Af orðljótum ræflum

Þó að það sé mér að meinalausu að þeir kalli hvorn annan illum nöfnum, vinstrimennirnir á Íslandi, finnst mér þetta að vissu marki birtingarmynd þess hvernig umræðan (og samræðustjórnmálin auðvitað) hefur þróast á Íslandi.

Þó nokkur hópur Íslendinga virðist telja að þeir tali (og skrifi) best sem viðhafi stærstu og ljótustu orðin, hrópi mestu svívirðingarnar og tali verst um þá sem þeim eru andstæðir.

Þetta má sjá á netinu, á prenti og heyra úr ræðustólum s.s. á Alþingi.

En umræðan geldur þessa og virðing þeirra sem tilheyra þessum "skóla" er að ég held uppurin.

P.S.  Ég er auðvitað að norðan, en kannast þó ekki við að þar hafi orðið "ræfill" verið notað nema um þá sem þóttu vera "ræflar", og þótti auðvitað niðurlægjandi.  En vissulega kann það að vera upphefð í Ólafsfirði, því þar þekki ég ekki vel til.


mbl.is Hefði ekki átt að nota orðið „forsetaræfill“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að velta vöngum yfir uppeldi og fóstrun þessa manns.

Hefur hann verið á upptökuheimili? Hefur hann ekki átt góða ástríka foreldra sem kenndu honum að nota móðurmálið sitt á réttan hátt? Ef hann á börn þessi maður, hvernig elur hann þau upp?

Vonandi aðeins skár en útkoman er á honum sjálfum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 10:24

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég þekki móður Björns Vals persónulega og þekkti föður hans en hann lést fyrir tveimur árum.  Bæði mestu sómahjón, heiðarleg og óskaplega góð.

Hver ert þú, Jóhanna, að dæma fólk sem þú þekkir ekki ?

Hvað átt þú með að álykta um heila fjölskyldu á þennan hátt ?

Miðað við orðbragð þitt og dómhörku er hægt að velta vöngum yfir þínu eigin uppeldi. 

Anna Einarsdóttir, 20.9.2011 kl. 18:04

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er sammála því að það bætir ekki umræðuna að draga fjölskyldu Björns inn í þetta mál, það er umræðunni ekki til framdráttar.

Því má svo bæta við hér að Björn kallaði víst Berlusconi Ítalíuforseta, víst ræfil í dag.   Það er nokkuð klók vörn hjá Birni, nokkurs konar "damage control" að míinu mati.  Það á auðvitað að sýna að þetta sé Birni tamt tungutak og sé ekki notað í niðurlægjandi tilgangi.  Ég hygg þó að flestir sjái í gegnum það.

G. Tómas Gunnarsson, 20.9.2011 kl. 22:54

4 identicon

Anna18.04

Þetta er algjör misskilningur hjá þér.

Ég vil bara benda á að sonurinn gefur sínum foreldrum ekki nein of góð meðmæli með því að nota svona orðbragð á ALÞINGI. Og lái mér hver sem vill. Og tala svona til þjóðarinnar og forseta Íslands er fyrir neðan allar hellur.

Því hefur alltaf verið haldið fram að skeggið sé skylt hökunni,

Þá lá beinast við að athuga það hvernig ungdóm hann fékk úr því að hann kann sig ekki á alþingi íslendinga. Hefði hann sagt þetta ef Vigdís Finnbogadóttir átt í hlut. Ég hef fullt leyfi að draga mínar ályktanir af töluðum orðum á alþingi.

Dómharka mín kemur útfrá því að mér var kennt að gera greinarmun á réttu og röngu. Ætli Björn Valur hafi kallað sýna foreldra

ræfilstuskurnar????

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 02:41

5 Smámynd: Brattur

Jóhanna, þú hamrar aftur á því að Björn Valur eigi ekki góða foreldra...

"... gefur foreldrum sínum ekki nein of góð meðmæli..." "Því hefur alltaf verið haldið fram að skeggið sé skylt hökunni."

Hvernig stendur á því að þú ert að blanda foreldum hans í þessa umræður ???
Viltu gjöra svo vel að hætta þessari lágkúru.

Vanfundið er betra fólk en foreldrar hans voru og eru... og sjálfur er Björn Valur drengur góður og bráðskemmtilegur...

Ég veit ekki hvað ég á að fara að halda um foreldra þína ef ég á að dæma þá út frá þínum málflutningi.

Nú er mál að linni, Jóhanna.

Brattur, 21.9.2011 kl. 12:35

6 identicon

Þú ert

brattur hr. Brattur. Ég hef aldrei sagt eitt ljótt orð um foreldra Björns Vals. Ef þú finnur þau á mínum kommentum hér á undan láttu mig þá vita. Hitt er annað mál að ég kem ekki til með að breyta áliti mínu á Birni Val og segja að hann sé skömm sinna foreldra. Og að hann sé "drengur góður og bráðskemmtilegur" í þínum augum, þá er það ekkert endilega rétr. Allavega finnst mörgum að hann sé með afbrigðum orðljótur og eitthvað ruglaður". (kannske er það með bráðskemmtilegheitin að gera hjá þér.) Mál að linni- Er þetta þitt blogg Brattur???

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 19:25

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Dómharka mín kemur útfrá því að mér var kennt að gera greinarmun á réttu og röngu".

Finnst þér RÉTT að efast um mannkosti aldraðra hjóna sem þú hefur aldrei nokkurn tíma hitt ? 

Kenndu foreldrar þínir þér að dæma aðra svo harkalega og fékkst þú þá gott uppeldi að þínu mati ?

Væri ekki rétt, fyrst þú ert á þessari vegferð, að þú komir við á flestöllum bloggsíðum hér á MBL og látir menn vita hversu illa upp aldir þeir eru, því annað eins orðbragð og hér viðgengst, hef ég aldrei orðið vitni að annars staðar ?

Anna Einarsdóttir, 21.9.2011 kl. 19:57

8 identicon

"Af orðljótum ræflum" - umræðan snýst um orðaval Björns Vals ALÞINGISMANNS á opinberum vettfangi. Ég er ekki orðljót, en það er árátta vinsti manna að koma umræðunni á annað plan þegar rökhyggjan þrýtur. Björn Valur ER orðljótur á HINU ÆRUVERÐUGA ALÞINGI ÍSLENDINGA, sem frá mínum bæjardyrum hýsir of marga einstaklinga af Björns Vals kaliber og þá meina ég VINSTRA LIÐIÐ , svo þið fáð það beint í æð. Maðurinn kann sig ekki og á að segja af sér og reyndar fleiri á þeirri stofnun. Ekki núna, heldur NÚNA!!! Burtséð frá öllum ættingum hans og minna ættingja dauðra eða lifandi. Málir er dautt af minni hálfu.....

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 20:35

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

"Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstv. forsrh. en það kom greinilega hér fram. ( Gripið fram í: Hvað sagði ræðumaður?) Ég sagði: svona skítlegt eðli.“

13. febrúar 1992 — Um Davíð Oddsson, „Ræða Ólafs á Alþingi

Forseti Íslands hefur væntanlega stuðað þig Jóhanna, þegar hann mælti svo á HINU ÆRUVERÐUGA ALÞINGI ÍSLENDINGA um árið. 

Þeir sem þekkja til sögu Ingva Hrafns, sem er yfirlýstur Sjálfstæðismaður, vita að uppnefni hans beinast að öllum þjóðfélagshópum. Hann kallaði Ólaf Ragnar Grímsson „forsetafíflið“ á sínum tíma fyrir að synja fjölmiðlalögum staðfestingar. 

Ertu sjálfri þér samkvæm í dómhörkunni Jóhanna ?

Hvað finnst þér um Forseta Íslands og sjálfstæðismanninn Ingva Hrafn ?

Anna Einarsdóttir, 21.9.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband