Að ríkið styðji fyrirtæki vegna forskots og ofríkis ríkisfyrirtækis

Einhvern veginn finnst mér að fyrirsögnin hér gæti verið yfirskrift þess sem nú er kallað "fjölmiðlafrumvarpið".  Það er að segja um opinbera niðurgreiðslu skattgreiðenda á einkareknum fjölmiðlum.

Þessar hugmyndir eru nokkuð í takt við þróunina á Íslandi, þar sem stjórnmálamenn hafa varla undan við að fá hugmyndir um eitthvað sem þeir vilja að almenningur niðurgreiði.

Allt nema vegi, þar eru komnar fram hugmyndir um að þeir "greiði sem noti".

En út af hverju ganga Íslenskir fjölmiðlar svona illa, að nauðsynlegt sé talið að neyða skattgreiðendur til að leggja þeim lið?

Þar má án efa telja til ýmsar ástæður, en ég hygg að það þyrfti ekki að ræða við marga il þess að sterk staða Ríkisútvarpsins yrði nefnd til sögunnar.

Ég held líka að ef ekkert verður að gert muni sá styrkur ekki gera neitt nema að aukast á komandi árum og hlutföllin á fjölmiðlamarkaði skekkjast enn frekar.

Sívaxandi tekjur Ríkisútvarpsins af útvarpsgjaldi munu sjá til þess, sem aftur gerir stofnuninni kleyft að auka umsvif sín og jafnvel í framhaldinu ná í enn stærri skerf af auglýsingamarkaðnum.

Stóraukin fjöldi íbúa og fyrirtækja, þýðir að sjálfsögðu stórauknar tekjur RUV af nefskattinum.

Margir hafa viðrað þá hugmynd að drage eigi RUV að hluta til eða alveg af auglýsingamarkaði.

Það gæti skilað einhverjum árangri, sérstaklega ef sá tekjumissir yrði ekki bættur upp með öðrum hætti.

En ef árangur á að nást, þarf að minnka umsvif RUV á markaðnum.  Það þarf í raun að draga úr starfseminni.

Ef RUV er með 50% áhorf og er bannað að selja auglýsingar, þá er búið að taka 50% af sjónvarpsáhorfendum af auglýsingmarkaðnum. 

Auglýsingakaupendur fara ekki að kaupa auglýsingar í auknum mæli á Stöð2/Bylgjunni, DV, eða Mogganum til þess að reyna að ná í þann hóp.  Það hefur ekkert upp á sig.

Auglýsendur eru ekki að keppast við að eyða ákveðinni upphæð, heldur eru þeir að kaupa auglýsingar þar sem þeir ná til hugsanlegra viðskiptavina. 

Ef þeir eru að horfa á auglýsingalaust RUV, þýðir lítið að kaupa auglýsingar annars staðar.

Það liggur í hlutarins eðli að þegar einn aðili á markaði nýtur þeirra forréttinda að allir (yfir ákveðnum aldri) þurfa að greiða til hans, óháð því hvort þeir nýti þjónustuna eður ei, þá mun hann til lengri tíma bera höfuð og herðar yfir aðra markaðsaðila.

Svona rétt eins og ein matvöruverslun fengi nefskatt, burt séð frá því hvar menn kysu að versla.

Sú verslun gæti leyft sér lægri álagningu, meira vöruúrval og þar fram eftir götunum, sem myndi svo líklega skila sér í meiri sölu og markaðshlutdeild.

En það eru ekki til neinar einfaldar lausnir til að leiðrétta þetta misrétti.

Ef til vill má hugsa sér að breyta nefskattinum í "fjölmiðlaskatt", sem væri skipt upp í, sjónvarpshluta, útvarpshluta, vefmiðla og dagblöð, sem síðan væri úthlutað úr eftir hlutdeild í neyslu?

Þetta væri ákveðin leið ef einlægur vilji er til þess að fjölmiðlar séu á framfæri skattgreiðenda.

Hitt er svo hvort að þrengja eigi starfssvið RUV? Skilgreina ákveðinn kjarna sem það ætti að sinna?

Svo má líka velta því fyrir sér að ef ekkert Ríkisútvarp væri á Íslandi, væri þá verið að berjast í því að koma því á fót?

Alltaf gott að velta fyrir sér mismunandi möguleikum.

 

 


Gjaldþrot vegna eldsneytisverðs og veikingar gjaldmiðils?

Það er aldrei skemmtilegt að lesa um gjaldþrot fyrirtækja, og alls ekki flugfélaga. Strax koma upp í hugann myndir af ferðalöngum sem strandaglópum í fjárlægum löndum o.s.frv.

En þetta hefur verið algengt upp á síðkstið og einhvers staðar las ég nýlega að á 3ja hundrað flugfélaga hafi lagt upp laupana á síðust 10. árum eða svo.

En hér talar forsvarsmaður Þýska flugfélagsins Germania að félagið sé komið í þrot vegna hás eldsneytisverðs og lækkandi gengis.

Þetta er líklega eitthvað sem Íslendingum finnst þeir hafa heyrt áður, en munurinn er þó sá að hér er verið að tala um euroið.

Á Íslandi kenna svo ferðaþjónustufyrirtæki og útflytjendur um hækkandi gengi um erfiðleika, en innflytjendur barma sér ef það lækkar.

Yfirleitt er eingöngu minnst á ytri aðstæður.

 

 

 


mbl.is Flugfélagið Germania gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar ættu að bjóða Trump til landsins

Ef ég væri starfandi PR-maður hjá Íslensku fyrirtæki s.s. Icelandir, Wow air, eða einhverju þokkalega stóru ferðaþjónustufyrirtæki, myndi ég bjóða Trump og fjölskyldu hans til landsins.

Það er að segja Joshua Trump og fjölskyldu hans.

Fá fyrirtæki til að slá saman, flugfar, hótelgisting, eitthvað út að borða, einhverjar skoðunarferðir, hvalaskoðun o.s.frv.

Hægt að fá góða umfjöllun hér og þar um Trump á Íslandi, Trump.

Held að þetta væri gott tækifæri.


mbl.is Lagður í einelti vegna Trump-nafnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband