Gjaldþrot vegna eldsneytisverðs og veikingar gjaldmiðils?

Það er aldrei skemmtilegt að lesa um gjaldþrot fyrirtækja, og alls ekki flugfélaga. Strax koma upp í hugann myndir af ferðalöngum sem strandaglópum í fjárlægum löndum o.s.frv.

En þetta hefur verið algengt upp á síðkstið og einhvers staðar las ég nýlega að á 3ja hundrað flugfélaga hafi lagt upp laupana á síðust 10. árum eða svo.

En hér talar forsvarsmaður Þýska flugfélagsins Germania að félagið sé komið í þrot vegna hás eldsneytisverðs og lækkandi gengis.

Þetta er líklega eitthvað sem Íslendingum finnst þeir hafa heyrt áður, en munurinn er þó sá að hér er verið að tala um euroið.

Á Íslandi kenna svo ferðaþjónustufyrirtæki og útflytjendur um hækkandi gengi um erfiðleika, en innflytjendur barma sér ef það lækkar.

Yfirleitt er eingöngu minnst á ytri aðstæður.

 

 

 


mbl.is Flugfélagið Germania gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úr fréttinni: "Hækk­un á eldsneytis­verði auk veik­ing­ar evr­unn­ar gagn­vart doll­ar­an­um..."

Ef mér skjátlast ekki, þá er eldsneyti almennt verðlagt í dollurum (sem er m.a. ein ástæða þess að evran hefur alrei komist á þann stall sem marga dreymdi um).  Þannig varð eldsneytið enn dýrara en sem nam hækkun heimsmarkaðsverðs, þar sem færri dollarar fengust fyrir hverja evru (sem tekjurnar voru í).

Sum flugfélög tryggja sig gagnvart slíkum verðsveiflum, önnur taka áhættuna og veðja á að þau græði nógu mikið þegar aðstæður eru hagfelldar til að geta staðið af sér skellinn þegar þær eru það ekki.  Það heppnast ekki alltaf, eins og dæmin sýna.

Þegar gengi íslensku krónunnar hækkar, þá koma færri krónur í kassann hjá útflutningsgreinum þótt innlendur kostnaður lækki ekki.  Þess vegna er það lífsnauðsynlegt að krónan hækki ekki um of, því annars verður ekkert eftir til að borga fyrir "of ódýran" innflutning.

Til lengri tíma litið getur hagkerfið ekki staðið undir meiri innflutningi en sem nemur þeirri virðisaukningu sem verður til og seld er úr landi og skilar sér á endanum til launþega.

Það er þess vegna miður þegar fólk hér á landi ruglar of háu gengi saman við bætt lífskjör, því það er skammgóður vermir ef fólk hefur ekki atvinnu til að afla lífsviðurværis.

Það er samt ekkert skárra að gengið sé svo lágt að almenningur hafi ekki efni á innfluttum vörum.  Hinn gullni meðalvegur er hins vegar vandfundinn í þessu eins og svo mörgu öðru.

TJ (IP-tala skráð) 8.2.2019 kl. 11:19

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@TJ, þakka þér fyrir þetta. Ekkert væri meira fjarri mér en að ætla að spá um framtíðina, nema þá ef til vill að spá fyrir um framtíðargengi gjaldmiðla.

En hvað oft höfum við heyrt að Íslenska krónan "sé ónýt", og fyrirtæki geti ekki starfað með hana og svo framvegis.

Auðvitað get ég skilið að allir vilji stöðugri gjaldmiðil, hver vill það ekki?

Og lítil hagkerfi þurfa sérstaklega að huga að efnahagstjórnun, enda hagkerfi þeirra alla jafna viðkvæmari.

En þarna kennir fyrirtækjastjórnandi euróinu um sín vandræði.  Sjálfsagt rétt, hann hafði tekjur í euro, en hluta útgjalda í dollar.

Það sama gerist um víða veröld.

Og fyrirtækjarekendur þurfa að taka tillit til þess...  á Íslandi, á Eurosvæðinu, í Bandaríkjunum, Kína og víðar.

G. Tómas Gunnarsson, 8.2.2019 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband