Hardtalk - Steingrímur J. Sigfússon á BBC

Fékk sendar slóðir á viðtalið sem var tekið við Steingrím J. Sigfússon í Hardtalk á BBC.  Ég vil hvetja alla til að horfa á viðtalið.  Ég þykist þess viss að það verða misjafnar skoðanir á frammistöðu Steingríms, enda gefur spyrjandinn honum ekki lausan tauminn, langt í frá.

En það er býsna margt sem ég hefði viljað sjá koma betur fram í þessu viðtali, en auðvitað er það hægara sagt en gert á 30 mínútum.

En það sem líklega vekur hvað mesta athygli í viðtalinu, og það ekki bara á Íslandi, er spurningarnar um afstöðu Steingríms/Íslendinga/Íslensku ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsaðildar. 

Líklegast er það einsdæmi að lykilráðherra og oddviti annars (af tveimur) stjórnarflokks, í ríkisstjórn sem ákveður að sækja um aðild að Evrópusambandinu, sé andvígur aðild. 

Ég er ekki hissa þó að ýmsir innan Evrópusambandsins séu hugsi þessa dagana eftir að hafa horft á viðtalið.

En sjón er sögu ríkari.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðtalið segir mér eitt framar öðru að BBC, sem einu sinni var nokkuð áræðanlegur og hlutlaus fjölmiðill, er algerlega í klónum á City of London og spekúlöntunum þar.  Þetta er líka álit almennings í Bretlandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2011 kl. 01:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ótrúlegt annars að heyra ubernationalistíska óra Eiríks Bergmanns og þjóðfyrirlitningu óma þarna eins og hann sé eitthvað sálfræðilegt authority fyrir Íslendinga.

Hann er greinilega hipp og kúl í augum þáttastjórnandans og þar með kleptókratanna í City. Undirstrikar vel fyrir hverja hann er að vinna.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2011 kl. 01:37

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekki ætla ég að dæma um hvort að BBC sé í klóm The City eður ei.  En mér fannst spyrillinn að mörgu leyti enduróma margt sem ég heyri hér í Kanada.  Ég hef ekki tölu á öllum þeim einstaklingum sem ég hef leiðrétt þegar þeir hafa fullyrt við mig að Ísland hafi orðið gjaldþrota.  Ætli sá síðasta tilfellið hafi ekki verið á miðvikudaginn síðasta, en á síðastliðnum þremur árum eru þeir margir. 

Flestir hafa engan annan skilning á IceSave, heldur en að Íslendingar hafi hreinlega neitað að borga réttmætar kröfur Breta og Hollendinga, og hafi í ofanálag verið nógu ósvífnir að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Margir hafa hins vegar lýst yfir fullum stuðningi og samúð með Íslendingum eftir að ég hef reynt eins og tíminn leyfir og þekking mín nær að skýra út málsatvik.

Barátta milli þjóða fer ekkí síst fram í fjölmiðlum í dag, það ætti Íslendingum að vera fullljóst og slík barátta hefur áhrif á almenning, stjórnmálamenn og jafnvel dómstóla.  Það hafa Íslendingar sömuleiðis reynt á eigin skinni.

En Íslensk stjórnvöld hafa því miður gert ótrúlega lítið í því að halda málstað Íslands á lofti undanfarin 3. ár.  Iceland Defence gerð býsna góða hluti og eiga þakkir skildar, en stjórnvöld hafa verið arfaslök í því máli.

Ef til vill vegna þess að það má ekki rugga "Sambands" bátnum, eins og er ymprað á í viðtalinu við Steingrím.

G. Tómas Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 01:48

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka fyrir þetta ég var búinn að reyna að ná þessu án árangurs.Ég held að kallinn hafi verið góður og sagði loks sannleikan með ESB.

Valdimar Samúelsson, 16.10.2011 kl. 01:50

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég lái fólki ekki að hafa ranghugmyndir um staðreyndir málsins þegar fjölmiðlar í eigu kleptókrasíunnar hafa matað sína versjón ofan í það. 

Spyrillinn hér reyndi ítrekað að grípa inn í þegar Steingrímur reyndi að leiðrétta þennan "misskilning", sagðist ekki vilja fara út í teknísk atriði etc.

Þetta er svo himinhrópandi hlutdrægni að manni flökrar við áhorfið.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2011 kl. 15:56

6 Smámynd: Agla

Ég er ykkur þakklát fyrir slóðirnar.

Mér fannst skelfilegt að hlusta á þetta viðtal við fjármálaráðherra okkar.

Ráðherrann hefur, að því er virðist, takmarkað vald á enskri tungu (framburðurinn er mjög fráhryndandi og óaðgengilegur og þarna voru nokkur skólabókadæmi um málfræðilegar villur. Orðaforðinn  og orðfimnin virtust líka takmarkaðri en enskumælandi hlustendur eru vanir frá marktækum stjórnmálamönnum)

Ráðherrann virtist líka skorta þjálfun í sjónvarpsviðtölum. Kannski er það engin furða ef haft er í huga  hverju hann er vanur í  íslenskum sjónvarpssviðtölum.                 Hann kom fyrir eins og illa rakaður og trúlega sveittur, sakborningur sem ætti að hafa  haft lögfræðing sér til hjálpar.

Mér fannst  hreint skelfilegt að hlusta á þetta viðtal því ég veit hvernig fjármálaráðherrann "skilar sér" á íslensku. Þar fær hann ágætiseinkun fyrir flutning og framkomu og svo getur fólk tekið afstöðu til innihaldsins í hans málfærslu.

Spurningin sem leitar á mig er  hvers vegna í ósköpunum fjármálaráðherrann gaf þetta viðtal.

Agla, 16.10.2011 kl. 17:05

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvorugur þessara manna er frjálshyggjumaður, greinilega.  Þeir eru að rífast um hve mikið eitthvert Ríki á að borga vegna þess að eitthvert einkafyrirtæki fór á hausinn.

Af hverju fer enginn bara í gjaldþrotarétt með þetta?

Ásgrímur Hartmannsson, 16.10.2011 kl. 17:42

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Það er rétt sem Agla segir, því er við að bæta að á Ísland getur Steingrímur látið móðan mása,án þess að verða truflaður af spyrjanda. Hann fer oft hjáleið í svörum,kemur inn á aftur og gatan er greið. Ég vildi koma hér á framfæri þakklæti til þín Tómas. Það er okkur svo mikilvægt að eiga málsvara í ,,útlöndum,, M.b.K.v.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2011 kl. 21:01

9 Smámynd: Björn Finnbogason

Öll viðtöl við Steingrím ættu að vera á ensku!  Orðskrúðið er mikið minna!!!  Takið svo eftir augunum á honum þegar hann byrjar að segja ósatt og koma sér hjá í seinni hlutanum :-D óborganlegt.  Íslenskir fjölmiðlar gætu mikið lært af kollegum sínum hjá BBC

Björn Finnbogason, 16.10.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband