7.11.2011 | 01:01
Hef aldrei skilið í hverju munurinn felst
Það er mikið rætt um hugsanlegan samning Íslands við Evrópusambandið. Sömuleiðis er mikið rætt um vilja sumra stjórnmálamanna til að afturkalla samningaviðræður við títtnefnt samband.
Þá bregður svo við að fjöldinn allur af fólki og stjórnmálamönnum (sem eru jú líka fólk) hrópar upp yfir sig og segir það ólýðræðisleg vinnubrögð að leyfa þjóðinni ekki að kjósa um hugsanlegan samning.
Þegar samþykkt var á Alþingi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, var stuðningurinn frekar naumur. Fram kom tillaga um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um. Það var fellt. Var það lýðræðislegt?
Tvær spurningar.
Hversu öflugri væri aðildarumsóknin ef hún hefði verið sett í þjóðaratkvæði og samþykkt? (Ef hún hefði ekki verið samþykkt, þá er óþarfi að ræða það frekar).
Hvernig getur það verið ólýðræðilegra að draga umsókn til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur en að sækja um án þjóðaratkvæðagreiðslu?
Er alvarlegra mál að draga umsókn til baka heldur en að leggja fram umsókn?
Svari hver fyrir sig.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.