Rétt ákvörðun hjá May

Það hefur verið nokkuð ljóst frá upphafi að Breska þingið studdi ekki Brexit í sama hlutfalli og kjósendur. Þar höfðu "Sambandssinnar" meirihluta.  Þar á meðal var Theresa May.

Ég held að það sé ljóst að meirihluti kjósenda á Bretlandi er óánægður með hvernig haldið hefur verið á málum.  Líklega er það eitt af því fáa sem sameinar þá sem kusu "Brexit" og og "Sambandssinna".

Atburðarásin hefur sýnt að May nýtur takmarkaðs traust, bæði á þinginu og í eigin flokki.

Hlutskipti hennar hefur auðvitað ekki verið auðvelt, hún hefur ekki náð að fylkja sínum eigin flokki að baki sér og efndi til vanhugsaðra kosninga sem veiktu stöðu hennar og svigrúm umtalsvert.

Líklega er það því affarasælast að hún víki úr embætti, enda vandséð að hún komi málinu lengra, þá og ef samningur hennar verður samþykktur.

Hver tekur við er vandi að spá um, og hvort það verður "Brexitsinni" eða "Sambandssinni", en staða "Sambandssinna" er enn sterk, ekki síst innan þingflokksins.

En margir tala af mikilli samúð um May, að hún hafi fengið þetta erfiða viðfangsefni "í fangið", jafnvel eiginlega gegn eigin vilja.

Það er auðvitað langt frá sanni, hún sóttist eftir embættum formanns Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, eftir að ljóst var hvernig í pottinn var búið.

Henni hefði átt að vera fullkomlega ljóst hvað var framundan og að ekki væri um auðvelt verkefni að ræða.

Hún hefur verið þrautseig og seiglast áfram, en hvort að árangurinn sé góður eru vissulega skiptar skoðanir um.  Einhvern veginn hallast ég að því að eftirmæli hennar í embætti verði frekar neikvæð.

En vissulega verður það nokkuð afrek að koma samningnum í gegnum þingið, ef það tekst.

 

 

 

 

 


mbl.is May víkur þegar samningurinn er í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi skemmtiferðaskipa er ekki vandi Íslendinga

Þó að Íslendingar myndu að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stæði, ef skemmtiferðaskip væri í vandræðum undan ströndum landsins, er engan veginn hægt að ætlast til þess að Íslendingar kaupi björgunartæki sem dugi fyrir stærstu skip, eða hafi stórar sveitir reiðubúnar ef svo illa færi.

Ábyrgðin á farþegum skipanna liggur hjá skipstjóra þeirra og útgerðum. Þau vonandi búinn besta hugsanlegum öryggisbúnaði og nægum bátum til að taka alla farþega.

Það er tómt mál að tala um að Íslendingar beri ábyrgð á þeim sem sigla um lögsöguna eða kjósa að koma til hafnar.

Það er ástæða til þess að huga að mengunarvörnum, því stór skip hafa gríðarmagn af olíu og öðrum efnum um borð.

Það má velta fyrir sér þeirri spurningu hvort að ástæða sé til að leggja sérstakan skatt á skip sem hingað koma til að standa straum af hluta kostnaðar við slíkt.

Einnig þarf að byggja upp rafmagnstengingu á helstu viðkomuhöfnum, og krefjast þess að skipin tengist á meðan þau eru við bryggju.

En það hefur nokkuð verið deilt um ábatann af komu slíkra skipa til landsins, miðað við tekjur og álag/mengun sem þau skapa.

Það er ábyggilega umræða sem vert er að taka.

 

 

 


mbl.is Öryggi farþega háð fiskiflotanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurteisi borgar sig

Það er rétt af Baldvini Þorsteinssyni að biðjast afsökunar á framgöngu sinni og orðavali. Það er nauðsynlegt að ganga fram af kurteisi og hógværð undir kringumstæðum sem þessum.

Leiðinleg framkoma og dónaskapur dregur athygli frá góðum málstað og gerir ekkert nema að færa andstæðingum betri vígstöðu.

En mér þykir þó ótrúlega mikið gert úr þessu atviki. Talað er um að lagðar hafi verið hendur á seðlabankastjóra og þar fram eftir götunum.

Það þykir vel í lagt og augljóslega verið að reyna að magna upp storm í tebolla þjóðfélagsins.

En hitt er rétt að hafa í huga að kurteisi kostar ekkert og er því yfirleitt fljót að borga sig.

En Baldvin biðst afsökunar á framgöngu sinni.

Er það ekki meira en seðlabankastjórinn hefur gert?


mbl.is „Kumpánlegur“ bankastjóri óviðeigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband