29.1.2007 | 04:03
Enn af hvalveiðum
Rakst á þessa frétt á vef The Times þegar ég var að flækjast um vefinn rétt áðan. Þar segir af hvalveiðum Japana og tilraunum Greenpeace og Sea Sheperd´s til að finna Japanska hvalveiðiflotann.
Það kemur fram í fréttinni að Japanir séu að veiða u.þ.b. 1000 hvali, eða ríflega 100 sinnum fleiri hvali heldur en Íslendingar veiddu á nýliðnu ári.
Skyldu Japanir ekki vera eins og titrandi strá yfir því að einhverjum þjóðum detti til hugar að sniðganga Japanskar vörur? Skyldu ekki Japönsk fyrirtæki vera í öngum sínum af sömu ástæðu? Skyldu Japönsk dagblöð ekki slá því upp að aðrar þjóðir hyggi á aðgerðir gegn Japan?
Hvað skyldu nú Japanir ætla að gera við kjöt af 1000 hvölum ef þar í landi eru svo miklar birgðir að þær liggja undir skemmdum eða eru notaðir í hundamat eins og hefur mátt skilja af sumum fréttum?
Ég bara veit það ekki.
Í fréttinni má m.a. lesa eftirfarandi:
"The New Zealand Government, angered over the Japanese fleets plans to kill 1,000 whales in the Southern Ocean, has released gruesome videos of Japanese whalers harpooning and butchering whales.
Greenpeace, which has deployed the Esperanza a former fire-fighting vessel to Antarctica to intercept the whalers, has reluctantly accepted the refusal to divulge the whalers location. However, its rival and more militant campaigner, the Washington-based Sea Shepherd organisation, has offered $25,000 (£12,700) for their co-ordinates."
Sjá fréttina í heild hér.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti | Breytt s.d. kl. 04:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.