Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Umhverfisvænasta farartækið árið 2010

Internetið gleymir engu er oft sagt.  Mikið til í því.

Það getur verið býsna skondið að rekast á gamla "mola" á netinu.

Í marga áratugi kepptust ríkisstjórnir (aðallega í Evrópu) og "vísindaráðgjafar" þeirra við að sannfæra almenning að hann gæti fátt gert betra en að skipta yfir í díselbíl.

Það var á tíunda áratug síðustu aldar sem þau vísindi urðu "viðurkennd staðreynd".

Ríkisstjórnir (aðallega í Evrópu) kepptust við að niðurgreiða dísel og díselbíla.  Þeir voru framtíðin.

Líklega alger tilviljum að þessar áherslur hentuðu Evrópskum (ekki síst Þýskum og Frönskum) bílaframleiðendum afar vel, og all margar olíuhreinsunarstöðvar sem einbeittu sér að díselframleiðslu sáu fram á hafa gríðarlega umfram framleiðslugetu.  Það kom til vegna stóraukins fjölda kjarnorkuvera til raforkuframleiðslu, sem minnkuðu eftirspurn eftir dísel til rafmagnsframleiðslu og húshitunar.

En fyrir níu árum síðan var þessi auglýsing birt í kringum "Super Bowl", um umhverfisvænasta farartækið árið 2010.

Síðan hefur ýmislegt breyst, alla vegna hvað dísel varðar.

 

 

 

 

Það eru ekki bara auglýsingar sem eiga það til að eldast illa.


Er þörf á siðanefnd Alþingis?

Það er mín skoðun, rétt eins og ýmissa annara að það sé óþarfi að Alþingi hafi siðanefnd.  Það sé einfaldlega verkefni kjósenda að dæma um siðferði alþingismanna - á fjögurra ára fresti, eða oftar ef svo ber undir.

Fyrsti úrskurður siðanefndar Alþingis gerir ekkert nema að styðja undir þá skoðun mína.

Mér þykir líklegt að þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna, hafi, með hliðsjón af þeim reglum sem gilda nú, þeim ramma sem siðanefnd hafi verið sett, skaðað ímynd Alþingis.

Þannig eru þær reglur.

En þegar ég beiti heilbrigðri skynsemi, er mér nákæmlega sama um þau orð sem Þórhildur Sunna lét falla.

Þau féllu einfaldlega í "hita leiksins", eins og oft vill verð í pólítísku ati.

Engin ástæða til þess að æsa sig yfir þeim eða ræsa út nefndir.

En krafa Pírata þess efnis að Siðanefnd rannsaki hvort að ásakanir Þórhildar Sunnu, eigi við rök að styðjast er jafn mikið út í hött.

Ég get ekki beðið eftir því að Miðflokksmenn, sem urðu sér til skammar á Klaustri, geri sambærilega kröfu.

Þannig yrði "Siðanefnd Alþingis" að hinni einu og sönnu "sannleiksnefnd".

Að mínu mati er að eina sem þetta mál hefur leitt í ljós, er að "Siðanefnd Alþingis" ætti að leggja niður, þörfin fyrir siðanefnd er ekki til staðar, kjósendur geta séð um "siðferðislegt aðhald".

Ásmundur Friðriksson, Þórhildur Sunna, "Klaustursmenn" sem og allir aðrir þingmenn og frambjóðendur verða vegnir og metnir í næstu kosningum, bæði útfrá siðferðisálitamálum sem annarri framgöngu.

Næsta víst er að málefnin vega misþungt hjá kjósendum og eru sett mismunandi framlega þegar í röðina.

Rétt eins og vera ber.

Tímabært að leggja niður siðanefnd.

 

 

 


Bloggfærslur 31. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband