Vandi skemmtiferðaskipa er ekki vandi Íslendinga

Þó að Íslendingar myndu að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stæði, ef skemmtiferðaskip væri í vandræðum undan ströndum landsins, er engan veginn hægt að ætlast til þess að Íslendingar kaupi björgunartæki sem dugi fyrir stærstu skip, eða hafi stórar sveitir reiðubúnar ef svo illa færi.

Ábyrgðin á farþegum skipanna liggur hjá skipstjóra þeirra og útgerðum. Þau vonandi búinn besta hugsanlegum öryggisbúnaði og nægum bátum til að taka alla farþega.

Það er tómt mál að tala um að Íslendingar beri ábyrgð á þeim sem sigla um lögsöguna eða kjósa að koma til hafnar.

Það er ástæða til þess að huga að mengunarvörnum, því stór skip hafa gríðarmagn af olíu og öðrum efnum um borð.

Það má velta fyrir sér þeirri spurningu hvort að ástæða sé til að leggja sérstakan skatt á skip sem hingað koma til að standa straum af hluta kostnaðar við slíkt.

Einnig þarf að byggja upp rafmagnstengingu á helstu viðkomuhöfnum, og krefjast þess að skipin tengist á meðan þau eru við bryggju.

En það hefur nokkuð verið deilt um ábatann af komu slíkra skipa til landsins, miðað við tekjur og álag/mengun sem þau skapa.

Það er ábyggilega umræða sem vert er að taka.

 

 

 


mbl.is Öryggi farþega háð fiskiflotanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...byggja upp rafmagnstengingu á helstu viðkomuhöfnum, og krefjast þess að skipin tengist á meðan þau eru við bryggju."

Þetta eru engir togarar sem þurfa ljósahund til að halda ísskápnum köldum og sjónvarpinu gangandi. Svona skip notar meira rafmagn en Borgarnes og sum meira en Ísafjörður. Venjulegar tengingar duga því skammt. Það þyrfti háspennulínur í landi, stórar spennistöðvar í skipinu og teymi rafvirkja til að tengja í hvert sinn. Og þar sem skipin þurfa ekki að leggjast við bryggju frekar en þau vilja, og mörg hver gera það ekki nema einn eða tvo daga í stærstu höfnum, þá er kostnaðurinn óheyrilegur og leggst að mestu á bæjarfélögin og hafnirnar. Svo er ekkert samráð milli skipa, stundum eru engin skip í marga daga, vikur eða mánuði og svo koma 3 sama daginn og eru farin daginn eftir.

Vagn (IP-tala skráð) 27.3.2019 kl. 22:47

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Vagn, þakka þér fyrir þetta.  Þetta þyrfti í sjálfu sér ekki að vera forgangsrafmagn, enda gætu skipin hæglega séð sér sjálf fyrir rafmagni væri þess þörf.

Það er engin að tala um að þetta verði gert á einhverjum vikum, en það er þörf á því að marka einhverja stefnu og um leið þá hvar Íslendingar vilja að skipin komi í höfn.

Kostnaður við slíkt yrði fyrst og fremst á leggjast á rafmagnsverð til skipanna. Koma þeirra yrði þá líklega afþökkuð, ef þau hefðu ekki áhuga á slíku.

Það er reyndar orðið stutt á milli skipa á stærstu höfnunum, en svo þarf auðvitað að hugsa til þess hve mikils virði það er að berjast fyrir því að fá alltaf fleiri og fleiri skip.

https://thebarentsobserver.com/en/2018/06/ports-without-shore-power-will-be-losers-future-cruise-ship-market

Framtíðin kemur alltaf fyrr en margur hyggur og margir vilja meina að þeir  sem ekki munu hyggja að rafmagnstengingum, muni bera skarðan hlut frá borði...  skemmtiferðaskipa.

Ef það verður að Íslendingar kæra sig yfirleitt um slíkan túrisma í framtíðinni?

En það dugar engan veginn að ráðast fyrst og fremst á einkabílinn.

Vilja Íslendingar að "bæjarfélög" með rafmagnsnotkun á við Ísafjörð séu keyrð á díesel eða svartolíu svo dögum skipti við hafnir landsins?

G. Tómas Gunnarsson, 28.3.2019 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband