10.2.2007 | 00:18
6 mánuðir
Já í dag eru liðnir 6 mánuðir frá því að Jóhanna Sigrún Sóley leit dagsins ljós í fyrsta sinn. 6 mánuðir eru í sjálfu sér ekki langur tími, nema auðvitað það sé allur sá tími sem þú hefur lifað, en hún hefur þó sannarlega sett mark sitt á lífið hér að Bjórá á þeim tíma.
Reyndar finnst mér hvorutveggja, að þetta hafi allt saman gerst í gær og að hún hafi verið hér eins lengi og minni mitt nær. Þannig er þetta bara.
En hún er kát og fjörug og á meðfylgjandi myndbandi má sjá hversu leikin hún er orðin að höndla pelann á 6 mánaða afmælinu sínu. Sumir hafa haft að orði að sterk handtök hennar um drykkjarföngin hafi hún fengið frá föður sínum, en um það er betra að aðri dæmi.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.