Reyndi Reykjavíkurborg að hafa áhrif á úrslit síðustu borgarstjórnarkosningar?

Það virðist margt vera sem hefur betur mátt fara í stjórnarháttum Reykjavíkurborgar undanfarin ár.

Kunningi minn sendi mér hlekk á frétt sem birtist á vef ríkisútvarpsins um alvarlegar ákúrur sem Persónuvernd veitir Reykjavíkurborg fyrir framgöngu hennar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Í fréttinni má lesa m.a.:

"Í úrskurðinum eru gerðar alvarlegar athugasemdir við framgöngu borgarinnar í málinu. Í bréfi sem Persónuvernd sendi borginni í júni á síðasta ári er til að mynda spurt af hverju Persónuvernd hafi aðeins verið upplýst um afmarkaðan þátt málsins og hvers vegna það hafi ítrekað gætt ósamræmis í svörum borgarinnar. 

Borgin baðst afsökunar á þessu í svari sínu og sagði það ekki hafa verið ætlun sína að leyna neinu um það hvernig verkefnið yrði unnið. Þá var jafnframt beðist velvirðingar á því að ósamræmis hefði gætt í svörum. 

Persónuvernd virðist ekki taka þessi svör gild. Í niðurstöðu stofnunarinnar segir að ekki hafi komið fram fullnægjandi skýringar á því hvers vegna hún hafi ekki fengið allar upplýsingar sem óskað hafði verið eftir sérstaklega. Það sé alvarlegt að ábyrgðaraðili, sem vinni með persónuupplýsingar og sé auk þess stærsta sveitarfélag landsins, skuli láta undir höfuð leggjast að svara fyrirspurnum eftirlitsvalds.  Slíkt sé ámælisvert.

 

Gildishlaðin smáskilaboð og óþarfa bréf

Persónuvernd er líka nokkuð afdráttarlaus varðandi sms-skilaboðin og bréfin  sem send voru ungu fólki.  Hún segir að texti þeirra hafi verið gildishlaðin og í bréfum, þar sem rætt var um skyldu til að kjósa, hafi hann verið rangur. Hvergi sé minnst á kosningaskyldu í íslenskum lögum.  Þá segir Persónuvernd að bæði smáskilaboðin og bréfin hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun unga fólksins í kosningunum.  Öll bréfin og skilaboðin hafi eingöngu verið merkt Reykjavíkurborg og því ekki gefið til kynna að einhverjir aðrir, eins og Háskóli Íslands, stæðu á bak við sendinguna. Uppruni þeirra og tilgangur hafi því ekki verið skýr. 

Persónuvernd segir að bréfin sem voru send til kvenna  80 ára og eldri og erlendra ríkisborgara hafi ekki einungis verið til upplýsinga og fræðslu heldur hafi þau einnig verið hvatning til að kjósa."

Það má jafna þessu við að borgin sé sökuð um að reyna að hafa áhrif á kosningar með gildishlöðnum skilaboðum.  Jafnframt er borgin sökuð um að hafa í raun leynt upplýsingum og ósamræmi í þeim upplýsingum sem óskað var eftir.

Það er þekkt staðreynd að mismunandi flokkar hafa mismunandi fylgi innan mismunandi hópa.

Því er það alltaf verulega tvírætt og vafasamt ef stjórnvald eins og Reykjavíkurborg reynir að hafa á einhvern hátt áhrif á hegðun kjósenda.  Sérstaklega þegar ákveðnir hópar eru teknir út úr.

Ríkisstjórnir, sveitarstjórnir og önnur yfirvöld eiga ekki að skipta sér af kosningum.  Það vekur alltaf upp spurningar og vírkar tvímælis.

Margir hafa undanfarið lýst yfir áhyggjums sínum af því að nafnlausir aðilar reyni að hafa áhrif á einhverja hópa.

Sýnu alvarlegra högg fyrir lýðræðið er ef stjórnvöld standa fyrir slíku.

 

 

 

 

 

 

Matvara er mjög dýr á Íslandi - ekki síst landbúnaðarvörur

Það er ekki ódýrt að kaupa í matinn á Íslandi. Ég fann það ágætlega þegar ég ferðaðist um landið síðastliðið sumar.

En ef hverju er það?

Þessi niðurstaða er mikil umskipti frá því árið 2012, en þá var Ísland talið ódýrast Norðurlandana ásamt Finnlandi og ódýrast í heildkostnaði við framfærslu.

(En það er rét að hafa í huga að hér er langt í frá um sömu "körfu" að ræða, og því ekki fyllilega samanburðarhæft, þó að vissulega gefi það vísbendingar)

En margt hefur breyst síðan þá, og líklega ekki hvað síst gengið.  Íslenska krónan hefur styrkst.  Þannig ýkjast verðbreytingar upp þegar borið er saman við erlend verð.

Og auðvitað væri fróðlegt að sjá samanburð á breytingum á öðrum rekstrarkostnaði matvöruverslana á sama tímabili.  Hvað hefur launakostnaður stigið, hvað hafa fasteignagjöld hækkað, rafmagn og hiti o.s.frv?

En það sem hjálpar til að Finnar geta verslað svona ódýrt, er að hluta til Putin að þakka, og því innflutningsbanni sem hann setti til Rússlands, var það ekki 2013.

Það hafði gríðarleg áhrif á verðlag landbúnaðarvara, sérstaklega mjólkurafurðir, enda féll útflutningur gríðarlega og hélt áfram að falla árin á eftir. Á milli 2013 og 2016, dróst útflutningur Finna á landbúnaðarafurðum til Rússlands um ríflega 70%, eða eitthvað yfir 300 milljónir euroa.

Þetta hafði gríðarleg áhrif bæði í Finnlandi og "Sambandinu" í heild, sérstaklega austan megin, enda voru fleiri lönd sem höfðu allt í einu offramboð á mörgum landbúnaðarvörum.

Það hefur líka áhrif að "risarnir" tveir á Finnskum matvörumarkaði hafa háð grimmilegt verðstríð, sem hófst á svipuðum tíma. Og það stendur enn yfir.

Bændur eru ekki hressir, enda hafa rannsóknir sýnt að hlutur þeirra í heildarverði fer minnkandi (og afkoma þeirra sömuleiðis), en það gerir reyndar hlutur verslunarinnar einnig. Það eru matvælaiðnaðurinn sem eykur sína hlutdeild.

En ég get tekið undir gagnrýni þeirra Bónusmanna að því marki að þessi könnun sýnir lítið meira en að Íslenskar landbúnaðarafurðir eru mjög dýrar.

Einstaka atriði (fyrir utan hátt verð á Íslenskum landbúnaðarafurðum)könnunarinnar vekja sérstaka athygli. 

Ég bý 80 kílómetra sunnan við Helsinki, þar sem verðlag er að öllu jöfnu örlítið lægra en þar. Sjá má Finna fylla innkaupakörfurnar hér áður en þeir halda heim á leið.

En ég hef aldrei séð 500g af pasta á 26 kr, eins og boðið er upp á í Helsinki, ég hef aldrei seð lítra af appelsínusafa á 88 kr eins og hægt er að kaupa í Osló. Hrísgrjón á 108 kr eru heldur ekki á boðstólum hér.

Önnur verð kannast ég vel við, og margt heldur ódýrar en þarna er nefnt.

En svo kemur Ísland alls ekki illa út í brauði, banönum og hrisgrjónum. En verðið á gulrótum á Íslandi hlýtur svo að vera sérstakt rannsóknarefni.

En heilt yfir þykir mér munurinn oft ótrúlegur á milli borga í þessari könnun. Það er ekki langt á milli Helsinki, Stokkhólms, Osló og Kaupmannahafnar, en munurinn samt sem áður verulegur á mörgum vörum.

En það væri fróðlegt að sjá betur "balanseraða" könnun, sem væri ef til vill nær því sem hefðbundin fjölskylda kaupir inn.

Mér finnst frekar "ódýrt" hjá verkalýðsforingjum að tala eins og sá munur sem þarna kemur fram sé munur á framfærslu í Reykjavík og Helsinki.

Enn "ódýrara" að tala eins og munurinn liggi eingöngu hjá Íslenskri verslun.

En umræðan er þörf, enda velkist enginn í vafa um að matvælaverð er afar hátt á Íslandi og það skiptir máli.

Set hér að lokum, ef einhver hefur gaman af því að skoða "tilboð" í Helsinki, tengla á vefsíður, þriggja verslana, LIDL, K-Supermarket (KESKO), Prisma.

P.S. Bæti hér við 8. febrúar tengli á ágætis umfjöllun hjá Bændablaðinu. Þar er tafla sem segir að hlutfallsleg eyðsla Íslendinga (af launum) sé heldur lægri en hinna Norðurlandaþjóðanna. En líklega eru þetta tölur frá 2017.

Googlaði örlítið og fann þessar upplýsingar frá Eurostat, en þær eru frá 2017. Þær eru ekki alveg samhljóða þeim frá Bændablaðinu, en sýna þó svipaða niðurstöðu, Ísland heldur sigið niðurávið.

P.S.S. Bæti hér við 9. febrúar. Grein frá Ernu Bjarnadóttur á Vísi.is og tentill á grein frá Viðskiptaráði.

 

 

 


mbl.is Furðar sig á samsetningu vörukörfu ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband