Rétt ákvörðun hjá May

Það hefur verið nokkuð ljóst frá upphafi að Breska þingið studdi ekki Brexit í sama hlutfalli og kjósendur. Þar höfðu "Sambandssinnar" meirihluta.  Þar á meðal var Theresa May.

Ég held að það sé ljóst að meirihluti kjósenda á Bretlandi er óánægður með hvernig haldið hefur verið á málum.  Líklega er það eitt af því fáa sem sameinar þá sem kusu "Brexit" og og "Sambandssinna".

Atburðarásin hefur sýnt að May nýtur takmarkaðs traust, bæði á þinginu og í eigin flokki.

Hlutskipti hennar hefur auðvitað ekki verið auðvelt, hún hefur ekki náð að fylkja sínum eigin flokki að baki sér og efndi til vanhugsaðra kosninga sem veiktu stöðu hennar og svigrúm umtalsvert.

Líklega er það því affarasælast að hún víki úr embætti, enda vandséð að hún komi málinu lengra, þá og ef samningur hennar verður samþykktur.

Hver tekur við er vandi að spá um, og hvort það verður "Brexitsinni" eða "Sambandssinni", en staða "Sambandssinna" er enn sterk, ekki síst innan þingflokksins.

En margir tala af mikilli samúð um May, að hún hafi fengið þetta erfiða viðfangsefni "í fangið", jafnvel eiginlega gegn eigin vilja.

Það er auðvitað langt frá sanni, hún sóttist eftir embættum formanns Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, eftir að ljóst var hvernig í pottinn var búið.

Henni hefði átt að vera fullkomlega ljóst hvað var framundan og að ekki væri um auðvelt verkefni að ræða.

Hún hefur verið þrautseig og seiglast áfram, en hvort að árangurinn sé góður eru vissulega skiptar skoðanir um.  Einhvern veginn hallast ég að því að eftirmæli hennar í embætti verði frekar neikvæð.

En vissulega verður það nokkuð afrek að koma samningnum í gegnum þingið, ef það tekst.

 

 

 

 

 


mbl.is May víkur þegar samningurinn er í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er athyglisvert að um leið og May léði máls á því að hætta sem leiðtogi var Boris Johnson til í að samþykkja samninginn - hann sem hefur verið hvað harðastur andstæðingur hennar og sagt beinlínis að eina leiðin fyrir Breta að sleppa alveg úr klóm sambandsins sé útganga án samnings. En hey, ef maður á séns að verða leiðtogi, hvaða máli skipta þá prinsippin?

Kristján G. Arngrímsson, 27.3.2019 kl. 20:57

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þetta er nú ekki alveg svona einfalt.  En það hafa hins vegar margir, og ekki bara Johnson, verið að leita að málamiðlun sem gæti höfðað til breiðs hóps.

Ég á eftir að sjá Johnson ná því að verða leiðtogi, en það koma vissulega margir síðri til greina.

En það er ljóst að það verður að "höggva á hnútinn" fljótlega, ella stefnir allt í hálfgerðan glundroða.  Það er í raun "arfleifð" Theresu May.

Það er ljóst að það er ekki meirihluti fyrir útöngu án samnings, það er ekki "raunverulegur meirihluti" fyrir samningi May.  Það er eiginlega ekki meirihluti fyrir einu eða neinu.

Einhverjir verða að "bakka", en málamiðlun er líklega einfaldasta og raunhæfasti möguleikinn.

Og May er eiginlega búin með allt sitt "pólítíska kapital".

Hvað er þá best í stöðunni?

G. Tómas Gunnarsson, 28.3.2019 kl. 00:20

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

P.S. Því má svo bæta við, að May, er einfaldlega að ljá máls á því að hætta vegna þess að hún sér ekkert nema "blindgötu" framundan.  Hún er eiginlega komin á leiðarenda, hvernig sem á það er litið.

G. Tómas Gunnarsson, 28.3.2019 kl. 00:21

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Tja, þú veist þetta greinilega alltsaman. En jú, ég held að þetta sé nefnilega svo einfalt eins og ég útskýrði með Johnson. Pólitík snýst um tvennt: að ná völdum og halda þeim. Annað er windowdressing. Spurðu bara Machiavelli.

