11.2.2007 | 03:13
Til hamingju KSÍ
Ég verð nú reyndar að viðurkenna að mér var nokk sama hvern fulltrúar á þingi KSÍ myndu velja til forystu. En ég er samt þeirrar skoðunar að þeir hafi valið rétt.
Fólk velur sér fulltrúa sem það treystir, ekki þann sem virðist hafa annan málstað heldur en samtökin sjálf.
Rakst á blog núna áðan sem mér fannst segja þetta skratti vel, líklega betur heldur en ég hefði gert það. Tékkið á því.
Þar segir m.a.:
"Í stað þess að feministanir ryðjist nú fram á ritvöllin og styðji Höllu vil ég skora á þær að koma að vinna innan félaganna, vinna sig þannig upp. Ég veit t.d. að staða formanns meistaraflokksráðs kvennahandbolta hjá Val er laus fyrir næsta tímabil. Ég veit líka að Eva, sem er í mfl.ráði kvenna í fótboltanum, myndi þiggja hvaða hjálp sem er. Sóley, Guðríður og þið sem hafið skrifað hvað mest, nú er tækifærið. Ef þið hafið raunverulegan áhuga þá hlýtur einhver ykkar að bjóða sig fram til að vinna fyrir okkur stelpurnar í Val."
Þetta er nefnilega að ég tel málið, það þarf að vinna svona mál í gegnum "grasrótina". Það vantar fólk til starfa í íþróttahreyfingunni um allt land. Það er ekki erfitt að komast þar að. Það er algengara að leitað sé að fólki heldur en að það sé kosið um fólk.
Þetta þekki ég af eigin raun, það er oft svo erfitt að fá fólk til að starfa í stjórnum, að það hefur jafnvel verið leitað til jafn óíþróttalegs manns og mín, og ég beðinn um að starfa í stjórn íþróttadeildar. Sem ég reyndar, af minni alkunnu leti, hafnaði. En ég starfaði þó fyrir deildina einn vetur í sjálfboðavinnu.
Þetta er málið, íþróttahreyfingin snýst ekki eingöngu um toppstörfin, það er hundruðir möguleikar til að setja mark sitt á hana. Vonandi flykkjast allir þeir sem þykir ástæða til að "hrista upp" í hreyfingunni og bjóða fram krafta sína, möguleikarnir eru ótæmandi.
Ef svo yrði, væri íþróttahreyfingin sterkari en fyrr, og án efa kæmi fljótlega að því að frambjóðendur sem vilja breytingar fengju fleiri en 3 atkvæði.
P.S. Verð að bæta þessu við. Það hefur mikið verið notað í umræðunni um jafnréttismál innan KSÍ að kvennalandsliðið standi mun ofar á alheims styrkleikalista heldur en karlalandsliðið og það sýni að kvennalandsliðið sé miklu betra.
Það er vissulega ekki hægt að neita þessu, enda styrkleikalistarnir óvéfengjanleg plögg ef svo má að orði komast.
En það má líka nota þessa staðreynd til að halda því fram að þetta sýni hvað mikið betur sé búið að kvennaknattspyrnu á Íslandi en víðast hvar um heiminn, mörg lönd sýna henni því miður lítinn sem engan áhuga.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:25 | Facebook
Athugasemdir
Alveg rétt, það er líklegra til árangus að gera svona breytingar í gegnum grasrótina, en hefð það samt á tilfinninguni að það skili engu þegar kemur að því að kjósa í svona toppstöður. Bylting er fljótasta leiðin til að gera svona mikla breytingu, og ef Halla hefði fengið betri kosningu og jafnvel komist til áhrifa þarna þá tel ég það líklegt að það hefði smitað út frá sér niður í grasrótina. Það hefði verið auðveldara að fá konur til starfa og janvel hefði það virkað þannig að þær hefðu hugsanlega sóst eftir því að taka meiri ábyrgðarstörf í íþróttafélögunum.
Þar sem ég þekki til vantar ekki konur í starfið, sennilega mikið meira af þeim er körlum en karlarnir eru yfirleitt í forsvari, gaman að velt fyrir sér af hverju á því stendur ?
Rúnar Haukur Ingimarsson, 11.2.2007 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.