Í ferðalögum

Bjórárfjölskyldan hefur verið dugleg að ferðast þetta sumarið, en allar ferðirnar þó verið stuttar í vegalengdum talið og allar innan Ontario utan ein, en þá voru nágrannarnir í Quebec heimsóttir.

Fjölskyldan heimsótti borgirnar Ottawa og Montreal og síðan var gist í fylkis eða þjóðgörðum, en þeir voru Arrowhead, Bon Echo, Mont Tremblant og Killbear.

Í borgunum var gist á hótelum, en tjaldið notað í fylkis/þjóðgörðunum.  Alls staðar var eftirminnilegt að koma og góðar minningar urðu til.  Yngri meðlimir Bjórárfjölskyldunnar kunna vel að meta að sofa í tjaldi og hafa gaman af þvi að hitta fyrir dádýr, froska og önnur þau dýr sem við höfum verið svo heppin að rekast á á.

Þess má til gamans geta fyrir þá sem velta því mikið fyrir sér hvað kosta megi inn á ferðamannastaði, að hvergi er ókeypis að heimsækja fylkis/þjóðgarða hér í Kanada.  Dagskort kostar gjarna um 11 dollar (ca, 1300 krónur, rukkað er á bíl), en gistinóttin kostar ríflega 42 dollara (u.þ.b. 4900 krónur) fyrir gistireitinn (oft er möguleiki á því að setja upp 2. tjöld).  Innifalið í gistingunni er aðgangur að rennandi vatni,  salerni (oftast vatnssalerni) og sturtu.  Á Mont Tremblant tjaldsvæðinu var þó sjálfsalli í sturtuna og kostuðu hverjar 4. mínútur 50 cent (u.þ.b. 60. krónur).  Rétt er að geta þess að tjaldstæðin er nokkuð frábrugðin því sem oftast þekkjast á Íslandi, en hvert tjaldstæði er í littlu rjóðri í skóginum.

Hótelherbergin sem gist var í kostuðu frá 80 dollurum upp í rétt ríflega 200, allt eftir hve vel þau voru staðsett, útbúnaði og hvenær ferðatímabilsins þau voru heimsótt, öll áttu þau það sameiginlegt að hafa tvö rúm í drottningarstærð (queensize), þannig að vel fór um 4ja manna fjölskyldu í þeim.

Síðsumars keypti fjölskyldan sér uppblásanlegan kayak, en vötn eru sjaldnast langt undan þegar ferðast er um Kanada, en hann sést á einni myndinni hér að neðan.

En annars eru hér að neðan smá sýnishorn af þeim aragrúa mynda sem teknar voru á ferðalögunum, hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri, en fleiri myndir er að finna á slóðinni www.flickr.com/tommigunnars

Bridge Over Ottawa River The Good Life - Canadian Style Twilight In Bon Echo In The Night Water As Art Sea Eagle On Lac Monroe The Mountains Are Blue The Sun Sets In Mont Tremblant National Park Calm Frog Beaver Bridge in The Sunset

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband