Styttist í Alþingiskosningar? Er Samfylkingin að ræsa neyðaráætlunina?

Ég veit ekki nákvæmlega af hverju, en þegar ég las þessa frétt kom það eins og skot upp í huga mér að nú styttist til Alþingiskosninga.  Sömuleiðis flaug það um huga mér að nú væri Samfylkingin komin með upp í háls (og líklega upp fyrir höfuð) af VG og væri að ræsa neyðaráætlunina.

Það blasir við að það er megn ónægja með stjórnmálastéttina á Íslandi og það blasir sömuleiðis við að núverandi stjórnarflokkar munu að öllum líkindum bíða afhroð í næstu kosningum, hvenær svo sem þær verða.

Þó að allar skoðanakannanir bendi til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir bæti verulega við sig fylgi, standa þeir langt í frá sterkt, og gætu hæglega misst mikið af fylgi sínu til nýrra framboða.

Það er því býsna mikið fylgi "á lausu" ef svo má að orði komast, ekki síst á meðal ungs fólks og ný framboð eiga betri möguleika á árangri en oftast áður.  Besti flokkurinn sýndi eftirminnilega í Reykjavík getu sína til að ná þetta fylgi.

En hann sýndi það líka að í raun hafði hann ekki nokkurn áhuga á að vinna með nokkrum öðrum flokki en Samfylkingunni, það kom nokkuð skýrt fram.

Líklega er enginn betri til þess að byggja trausta brú á milli Samfylkingar og Besta flokksins í landsmálum en Guðmundur Steingrímsson.  Fyrrum Samfylkingarmaður (sem virtist þó í raun aldrei hætta að styðja flokkinn og ríkisstjórn hans), en einnig nokkuð farsæll tónlistarmaður (Það er bara einn flokkur á Íslandi hefur gengið í nokkra endurnýjun lífdaga upp á síðkastið) og fyrrum skemmtiþáttastjórnandi í sjónvarpi. 

"Pólítískur fóstbróðir" hans, Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar er svo þegar í samstarfi við Besta flokkinn (spurning hvort hann hafi lánað Guðmundi Wire diskana) í Borgarstjórn og getur styrkt tengslin.

Það að Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn gangi í eina sæng í landsmálunum mun ekki draga úr fylgistap Samfylkingarinnar í næstu kosningum, það gæti jafnvel aukið það að einhverju marki.  En það lítur út eins og tilraun til þess að stjórna því hvernig fylgishreyfingin verður, og koma á laggirnar flokki, sem gæti tekið mikið af því fylgistapi til sín (og gott betur vonast þeir líklega eftir) og hefði ekki áhuga á því að starfa með neinum nema Samfylkingunni (eða þá núverandi ríkisstjórn, en þá fyllilega Samfylkingarmegin).

Aukageta af þessum fréttum og hræðslu við kosningar gætu svo hugsanlega orðið að VG lyti betur að stjórn í núverandi ríkisstjórn.


mbl.is Hyggja á framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband