Er munur á #metoo og #hann/hún (setjið inn nafn að eigin ósk) did?

Nú fer fram hávær umræða um réttlæti þess að á netið séu sagðar alls kyns sögur um kynferðislegt ofbeldi, áreiti og svo framvegis.

Nýlega kom fram #Metoo, og að var stórmerkilegt framtak. Sumar sögurnar sem ég las fengu hroll til að skríða upp bakið á mér, og hafið ég þó talið mig hafa orðið vitni að "ýmsu".

En þær sögur voru frásagnir sem ekki beindust að neinum, ef svo má að orði komast, nema ef til vill því sem má kalla "karlægri menningu" og auðvitað að einhverju marki okkur körlum.

Auðvitað má, ef vilji er fyrir hendi, draga sannleiksgildi í efa, en það verður þó aldrei aðalatriðið þegar slíkar frásagnir eiga í hlut.

En þegar slíkar "herferðir" beinast gegn einstaklingi fær það mig vissulega til þess að staldra við og hugsa málið.

Ég vil taka það fram að ég er með þessu ekki á neinn hátt að taka afstöðu til sannleiksgildis eins eða neins.

En um slíkt hlýtur þó að gilda önnur lögmál, heldur en þegar um baráttu eins og #Metoo var að ræða.

Ef ég segi að Bjarnfreður Geirsdóttir (nafnið á móður Georgs "vinar okkar allra" úr Vaktaseríunum), hafi áreitt mig kynferðislega snemma á 9. áratug síðustu aldar, og ég hafi átt svo andlega erfitt í kjölfarið að kæra hafi aldrei komið til greina, en hafi hugrekki til þess að koma fram nú 35. árum síðar, hvaða rétt hef ég?

Ég kærði ekki, brotið er fyrnt, en ég kýs að rifja það upp nú. 

Hvaða möguleika á Bjarnfreður á því að grípa til varna?  Hvað getur hún sagt sem sannfærir alla "lesendur" um sakleysi sitt (ef við nú gefum okkur að sú sé raunin)?

Við þekkjum líklega mörg söguna um Jimmie Saville, en það eru önnur nöfn sem vert er að gefa gaum, s.s. af Cliff Richards, og svo Edward Heath.

Cliff Richards þurfi að lögsækja bæði fjölmiðla og lögreglu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot sem áttu að hafa staðið um áratuga skeið.

Ásakanir um umfangsmikið barnanið og jafnvel morð, sem áttu að hafa verið framin af Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, komu fram all löngu eftir andlát hans. Talað var um umfangsmikinn barnaníðingshring í Westminster.

Þær kölluðu á umfangsmikla rannsókn Scotland Yard sem, til þess að gera langt mál stutt, endaði með því að "fórnarlambið" þurfti að svara til saka fyrir falskar aðdróttanir, lygar og blekkingar.

En á meðan hinni umfangsmiklu rannsókn stóð, lét einn af þeim sem þekkt hafið Heath, hafa eftir sér:

Lincoln Seligman, who knew Sir Edward for 50 years, said: "If you make a mass appeal for victims you are sure to get them, whether they are legitimate or not."

Breska lögreglan eyddi vel á fjórða hundrað milljónum íslenskra króna í rannsóknina, en hún endaði með "aðal ákærandann" fyrir rétti.

En það er rétt að taka það fram að auðvitað veit ég ekkert meir um sekt eða sakleysi Cliff Richards eða Edward Heath, en það sem ég hef lesið í fjölmiðlum.

Ég held líka að það megi nokkurn veginn ganga út frá því sem vísu að ásakanirnar muni loða við nöfn þeirra um fyrirsjáanlega framtíð.

Enn og aftur vil ég taka það fram að með þessum pistli er ég ekki að taka afstöðu til ásakana sem birst hafa nýlega á Íslenskri vefsíðu.

Þessum pistli er meira ætlað að koma á framfæri áhyggjum af þróuninni, ef slíkt verður að "norminu" í framtíðinni.

Það er þekkt að fáar fjaðrir geta orðið að heilum "Lúkasi".

En er einhver stofnun á Íslandi sem gæti leitt hið sanna í ljós í slíkum málum?

Eða telja Íslendingar þörf á að koma á fót slíkri stofnun?  Er það yfirleitt hægt?

 

 


Illa undirbyggð umsókn um "Sambandsaðild"

Ég held að margir hafi gert sér grein fyrir því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu árið 2009, var illa undirbúin og í raun gerð með flausturs- og flumbrugangi.

"Töfralausnin" reyndist tálsýn og gerði lítið annað en að kljúfa þjóðina á erfiðum tímum.

En hefði verið staldrað við, málið rætt við og á meðal almennings hefði niðurstaðan líklega orðið annað hvort af tvennu:  Hætt hefði verið aðildarumsóknina, eða að umsóknin hefði verið betur undirbyggði og notið stuðnings meirihluta kjósends (þeirra sem hefðu tekið þátt í þjóðaratkvæðinu).

En ríkisstjórn þess tíma hlustaði ekki á þess háttar rök. Jafnvel þeir sem voru á móti aðild felldu að efnt yrði til þjóðaratkvæðis.  Það væri fróðlegt að heyra rök færð fyrir slíku, en ég á ekki von á að heyra slíkt.

En svo snerist afstaðan til þjóðaratkvæðis hjá mörgum sem felldu slíkt árið 2009, þegar sótt var um aðild, þegar draga átti aðildarumsóknina til baka.

Þá töldu þeir nauðsyn á þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þeir virtust telja það mikið stærra mál að draga umsóknina til baka, heldur en að leggja hana inn.

Þá var umsóknin í raun steytt á skeri, enda treysti ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu til að halda aðlögunarviðræðunum áfram í ársbyrjun 2013.

Ekki hafði tekist að opna kafla um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál og Steingrímur raunar farið sneypuför til Brussel og verið neitað um rýniskýrslu "Sambandsins" um sjávarútvegsmál.

En það er óskandi að lærdómur verði dregin af málinu.

Ég er enn þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekkert erindi í Evrópusambandið, en ef svo fer að einhverntíma í framtíðinni verði ákveðið að sækja aftur um "Sambandsaðild", þá verði í það minnsta kosti betur staðið að undirbúningi en var árið 2009.

Lágmark er að um málið ríki góð sátt innan ríkisstjórnar, en það er líka æskilegt að  málið njóti óvengjanlega stuðning meirihluta kjósenda.


mbl.is Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband