23.1.2007 | 15:33
Stórafmæli að Bjórá
Það var stórafmæli hér að Bjórá í gær, Foringinn fagnaði af krafti þriggja ára afmæli sínu. Allt fór það þó hæversklega fram, veislan fámenn og góðmenn, enda ekki allir sem geta mætt svona á mánudegi. Því verður líklega fjölmennari veisla um næstu helgi.
En þó að vissulega hefði verið tilvalið, svona í stíl við þann "eitís" tíðaranda sem virðist tíðkast í stórveislum nú um stundir, að bjóða upp á Minipops nú eða Jordy (sem sló þó ekki í gegn fyrr en 92), þá var foringinn ákaflega sáttur við þá trukka, púsluspil og bækur sem rak á hans fjörur í gær. Svo er reyndar syngjandi hamsturinn sem hann fékk í afmælisgjöf fyrir 2. árum, ennþá í fullu fjöri.
Hápunkturinn er þó alltaf kakan og má sjá stutt myndband hér.
P.S. Þeir sem kunna það "trikk" að "embedda" myndbandið hér í færsluna og eru reiðubúnir að deila þeirri kúnst með mér, bendi ég á athugasemdir hér að neðan.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.