Mikil og varanlega áhrif Costco - til góðs fyrir Íslenska neytendur

Það er vissulega magt umhugsunarvert sem má lesa í þessu stuttu viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga.

Eitt er að fyrirtækið sé búið að fækka verslunarfermetrum um 20.000. Hvað skyldi mega fækka um marga verslunarfermetra á Íslandi og samt selja sama magnið? 

Hvað skyldi mega fækka um margar bensínstöðvar á Íslandi og samt yrði enginn bíll bensínlaus?t

Finnur segir í viðtalinu að þeir séu stærsti innkaupaðili á Íslandi (sem ég dreg ekki í efa) og hann trúi ekki að Costco fái betri verð en Hagar.  Hljómar það trúverðuglega?

Costco er mörgum sinnum stærri en Hagar og geta boðið upp á mörgum sinnum meira sölumagn (fyrir framleiðendur) og mun hagkvæmari dreifingu.r

Ég veit ekki hvernig málum er háttað á Íslandi, en í Kanada, þar sem ég hef mesta reynslu af Costco, tók Costco t.d. aðeins eina tegund af kreditkortum og altalað var að þeir borguðu mun lægri upphæð í þóknum en eiginlega öll önnur fyrirtæki. Árum saman var Costo eina ástæðan fyrir því að við hjónin vorum með American Express.

Og jafnvel þó að þeir taki við fleiri tegundum á Íslandi, hversu auðvelt væri fyrir Costco að tryggja sér lægra þóknunargjald á Íslandi jafnt sem í öðrum löndum?

Þetta er bæði kostur og galli "heimsvæðingarinnar", alþjóðleg fyrirtæki standa betur að vígi, en þau færa neytendum jafnframt kjarabætur. (Það má að einhverju marki deila um það á Íslandi, enda tapa lífeyrissjóðir Íslenskra launamanna mjög líklega stórum upphæðum á fjárfestingu sinni í Högum).

Heilt yfir sýnist mér hafið yfir allan vafa að Costco hefur stuðlað að verðlækkun á Íslandi.

Það er vert að taka eftir því að fyrirtæki eins og Costco og H&M hefja starfsemi á Íslandi án þess að það virðist að Íslenska krónan standi þar í vegi. Hins vegar er ef vill vert að velta því fyrir sér hvort að það sé tilviljun að bæði fyrirtækin komi til landsins stuttu eftir að mikið af tollum og vörugjöldum er fellt niður.

Staðreyndin er sú að Íslenskir kaupmenn höfðu gott af samkeppninni. Frá mínum sjónarhóli virðast þeir um of hafa einbeint sér að því að "dekka plássið" og vera sem víðast.

En þó að við teljum að nóg sé af benínstöðvum á Íslandi, þá er ekki þar með sagt að það sé ekki þörf á einni í viðbót.

Það er einmitt það sem Costco sannar. Reykjavíkurborg dró lappirnar við samþykkt bensínstöðvar þar sem Costco vildi hugsanlega starfa.

Með "skipulagi" hafa stjórnir sveitarféalga einmitt lagt stóra steina í götu samkeppni.

En sem betur fer koma alltaf með reglulegu millibili, einhver eins og Costco sem hristir upp í markaðnum.

Það er það sem þarf, og það sem verslunarfrelsi getur tryggt, ef við leggjum ekki of stóra steina í götu þess.

 

 

 

 


mbl.is Áhrif Costco mikil og varanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð framþróun eða?

Það þykir líklegt að þeim muni fjölga jafnt og þétt málaflokkunum þar sem meirihluti aðildarríkja Evrópusambandsins ákveður stefnuna og hin ríkin verða að sætta sig við og fylgja þeim.

Með þessu tekur "Sambandið" á sig aukna ímynd sambandsríkis, og ásýnd ríkjabandalags minnkar.

Að mörgu leyti má líklega segja að þetta sé "Sambandinu" til góðs, þ.e.a.s. ef við teljum að sambandsríki sé það sem sé "Sambandinu" hollast að stefna að.

Hinu verður þó varla á móti mælt að þetta dregur úr áhrifum smærri ríkjann, eykur skipandi boðvald "Sambandsins" og dregur enn frekar úr fullveldi aðildarríkjanna en orðið er.

Ég á ákaflega bágt með að skilja hvernig á að halda því fram með góðu móti að aðildarríkin séu fullvalda og enn verður hoggin af fullveldi þeirra stór sneið ef skattamálin falla undir ákvörðunarvald "Sambandsins".

Það sem er þó mikilvægast, hvort sem við erum þeirrar skoðunar að Evrópusambandið eigi að stefna að því að verða sambandsríki eður ei, er að ræða um hlutina eins og þeir eru.

Sem sé að "Sambandið" sé að seilast eftir æ stærri sneið af fullveldi aðildarríkjanna, og að þau hafi í raun ekki óskorað fullveldi.

Svo getum við velt fyrir okkur og rökrætt hvort að fullveldi Íslands sé okkur einshvers virði, hvort og hvað mikið við myndum vilja gefa eftir af því í þeim tilgangi að ganga í "Sambandið".

Eða kjósum við fullveldið og að stand utan þess?

Um þetta eru örugglega skiptar skoðanir.

Ég skipa mér í þann hóp sem vill halda í fullveldi Íslands og hafna aðild að Evrópusambandinu.

 

 

 

 


mbl.is Vill afnema neitunarvald ríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hinum pólítísku ásum

Mér var bent á að þriðja kosningaprófið (ég skrifaði hér um mbl.is og RUV áður) væri á finna á á vef Stundarinnar.

Ég fyllti það út eins og hin og útkoman kom í sjálfu sér ekki á óvart.  En kosningaprófið endar á að sína stöðu þátttakandans á hinum pólítísku ásum og gagnvart stjórnmálaflokkunum.

Ég tók því prófið aftur og gaf engar upplýsingar um kyn eða annað og setti hlutleysi við öllum spurningum sem svar.

Það gaf þessar niðurstöður um hvernig Íslenskir stjórnmálflokkar raða sér á hnitin.

Það þarf vissulega (ætti raunar ekki að þurfa að taka það fram) að taka öllum sem þessu með fyrirvara, enda mannana verk.

En það er að mínu mati fróðlegt að sjá hvernig þetta raðast upp í þessu tilfelli, þó að ég sé ef til vill ekki 100% sammála því hvar hver flokkur er.

Kosningaprof Stundin hnit

 

P.S. Þess má svo bæta við hér til gamans fyrir þá sem hafa gaman af því að velta fyrir sér orða og hugtakanotkun, merkingu orða og hugtaka og hvernig við notum þau og hvernig og hversvegna þau hafa verið að breytast.

Myndum við líta öðrum augum á grafið hér að ofan, ef í stað "breytingasinnaður", stæði "róttækur", í stað "félagshyggju" stæði "sósíalismi". Önnur orð sem oft er notuð í Íslenskri stjórnmálaumræðu eins og frjálslyndi, er líklega eitt dæmi sem er túlkað á næstum óteljandi vegu.


Bloggfærslur 25. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband