Kínverska hættan

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fylgst verulega vel með þessu máli, eða kynnt mér hinn Kínverska kaupsýslumann, en ég á frekar erfitt með að skilja óróa margra Íslendinga í þessu máli.

Það er engu líkara en sumir óttist að hótelið sem byggja á, verði umbreytanlegt í eldflaugaskotpall, eða að undir því verði "stjórnstöð", þar sem yfirtöku Kínverja á Íslandi, Evrópu, heiminum (væntanlega í þessarri röð) verði stjórnað.

Hitt þykir mér líklegra að títtnefndur Kínverji hyggist selja löndum sínum kyrð og ró, og þann möguleika að sjá fátt fólk í all nokkra stund, en eftir því sem mér hefur skilist er það sjaldgæfur lúxus fyrir þarlenda.

En hitt er þó ef til vill nokkuð eftirtektarverðara og um leið áhyggjuefni, að það er eins og það séu engin lög til um hvernig taka skuli á þessum málum.  Enginn ferill, engin ákveðin skilyrði sem þurfi að uppfylla.

Það er engu líkara en þær mótttökur sem erlendir fjárfestar fái á Íslandi byggist mest megnis á því hvernig ráðherrum og ríkisstjórn líst á manninn, "hverra manna" hann er, og svo framvegis.  Meginmáli skiptir svo auðvitað líka hvernig fjölmiðlar taka honum og hvernig fréttir þeir flytja af honum, fortíð hans og uppvexti.

Það er verðugt verkefni fyrir Íslenska stjórnmálamenn að setja skýrar reglur um erlenda fjárfestingu í landinu.  Hvað er leyft og hvað er bannað.  Helst þurfa þær að vera einfaldar og auðskiljanlegar, en það er líklega til of mikils mælst.

Það er furðulegt að þurfa að fylgjast með hálfgerðum upphlaupum og átökum í flest skipti sem erlendir aðilar sýna áhuga á því að fjárfesta á Íslandi, sérstaklega í því árferði sem erlend fjárfesting er nauðsynlegri en oft áður.

 


mbl.is Gæti þurft að hætta við kaupin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á bara ekki allt að vera ti sölu. Held væri nær að legja honum þetta td til 50 ara.

Sveitavargurinn (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 12:17

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Reynslan af Kínverjum er allstaðar sú sama þar sem þeir fjárfesta. Þeir taka með sér allt efni til bygginga, allt starfsfólk sem þá er skráð í 3 landi, allar tekjur lenda í 3 landi, öll bókfærsla er úr skorðum(kínversk) og svo má lengi telja. Íslenskur hagnaður er 0 og verður 0 þar til þeir læra að fá til sín rétta, alvöru fjárfesta, eins og til að smíða skip og báta.

Eyjólfur Jónsson, 2.9.2011 kl. 13:02

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er fullgilt sjónarmið að banna eigi erlenda fjárfestingu í landi á Íslandi, það þarf þá að setja lög þess efnis, þannig að það fari ekkert á milli mála.  Það gengur þó í berhögg við EES samninginn sem þyrfti þá líklega að segja upp, ég veit ekki hversu margir eru hlynntir því.

Það er leikur einn fyrir kínverska aðila að stofan fyrirtæki t.d. í Svíþjóð, Noregi, nú eða hverju því landi sem á aðild að EES og kaupa hvaða jörð sem er á Íslandi. 

Það er spurning hvort að það sé eftirsóknarvert að "hegna" þeim sérstaklega sem koma hreint fram og segjast vilja fjárfesta á Íslandi án þess að koma inn "bakdyramegin"?

Aðalatriðið í mínum huga er að lögin og reglurnar séu skýrar, hvernig vilja Íslendingar standa að þessum málum, hvað er leyft og hvað er ekki.  "Hysteríur" hvort sem er í ríkistjórn, á Alþingi eða í fjölmiðlum er ekki vænlegar til árangurs fyrir langtíma fjárfestignarstefnu.

G. Tómas Gunnarsson, 2.9.2011 kl. 13:08

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það á eftir að spyrja þennan mann að ýmsu, því grunsamlegur er hann:

Ertu kommi?

Er þitt rétta nafn Dr. No?

Ertu hættur að berja konuna þína?

osfrv.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.9.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband