Hvort ćtti reiđin ađ beinast ađ fjármálaheiminum eđa stjórnmálastéttinni?

Fyrir nokkrum dögum voru "veraldarvíđ" mótmćli gegn ofríki fjármálaheimsins og hvernig hann hefur, ef ég hef skiliđ máliđ rétt, níđst á stćrstum hluta almennings.

Ég held ađ ţessi mótmćli séu byggđ á stórum misskilningi.

Ţó ađ vissulega megi segja ađ ţörf sé á ţví ađ fjármálagúrúum heimsins sé kennd einhver lexía, er ţađ önnur stétt sem mótmćlin ćttu ađ beinast gegn.

Ţađ er stjórnmálastéttin.

Auđvitađ geta allir veriđ reiđir út í fjármálamennina, sem grćđa á tá og fingri á međan viđ međaljónarnir og gunnurnar höfum ţađ ađ öllu jöfnu mun betra en forfeđur okkar, en ţó svo assgoti skítt miđađ viđ fjármálamógúlana.

Ţess vegna notum viđ (ég er auđvitađ alltof latur til ţess, en ég er ađ tala um fólk eins og mig) réttindi okkar til ţess ađ mótmćla.  Viđ skipuleggjum mótmćli okkar í gegnum miđla eins og FaceBook, Twitter, nú eđa bara blog.is, og notum til ţess iPhoninn okkar eđa ferđatölvuna okkar. 

Merkilegt nokk hafa "feitu ljótu kapítalistarnir" sem viđ erum ađ mótmćla margir hverjir grćtt stórfé á ţví ađ fjármagna fyrirtćki eins og Facebook, Twitter, Apple Inc, Nokia, Símann, Vodafone, o.s.frv.

Ţeir hafa reyndar komiđ nálćgt flestum ef ekki öllum ţessum skemmtilegu tćkninýjungum sem auđvelda okkur lífiđ og ađ skipuleggja mótmćli. 

En eftir hvađa reglum starfa "feitu ljótu kapítalistarnir"?

Jú, ţeir starfa eftir reglum sem stjórnmálastéttin hefur sett ţeim.  Og ef einhver stendur ekki í skilum, ţá kemur dómsvaldiđ til sögunnar og svo löggćslan.  Allt innfaliđ og partur af ríkisvaldinu.

Fjármálaheimurinn hefur ekkert vald, eđa hvađ?

Fjármálaheimurinn hefur ekkert vald, nema vald peninganna og ţađ vald eri sterkast  yfir ţeim sem skulda.   Ađ lána peninga gefur vald.

Og ţađ er einmitt valdiđ sem fjármálaheimurinn hefur yfir stjórnmálaheiminum.  Ekki ţađ ađ stjórnmálamenn séu almennt skuldugri en ađrir, heldur ţađ ađ svo margir ţeirra hafa steypt ríkjum, borgum og bćjum í skuldir.  Framkvćmdagleđin hefur veriđ mikil og mörg "velferđin" sem hefur veriđ fjármögnuđ á lánum.

Ţegar ríki og sveitarfélög selja skuldabréf til ađ borga skuldabréf, má ekki mikiđ út af bregđa.  Fjármálaheimurinn verđur ađ virka, annars verđur greiđslufall hjá hinu opinbera.  Ţađ sama má segja um stóran hluta almennings, viđ höfum ekki greitt upp lán ţegar viđ sláum nýtt.  Viđ köllum ţađ kreditkort.

Ţađ er líka til í stöđunni ađ bankastofnanir og ađrir fjármagnseigendur gauki fjármunum ađ stjórnmálamönnum, ţađ er jú dýrt ađ ná kjöri og býsna margir stjórnmálamenn komast ađ ţví ađ kraftar ţeirra eru einmitt ţađ sem fjármálaheimurinn var ađ bíđa eftir, ţegar stjórnmálaferlinum lýkur.

Ţađ er ţví ef til vill ekki svo undarlegt ađ mörgum finnist skilin á milli stjórnmálanna og fjármálaheimsins verđa ć óljósari, enda virđist mestur tími stjórnmálamanna fara í ţađ ađ leysa vanda fjármálaheimsins nú um stundir.

En ţađ breytir ţví ekki ađ uppruni valdisins er hjá stjórnmálamönnunum, ţessum sem almenningur kaus (ţađ er ađ segja ţá hluti almennings sem hafđi fyrir ţví ađ mćta á kjörstađ), fólk eins og ég (og ţú) og valdi sér fulltrúa. 

Fjármálaheimurinn starfar eftir lögum og reglugerđum (frá ţví eru ţó vissulega undantekningar) sem stjórnmálstéttin samdi og samţykkti, ţađ er ţví mun rökréttara fyrir mótmćlendur ađ einbeita sér ađ ađ ađsetri stjórnmálanna, fremur en fjármálaheimsins.

Skyldi einhver hafa reiknađ út hvađ tónlistarhúsiđ Harpa muni hafa skilađ í "vasa" bankastofnana ţegar ţađ verđur fullgreitt?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband