Bara að eyða nóg, þá streymir féð inn og allt verður í himnalagi

Það líður varla sú vika held ég að ég sjái ekki fullyrðingar svipaðar þeim sem hér eru settar fram.  Það þarf eingöngu að auka opinbera styrki í þetta nú eða hitt, þá streyma peningar inn og ríkið og þegnarnir ættu að geta lifað hamingjusamir æ eftir.

En þrátt fyrir að nokkuð sé langt um liðið frá því að ég heyrði slíkar fullyrðingar fyrst og framlög til hinna ýmsu listgreina og "góðra málefna" hafi í mörgum tilfellum stóraukist, þá lætur "blómaskeiðið" af einhverjum orsökum standa á sér.

Kvikmyndir eru vissulega allra góðra gjalda verðar, veita bæði vinnu og ánægju (margar hverjar alla vegna).  En ég er þó hræddur um að það dugi skammt að stórauka framlög til kvikmyndagerðar og bíða svo eftir því að fjármunir sprautist í hagkerfið og ríkiskassann.

Það sem vantar að tala um í þessum útreikningum, er hve mikill hluti af kvikmyndageiranum hyrfi ef engir væru ríkisstyrkirnir?  Nú eða ef styrkirnir yrðu dregnir saman um 20%, nú eða 50%? Hvaða tölur eru inn í útreikningum um veltu kvikmyndageirans og hvernig skiptast þær?  Hve stór hluti af kvikmyndageiranum felst t.d. í auglýsingagerð?  Varla er ástæða til að styrkja hana, eða telja hana til margfeldisáhrifa af ríkisstyrkjunum, eða hvað?

Varla hyrfi kvikmyndageirinn, ef ríkisstyrkir hyrfu, þó að vissulega sé líklegt að umsvifin yrðu eitthvað minni. 

En líklega verða þessir útreikningar núverandi ríkisstjórn hvatning til þess að stórauka framlag til kvikmyndagerðar sem og annarrar listsköpunar, ríkið þarf svo sannarlega á fimmföldun peninga sinna að halda.


mbl.is Hver króna kemur fimmfalt til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Lestu bókina

Hjálmtýr V Heiðdal, 19.9.2011 kl. 22:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég reikna nú frekar með því að lesa bókina heldur en hitt, þó að ég ætli ekki að fullyrða hvenær það verður, ég kaupi hana líklega ekki strax og ekki reikna ég með þvi að hún fáist á "safninu" hér í Toronto.

En þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég rekst á útreikninga sem þessa, enda hefur hinum "skapandi stéttum" verið mikið í mun undanfarin ár að reyna að sanna að það sé efnahagslega rétt að styrkja þær í sívaxandi mæli.  Ég hef þau ekki rekist á trúverðugar sannanir fyrir því og efast um að Ágústi takist það í þessari bók.

G. Tómas Gunnarsson, 19.9.2011 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband