Berlusconi

Ekki get ég talist fylgismaður Berlusconi, einhvern veginn er hann ekki stjórnmálamaður sem heillar. 

Það verður að teljast líklegra en ekki að hann sé á útleið.  Brussel og Merkozy una sér líklega ekki hvíldar fyrr en þau ná að koma honum frá.

En þó að hann komi oft fyrir eins og hálfgerður flagari eða trúður, er ekki annað hægt í aðra röndina heldur en að dást að stjórnmálamanni sem hefur staðið af sér 53 vantrauststillögur, við getum líka kallað þetta atkvæðagreiðslur um traust (vote of confidence) síðan 2008.

En það er spurningin með þessa númer 54.

P.S.  Rétt er að hafa í huga þó að vantrausttillögur, eins og margt annað í Ítölskum stjórnmálum, er ekki jafn alvarlegur hlutur og víða um lönd og er mikið notað.


mbl.is Berlusconi neitar vangaveltum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband