Er ekki eins að flytja út raforku og fisk?

Í umræðum um raforkumál og sölu á Íslandi, sem hafa verið óvenjulega lífleg á undanförnum mánuðum hefur oft mátt heyra þau rök að sala raforku lúti sömu lögmálum og sala fisks. 

Það er að segja að eðlilegt sé að selja raforkuna (í gegnum sæstreng) fyrir eins hátt verð og hægt er.

Það sé aðeins eðlilegar "aukaverkanir" að raforkuverð myndi stórhækka til Íslenskra notenda, rétt eins og fiskverð hafi hækkað á Íslandi með auknum útflutningi og eftirspurn erlendis.

Að einhverju leiti er þetta réttur samanburður, en það þarf þó að skoða dæmið betur.

Að selja raforku í gegnu sæstreng til útlanda jafngildir því að opna á að erlend útgerðarfyrirtæki fái að kaupa kvóta til fiskveiða á Íslandsmiðum jafnt og Íslensk útgerðarfyrirtæki.

Að hvaðan útgerðin komi skipti engu máli, aðeins ef hún myndi vilja greiða einhverjum krónum meira fyrir tonnið af óveiddum fiski.

Engu skipti hvort að Íslenskir sjómenn fái atvinnu við fiskveiðar, engu máli skipti hvort að Íslendingar fái atvinnu við að vinna fisk í landi, engu máli skipti að aukin verðmæti verði til við frekari vinnslu á fisknum, engu skipti tekjur ríkis og sveitarfélaga af því skattgreiðslum þeirra sem vinna fiskinn (eða noti raforkuna til frekari verðmætasköpunar).

En auðvitað sýnist sitt hverjum, í þessu efni eins og öðrum.

En þetta er að mínu mati eitthvað sem nauðsynlegt er að Íslendingar - allir - ræði sín á milli.


mbl.is Fyrirtækjum „slátrað“ fyrir sæstreng?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því sem næst tvöfallt hærri kosningaþátttaka í Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunni en í kosningum til Evrópu(sambands)þingsins

Eðlilega vöktu kosningar til Evrópu(sambands)þingsins í Bretlandi mikla athygli, líklega þá mestu af öllum þátttökulöndunum.u

Það er enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar eru kosnir til þings, sem þeir eiga allt eins von á að taka aldrei sæti á, en svo gæti farið þegar Bretar ganga úr "Sambandinu".

Þó er líklegra að þeir sitji á þinginu einhverja mánuði, eða fram í október, og þá verði fækkað á þinginu, ekki þó sem samsvarar þingmönnum Breta, heldur verður bætt við þingmönnum frá nokkrum þjóðum, sem verða reiknaðir efti þeim kosningaúrslitum sem urðu síðustu helgi.

En margir hafa viljað gera mikið úr úrslitnum í Bretlandi, vissulega vann Brexit flokkurinn einstakan sigur, það gerist ekki oft að 6 vikna gamall flokkur vinni nálægt einum þriðja atkvæða.

Frjálslyndir demókratar risu einnig upp frá dauðum með eftirminnilegum hætti, allt að því biblíulegum.  Íhaldsflokkurinn fékk sín verstu kosningaúrslit svo öldum skipti og Verkamannaflokkurinn fékk háðulega útreið, ekki síst þegar horft er til þess að hann hefur verið í stjórnarandstöðu í u.þ.b. 9. ár.

En kosningaþátttakan var aðeins rétt rúmlega helmingur af því sem hún var í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit.

Eins og oft er, taka kjósendur frekar þátt í kosningum eða atkvæðagreiðslum þar sem þeim þykir umfjöllunarefnið mikilvægt.

Það segir ef til vill sitt hvað um hvað Breskum kjósendum finnst um Evrópu(sambands)þingið og svo Brexit hins vegar.

En hitt er að það er jákvætt að kjörsókn hafi aukist.

Það er alltaf fagnaðarefni.

En það sem er fyrst og fremst eftirtektarvert er að kjósendur vilja refsa hinum hefðbundnu valdaflokkum.

Það ætti að vera öllum umhugsunarefni.

 

 

 


mbl.is Brexit-flokkurinn afgerandi sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt á Íslandi - með strætó á milli landshluta

Síðasta færsla hér fjallaði um hve mikið hagstæðara væri að taka bílaleigubíl heldur en fjöldasamgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.

En hvað ef ferðin liggur áfram, frá Reykjavík til Akureyrar?

Er ekki sniðugt að taka strætó?

Enn og aftur er leiga á bíl mikið hagstæðari.

Á heimasíðu Strætó má finna eftirfarandi upplýsingarLeiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar keyrir í gegnum 22 gjaldsvæði. Þess vegna er verðið milli Reykjavíkur og Akureyrar 10.340 krónur (470 x 22) eða 22 strætómiðar."

Fram og til baka á milli Reykjavíkur og Akureyar kostar með öðrum orðum, 20.680, eða 41.260 fyrir tvo.

Eins og kom fram í síðasta pistli, kostar 6 daga leiga á bíl ódýrasti kostur í ca, 21.000, en algengt verð var í kringum 24.000.

Hvort er nú líklega að ferðamaðurinn velji?  Að hafa bíl í 6. daga eða taka strætó á milli Reykjavíkur og Akureyrar?

Frelsi bílsins, möguleiki á því að fara í Mývatnsveit, skreppa til Dalvíkur, Ólafs- og Siglufjarðar, renna við á Húsavík?

Hvað skyldi Strætó á alla þessa staði kosta?

Frelsi og þægindi á móti strætó?

Það er rétt að hafa í huga að samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef borga farþegar aðeins u.þ.b. 40% af rekstrarkostnaði Strætó á landsbyggðinni, en ég tek fram að ég veit ekki hvernig hlutfallið er á leiðinni Reykjavík - Akureyri, en það getur vissulega verið misjafnt á milli leiða.

Enn á ný fá fjöldasamgöngur (almenningssamgöngur) á Íslandi falleinkun.

Í dæmum sem þessum virðast þær fyrst og fremst auka vegslit og svifryk.

 

 


Bloggfærslur 29. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband