17.10.2011 | 11:55
Leitin að hundaheilsulind í Ungverjalandi
Ég heyri stundum talað um það sem rök fyrir inngöngu Íslands í "Sambandið" að Íslensk stjórnmálastétt sé einfaldlega svo vanhæf að það sé nauðsynlegt að koma lagasetningu og ýmsum ákvörðunum úr landi. Útlendingarnir séu bara svo miklu hæfari og takist svo mikið betur til.
Ég ætla ekki að halda upp sérstökum vörnum fyrir Íslensku stjórnmálastéttina, minni bara á að það er sagt að mannfólkinu svipi saman í Súdan og Grímsnesinu, og líklega á það ekki síður við stjórnmálastéttina í Brussel og Borgarnesinu, nú eða Reykjavíkinni.
Hér er slóð á stutta frétt úr Newsnight á BBC, sem snýsnt að miklu leyti um hundaheilsulind sem átti að byggja í Ungverjalandi. Hún fékk nokkuð ríflegan stuðning frá "Sambandinu, eða u.þ.b. 64.milljónir Íslenskra króna (350.000 Bresk pund), en síðan hefur ekkert til hennar spurst.
Það má velta því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum "Sambandinu" þykir svo nauðsynlegt að styrkja hundaheilsulind, en málið versnar auðvitað þegar kemur í ljós að ekki sést af henni tangur né tetur.
Nokkur önnur ágætis dæmi eru tekin í þættinum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Þú segir nokkuð. Það var nefnilega grein í austurrísku blaði fyrir ári síðan eða svo um rómarfólkið sem býr á landamærum Austurríkis og Ungverjalands, fólk sem hvorki á í sig eða á. Er ekki með rennandi vatn eða rafmagn. En ef til vill er rómarfólkið ekki eins merkilegt og hundar..... eða þannig. En sennilega dæmigert fyrir forgangsröðun í ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2011 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.