Kristján G. Arngrímsson, 28.3.2019 kl. 07:09

5 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Eftirmæli May geta nú nokkuð ráðist af eftirleiknum.

Þingið tók af henni völdin til þess eins að lenda í enn meiri pytti. 

Ástandið getur semsagt orðið en kaotiskara þannig að May gæti átt eftir að koma vel út í samanburðinum þegar menn færu að hugsa hvort hún hafi ekki eftir allt saman verið að reyna að lóðsa þingið í gegnum illskárstu leiðina. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 28.3.2019 kl. 08:59

6 identicon

Sæll.

May hefur ekki viljað yfirgefa ESB og er því ekki rétti aðilinn til þess að leiða útgönguviðræðurnar.

Hún hefur haldið afar illa á málum og átti ekki einu sinni að ræða við ESB á meðan ESB var að bjóða þá samninga sem boðið var upp á.

Vandinn hér er að með sinni óbilgjörnu afstöðu er ESB að valda öllum tjóni. ESB flytur meira út til Bretlands en Bretar flytja inn frá ESB. Enginn samningur veldur báðum aðilum tjóni. ESB samninganefndinni virðist vera sama um það eða ekki skilja vandann. Enginn samningur mun valda atvinnuleysi í ESB ríkjum. 

Fyrst semja átti á þeim nótum áttu Bretar ekki að eyða tíma í ESB heldur setja tíma og orku í að semja við aðrar þjóðir. 

May stóð sig illa sem innanríkisráðherra á sínum tíma og frammistaða hennar sem forsætisráðherra er í takt við frammistöðu hennar sem innanríkisráðherra. 

Sagan mun ekki fara mjúkum höndum um frammistöðu hennar enda hún ekki góð. Leiðinlegt að þessi merka og góða þjóð Bretar skuli ekki geta fundið betri leiðtoga en þetta.  

Helgi (IP-tala skráð) 28.3.2019 kl. 09:00

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Að vita eða ekki vita. Það kemur ekkert fram þarna sem ekki hefur mátt lesa um í fréttum. En staðreyndin er sú að það er ekki Theresa May sem "býður" fram afsögn, heldur er hún í raun að fallast á málamiðlunartillögu sem sett var fram í þá veru.

Að ákveðinn hópur innan þingflokksins myndi reyna að fá samning hennar samþykktan gegn því að hún segði af sér.  Hópurinn telur augljóslega að nauðsynlegt sé að fá nýjan "leiðtoga" til að höndla næstu skref.

En nú heyrast reyndar þær fréttir að vegna andstöðu DUP sé þessi málamiðlun ekki lengur líklegur kostur. Hvort að sú verður raunin er engin leið að segja til um. Staðan er fljótandi og margslungin.

Machiavelli er klassískur en sú staða sem nú er kominn up, er flóknari en þekktist á hans dögum.

Staðan á Breska þinginu er með þeim hætti að það verður að finna einhverja leið til að mjakast fram á við, þó að ekki megi líta fram hjá valdalöngun

@Bjarni, þakka þér fyrir þetta. Vissulega eru ekki öll kurl komin til grafar, en ég held að fáir muni halda því fram að hún hafi haldið vel á spöðunum. Gleymum því ekki að hún sóttist eftir starfinu.

@Helgi, þakka þér fyrir þetta. Líklega er það svo að "Sambandið" telur sig hafa meiri hagsmuni en bara viðskipti við Bretland.  Þar á meðal að halda sjálfu sér saman.

Þannig verður það þýðingarmeira að Bretar fái ekki "góðan" samning.  Ef engin samningur verður raunin, fær "Sambandið" ekki síður högg en Bretar, en líklega telja þeir það þess virði.

Ég hugsa reyndar að Bretar yrðu fljótari að jafna sig á því en "Sambandið", en það er er erfitt að fullyrða hvað gerist, eða hvaða afleiðingar munu verða af útgöngu.

En ég tek undir með þeir að ég held að valdatími Theresu May muni líklega seint teljast glæstur.

G. Tómas Gunnarsson, 28.3.2019 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband