Finnar ætla að hefja framleiðslu á hlífðargrímum fyrir heilbrigðisstarfsfólk - í Finnlandi, til frambúðar. Skandall hjá Finnsku "Neyðarbirgðastofunni".

"Neyðarbirgðastofa" Finnlands hefur skrifað undir samning við Finnska fyrirtækið Lifa Air  um að framleiða hlífðargrímur í Finnlandi.

Segist fyrirtækið ætla að framleiða allt að 100 milljónir hlífðargríma í Finnlandi árlega.

Þá er bæði talað um öndunargrímur (respirators) og hefðbundnari hlífðargrímur (surgical masks).  Muninn á þessu tvennu má sjá hér, en ég veit ekki hvaða Íslensku orð eru notuð sem lýsa þessum mun.

Fyrst í stað mun fyrirtækið frameleiða hlífðargrímurnar í verksmiðju sinni í Kína, en fljótlega verður framleiðslan flutt til Finnlands.

Þannig hyggjast Finnar leysa sín vandræði hvað varðar hlífðargrímur til frambúðar.

En ég bloggaði hér áður um frétt Yle, um hlífðargrímur frá Kína sem komu til Finnlands og stóðust ekki kröfur.

Nú hefur það mál heldur betur undið upp á sig samkvæmt frétt Yle. Virðist sem að "Neyðarbirgðastofa" Finnlands hafi heldur betur hlaupið á sig og borgað út 5. milljónir euroa, til frekar vafasamra viðskiptaaðila.

Hreint ótrúlegt að innkaupastofnun á vegum hins opinbera hlaupi svona á sig.  Ráðherra hefur þegar fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu og ekki ólíklegt að það gæti orðið að nokkuð stórum skandal.

5. milljón euro eru ekki smáaurar.

Það verður því að lesa bloggfærslu mína og þá frétt Yle sem hún fjallaði um, frá breyttu sjónarhorni.


Risa heima húspartý á föstudaginn langa frá hádegi

Líklega er málsháttur þessarar páskaeggjatíðar, "Hollur er heimafengin baggi".  Honum má líklega breyta í t.d. "Holl er heimaskemmtun", "Hollast er heimaferðalagið", eða "Hollast er sér heima að skemmta", nú eða jafnvel "Heima er heilsan vernduð".  Síðan má velta fyrir sér málsháttum eins og "Skipað gæti ég væri ég Víðir".

En hefur verið skemmtilegt að fylgjast með allri þeirri afþreyingu sem boðið hefur verið upp á á netinu, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim.

Þannig er hægt að "ferðast" víða um heiminn á netinu, njóta menningar og lista og alls kyns afþreyingar.

Söfn, athyglisverðir staðir, plötusnúðar, skemmtikraftar og tónlistarmenn, hafa verið að streyma alls kyns fróðlegu og skemmtilegu efni.

Á morgun, föstudaginn langa stendur hljómplötufyrirtækið Defected fyrir sínu þriðja "sýndarveruleika festivali".  Hin fyrstu 2. voru stórkostleg og ég á von á því að hið þriðja gefi þeim ekkert eftir.

Ég hef hvergi séð staðfestan lista yfir þá sem munu spila, en talað er um að Calvin Harris muni spila undir dulnefninu "Love Generator" og síðan Claptone, Roger Sanches, Mike Dunn, Black Motion, Sam Divine, David Penn og The Mambo Brothers.  Ef til vill einhverjir fleiri.

Eftir því sem ég kemst næst byrjar fjörið kl. 12 á hádegi að Íslenskum tíma og stendur til í það minnsta 8.

Tilvalið fyrir þá sem vilja dansa "innanhúss" nú eða gera erobikk æfingar.

 


Sálfræði- og vísindahliðin á brauðbakstri

Út um allan heim er verið að baka í heimahúsum, það er eiginlega fordæmalaust :-)

Gerskortur er víða.  Eftirspurn eftir "súrdeigsmömmum" hefur einnig aukist. Hveiti selst sem aldrei fyrr. (þar sem sykur virðist ekki seljast jafn mikið og hveiti má  draga þá ályktun að fólki ætli frekar að baka en brugga :-)

Og vísindamenn segja að á erfiðum tímum, sæki fólk í  einfalda hluti sem láta okkur líða betur og styrki trú okkar á því að við getum séð um okkur sjálf.

Fátt er eins vel til þess fallið og vatn, hveiti,ger, og salt, sem myndar brauð og er ódýrt og ilmandi, þegar það kemur út úr ofninum (eldinum).

Að borða kolvetnaríkan mat (carbohydrates) eins og brauð, örvar insulin, sem hækkar upptöku heilans af miklvægri aminosýru, Tryptophan, segir Harvey Anderson, prófessor í næringarfræði við háskólann í Toronto.

Aukið Tryptophan í heilanum eykur framleiðslu á á Serotonin, sem róar, og hjálpar að ná góðum svefni á stresstímum.

Að sjá fjölskyldunni fyrir heitum mat er partur af frumhvötum okkar og hjálpar til að finna fyrir öryggi, og að læra eittvað nýtt (ef bakstur hefur ekki verið algengur) vekur upp vellíðan.

Á erfíðum og streitufullum tímum eykst þörfin fyrir slíkar tilfinningar.

Að búa til mat "með hjartanu og höndunum" og sjá árangurinn er verðlaun í sjálfu sér á þessum óvissutímum.

Það er rétt að taka fram að þessi texti (eða þær rannsóknir sem hann byggir á) er ekki minn eigin, ég er ekki þetta vísindalegur, né hef ég lagst í þessar rannsóknir.  Hann er byggður á þessari grein í The Globe And Mail, sem ég naut að lesa.

Sjálfur baka ég pizzur (alla leið, vatn, hveiti, ger og salt) og hamborgarabrauð.  Ég hef ekki hætt mér mikið lengra á þessari braut.

Baka einstaka sinnum "Spænskt sveitabrauð", en það tekur óþægilega langan tíma.


mbl.is Fundu þurrger í 500 g pakkningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bocelli streymir á Páskadag

Það hafa margir gaman af Andrea Bocelli (ég er reyndar ekki einn af þeim, en svo margir sem ég þekki eru aðdáendur, að ég ákvað að pósta þessu hér).  Eins og margir listamenn hefur hann ákveðið að streyma tónlist sinni til áhorfenda.

Tónleikar hans verða á Páskadag, að ég held kl. 17:00 að Íslenskum tíma.

Tónleikarnir verða haldnir án áhorfenda í Duomo dómkirkjunni í Milano, en streymt beint á persónulegri YouTube rás Bocelli. Eða þá hér.

Annars hef ég rekist á svo mikið af góðu efni sem er streymt á netinu undanfarið, að ég hef langt frá því komist yfir það.

Pósta ef til vill fleiru fljótlega.

 

 

 

 


mbl.is Tónleikum Andrea Bocelli frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg fylki Kanada breyta lögum og leyfa veitingastöðum að senda heim áfengi

Það er óvenjulegt ástand.

Viðbrögðin eru mismunandi.

Kanada hefur ekki verið þekkt fyrir mikið frjálslyndi í áfengismálum, en það hefur í gegnum tíðina verið misjafnt eftir fylkjum (héruðum) og jafnvel eftir sveitarfélögum. Því þar eins og í mörgum öðrum málum, eru það fylkin sem hafa valdið.

En það var t.d. bannað að einstaklingar flyttu áfengi á milli fylkja og þa bann er ekki alveg horfið.  Þó er búið að undirbyggja breytingar í þá átt en fylkin eru sum hver enn eitthvað draga fætur í því máli.

Sölufyrirkomulag er mismunandi eftir fylkjum sem og skattlagning.

En nú hafa mörg fylki Kanada breytt reglum sínum um áfengissölu og leyfa veitingastöðum að senda heim áfengi.

Rétt eins og í öðru eru reglurnar eitthvað mismunandi eftir fylkjum. Þannig hafa British Columbia, Ontario, Nova Scotia, Manitoba, Saskatchewan, Alberta og Quebec, slakað á reglum leyfa heimsendingu á áfengi.

Eins og í mörgu öðru er frjálsræðið mest í Alberta, þar sem ekki er skilyrði að keyptur sé matur.

Nova Scotia setur það hins vegar sem skilyrði að verðmæti vínpöntunar sé ekki meira en 3fallt það sem maturinn kostar.

Einhver fylki er með skilyrði um að verðið á víninu verði það sama og á vínlista veitingastaðarins.

Einhverjir er sagðir hafa í huga að bjóða upp á "happy hour" í heimsendingu.

Hér má lesa frétt The Globe And Mail.

Hér er frétt National Post um breytingarnar í Ontario.

 


Bloggfærslur 9. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband