Furðulegur málflutningur

Mér finnst það skrýtinn málflutningur hjá Samtökum atvinnulífsins að það eigi að vera sjálfsagt mál hjá opinberum aðilum að starfsmenn geti fengið sig lausa í þrjú ár til að sinna störfum hjá öðrum fyrirtækjum.  Ég sem hef staðið í þeirri meiningu að SA vildu að kjör og hlunnindi væru sem líkust hjá hinu opinbera og einkaaðilum.

Þetta verður þá líklega það "tromp" sem þeir vilja að verði boðið í næstu samningaviðræðum um kaup og kjör.  Að starfsmenn eigi rétt á því að fá allt að 3ja ára launulaust leyfi, svo þeir geti mátað sig í önnur störf, eða tekið að sér tímabundin verkefni.

Það er ekki að efa að samtök launþega myndu fagna slíku útspili.


mbl.is SA lýsa yfir óánægju með að Ágústi Einarssyni sé synjað um launalaust leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Forstjóri Kaupáss fær þriggja ára frí til að gegna stöðu forstjóra Haga...............

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.1.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband