20.10.2011 | 13:03
Sólskinsfréttir af "Sambandinu".
Þessi frétt er eiginlega ein af þessum fréttum sem ég vona að sé röng, þó að vissulega bendi ekkert til þess að svo sé.
Auðvitað er engin ástæða til að vera að vera að birta lánshæfismat, ekki heldur opinberar tölur yfir hve hátt hlutfall skulda er af þjóðarframleiðslu, eða yfirleitt neinar slæmar fréttir. Líður ekki öllum mikið betur ef það eru bara jákvæðar fréttir af "Sambandinu"?
Hver getur bannað lánshæfismatsfyrirtækjum að birta mat sit á einstökum ríkjum?
Hvernig er slíkt bann framkvæmt?
Er ef til vill þörf á því að bæta frjálsu flæði upplýsinga við fjórfrelsið margfræga og kalla það fimmfrelsið?
Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Tómas.
Vesælum og aumum keisurum og kóngum miðalda þótti það sitt helsta bjargráð að láta "drepa sendiboðana" þegar þeir höfðu slæmar fréttir að færa af vígstöðunni.
Slíkt er ráðleysi ESB Ráðstjórnar elítunnar orðið nú !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 15:56
Já, það er margt (stjórnmála)mannanna bölið. Sannleikurinn er stundum þar á meðal.
G. Tómas Gunnarsson, 20.10.2011 kl. 17:27
Í Kína er líka bannað að fjalla um það sem stjórnvöldum finnst óþægilegt.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2011 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.