Bý ég í ólýðræðislegri borg?

Um það má sjálfsagt deila, og það lengi, rétt eins og flest annað.  En hér í Toronto eru ríflega 2.500.000 íbúa.  Borgarfulltrúar eru 44.  Borgarstjóri bætist síðan við, kosinn beinni kosningu.  Rétt er að taka fram að borgarfulltrúarnir eru ekki kosnir af listum, heldur eru 44. einmenningskjördæmi í borginni.  Þetta er að mínu mati bæði kostur og galli, borgarfulltrúarnir þurfa vissulega að standa skil á sínum gjörðum í "hverfinu" og enginn er öruggur inn, en gallinn er sá að sá sem sigrar hefur gjarnan aðeins stuðning 30 til 40% þeirra sem þó drífa sig á kjörstað, og stundum töluvert minni.

Mér reiknast til að hver borgarfulltrúi hafi því að meðaltali u.þ.b. 57.000 íbúa að baki sér.

Mér finnst skrýtið að sjá að menn haldi að lausnin á þeim vandamálum sé kunna að vera til staðar sé að stækka stjórnmálastéttina, að það sé það sem þarf til að hlutirnir gangi vel fyrir sig og horfi til betri vegar.

Regulega hef ég heyrt tillögur um að gott væri að fækka alþingismönnum, og hafa margir fært ágætis rök fyrir þeirri skoðun.  En er ástæða til þess að fjölga sveitastjórnarfólki?  Eða er ástæðan fyrir því hve margir telja þörf fyrir fjölgun á báðum þessum stöðum ef til vill sú að "hið opinbera" er eilíflega að skipta sér sér af og stjórna hlutum sem væru betur komnir annarsstaðar?


mbl.is Borgarfulltrúum fjölgað í 23
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og í Reykjavík er 1 borgarfulltrúi með 1228 manns að baki sér.

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband