29.8.2011 | 03:47
Orðfæri umræðunnar - Sérfræðingar segja
Eitt er það sem færst hefur í vöxt í Íslenskum fjölmiðlum upp á síðkastið sem fer óstjórnlega í taugarnar á mér.
Það ser fyrirsagnir sem ég kalla "Sérfræðingar segja". Til dæmis: Stjórmálafræðingur segir að....., Hagfræðingur telur að ..., Sálfræðingur segir....
Þarna er gerð tilraun til að auka vægi fréttarinnar með því að nota menntun einhvers einstaklings til að ljá fréttinni meira vægi. Stundum hef ég það líka að tilfinningunni að menntunin sé notuð til að komast hjá því að nafnið á persónunni upplýsist strax. Margir "fræðimenn" hafa enda gjaldfallið svo í umræðunni undanfarin misseri, að líklega þykir betra að nafnið þeirra komi ekki fram í fyrirsögn, enda myndi það draga úr áhuga á fréttinni.
En það eru einstaklingar sem hafa skoðanir og tala við fjölmiðla en ekki menntun þeirra. Það færi því betur á að nefna nöfn þeirra einstaklinga sem vitnað er til, heldur en að tiltaka menntun þeirra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Athugasemdir
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 04:56
Það er auðvitað þekkt Guðmundur Tómas, að orðin vega þyngra ef frægur maður lætur þau falla, svo maður tali nú ekki um ríkur. Á þennan veikleika mannlegs eðlis er jafnan leikið bæði af fjölmiðlum og fræðimönnum. Og fólk er því miður alltof trúgjarnt og tekur gagnrýnislaust við orðum hinna frægu og ríku.
Gústaf Níelsson, 29.8.2011 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.