem Samfylkingin og Vinstri grænir lögðu mikið á sig til að fá samþykkta.  Reyndar var sá samningur svo lélegur að telja má að hann hafi eitrað alla umræðuna.  En næstum allur þingflokkur Sjálfstæðiflokksins samþykkti svo síðari samninginm og hlaut reyndar víða skammir fyrir.  Ef málið er skoðað út frá þeim sjónarhóli hlýtur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að koma út sem ótvíræður sigurvegari.

En allt eru þetta bara vangaveltur.  Nú þurfum við að líklega að bíða í ár eða ríflega það eftir niðurstöðu og margt getur breyst í millitíðinni.


mbl.is Mjög takmörkuð fjárhagsáhætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband