Strandríki sagt að aðlaga sig að "Sambandinu"

Þegar ég kom heim fyrir nokkrum mínútum voru tvö blogg eitt af því fyrsta sem ég sá á netinu.  Þau áttu það sameiginlegt að þau fjölluðu um fréttir af vef RUV, Ísland og Evrópusambandið.

Fyrri fréttina má finna hér og hún er afar stutt:

Formlegar samningaviðræður strandríkjanna fjögurra; Íslands, Noregs, Færeyja og ESB um makrílveiðar hefjast í Lundúnum á morgun. Viðræðurnar munu standa fram að helgi.

Hin fréttin er hér og fjallar um aðildarviðræður Íslands og "Sambandsins".  Þar má m.a.a lesa eftirfarandi:

ESB telur Ísland hins vegar ekki í stakk búið að hefja viðræður um byggðamál og vill tímasetta áætlun um innleiðingu byggðastefnu sambandsins áður en viðræður hefjast. Við þessu verður brugðist, segir Stefán Haukur. Það þurfi einfaldlega að fara í greiningarvinnu og setja fram tímasettar áætlanir um hvernig Íslendingar myndu setja upp þessa ferla og laga stjórnsýsluna að þeim skyldum sem þurfi að undirgangast og til þess að geta notið þess ávinnings sem felist í aðild á þessu sviði þannig að Íslendingar verði tilbúnir á fyrsta degi aðildar.

Segja þessar tvær fréttir ekki flest það sem segja þarf?

Bloggin sem vöktu athygli mína á þessum fréttum eru blogg Haraldar Hanssonar og svo bloggHeimssýnar.  Bæði er vel þess virði að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband