Færsluflokkur: Aulahúmor

Hin hræðilega Kamala

Nú þegar allt bendir til þess að Joe Biden verði réttkjörinn forseti Bandaríkjanna sendi Finnskur vinur minn mér tölvupóst.

Innihald tölvupóstsins var að vara mig við (meira í góðlátlegu gríni en alvöru þó) kjöri Biden og Kamala Harris sem varaforseta.

Hann vildi meina að meiri líkur en minni væru á því að Joe Biden entist ekki lífsþrótturinn út kjörtímabilið og Kamala Harris tæki við.

Benti jafnramt á að á Finnsku þýddi orðið "Kamala" hræðilegt, eða "terrible" eins og hann skrifaði á Ensku.

Ég leitaði á náðir Google translate sem staðfestir þessa miður skemmtilegu niðurstöðu.

Hvort að hér sé um að ræða einhvern "Finnagaldur" eður ei, ætla ég ekki að dæma um, en það má hafa gaman af svona "póstsendingum".

P.S.  Hér hefur ekki verið bloggað um all lang hríð, en vonandi verður bragarbót þar á.

Þessa færslu ber þó ekki að taka sem alvarlega "political statement":  En vonandi hafa einvherjir gaman af henni. Ef ekki er það mér að meinalausu.

 

 

 

 


"Jákvæðar rangfærslur" varðandi kórónusjúkdóminn (ekki taka þetta of alvarlega)

Það hefur all nokkuð fjallað um alls kyns rangfærslur um það sem geti hjálpað einstaklingum í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir að vera "krýndur".

Flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að koma að engu læknisfræðilegu gagni.  En það þýðir ekki að við eigum að hundsa þær og svo kemur "sálfræðifaktorinn" líka inn í.

Það er t.d. nokkuð ljóst að 40% alkóhól er ekki nógu sterkt til þess að drepa veiruna. 

En varla getur það skaðað að skola hálsinn með góðu koníaki eða viskí eftir vikulega búðarferð.  Ef það hjálpar ekki situr í það minnsta eftir gott bragð og ánægjuleg tilfinning.

Það tryggir ekki neitt að borða hvítlauk, en margir vilja þó halda því fram að það hjálpi ónæmiskerfinu.

En ef þú ert einn í samkomubanni (eins og ég), eða þeir sem eru með þér eru sömuleiðis til í hvítlaukinn, hverju hefurðu að tapa?  Er það ekki týpísk win/hugsanlegt win staða?

Að drekka sítrónusafa gerir þig ekki ónæma/n fyrir "Kórónunni", en ef þú ert hvort sem er að fá þér G&T, eða smá vodka, þá gerir það ekkert nema gott að setja sítrónubát út í. 

Ekki hika við það.

Reyndar er hvorki gin né vodki nauðsynlegt.  Sódavatn með sítrónu er klassadrykkur.

Það sama má segja um marga ávexti og ber. Þeir koma ekki til með að hindra Kórónuveiruna, en þeir eru stútfullir af vítamínum og alls kyns öðru gumsi sem munu ekki gera þér neitt illt.

Það hefur líka verið sagt að gulrætur séu góðar í baráttunni við "Kórónuna".  Ekkert bendir til þess, en ef þú ert sísvangur í samkomubanni, þá er hægt að borða margt verra.

Eina það sem þarf að hafa í huga að ef þú borðar mikið af t.d gulrótum eða sætum kartöflum, er hugsanlegt að á menn komi örlítið gulur/appelsínugulur blær.  Slíkir einstaklingar njóta ekki mikilla vinsælda þessa dagana. Þetta er því varasamt fyrir ljóshærða.

Margir hafa hafa talað um hunang og t.d. engifer.  Það er ekkert sem bendir til þess að þetta komi í veg fyrir að þú smitist af vírus, eða lækni þig.

En rétt hlutföll af hunangi, ferskum engifer, sítrónusafa og heitu vatni, hafa ekki eingöngu alltaf hjálpað mér til að líða betur þegar ég hef verið veikur, heldur bragðast (að mínu mati) konunglega.

En svo allrar sanngirni sé gætt, hafa Vaktaseríurnar og kvikmyndin Bjarnfreðarson rétt eins og hunang/engifer/sítróna, látið mér líða betur í veikindum.  Það má enda segja að ég horfi á þær flest ár, akkúrat þegar einhver leiðinda flensa nær tökum á mér í einhverja daga.

Ég er búinn að horfa á  allar Vaktirnar, plús Bjarnfreðarson á þessu ári(gerði það um miðjan mars). Hrein snilld.

En líklega hafa þær engan forvarnar- eða lækningamátt gegn Kórónavírusnum. Mér er þó ekki kunnungt um hvort að það hafi verið rannsakað.

En hláturinn er sagður lengja lífið, ég er næsta viss um að gleðin gerir það líka.

 


Að búa þar sem sólin ekki skín

Ég hef nú áður skrifað hér um staðarnöfn í Eistlandi og hvernig fjölskyldan gerir grín að mismunandi merkingu orða í þeim tungumálum sem við notum.  Það var í tengslum við frétt hér á mbl.is, um kappleik á milli Tapa og Viljandi.

En ef menn vilja búa "þar sem sólin ekki skín", er tilvalið að búa í litla þorpinu Rassi, sem er einmitt ekki nema steinsnar frá Viljandi.

Í Rassi búa eitthvað í kringum 30 einstaklingar og póstnúmerið endar á 007 (að vísu með 72 fyrir framan).

En eftir því sem ég kemst næst er þó framboð af fasteignum til sölu  lítið í Rassi.

 

 

 


"Ruslpóstarar" fylgjast með tíðarandanum

Sem betur fer fæ ég ekki of mikið magn af ruslpósti, en alltaf er nú eitthvað.  Það eru meiri líkur til þess, virðist vera, að vinna í happdrættum sem ég hef ekki keypt miða í (aldrei vinn ég í þeim sem ég kaupi miða í), einstaklingar sem ég hef aldrei hitt, en bera sama föðurnafn og ég hafa og arfleitt mig að háum upphæðum.

Það ber líka einstaka sinnum við að ég fái póst frá konum sem ég  hef aldrei hitt og hafa hrifist af mér, og merkilegt nokk, virðist það algengara en á meðal kvenna sem ég hef hitt.

Svo hafa auðvitað borist tilboð um að lagfæra líkamsparta og annað slíkt.

En í dag barst mér fyrsti pósturinn þar sem mér er boðið að verða umboðs og dreifingaraðili í Evrópu, fyrir fyrirtæki sem framleiðir andlitsgrímur og annan hlífðarbúnað.

Það er "bransinn" sem allir vilja vera í núna.

 


Að vakna eftir vetrarsvefn

Oft er þörf en nú er nauðsyn, það er meiri þörf fyrir skemmtileg myndbönd en nokkru sinni fyrr.

Hér er skemmtilegt myndband af birni sem er að vakna eftir vetrarsvefn.

 

 

 

 

 

En ef vilji er til að tengja þetta við ástandið í dag, má velta því fyrir sér hvort að hann sé á leið á hlutabréfamarkaði.


Varúð: Fimmeyringur

Það hefur auðvitað alltaf verið varasamt að keyra Á móti sól, sérstaklega þegar hún er lágt á lofti í janúar og febrúar.


mbl.is Á móti sól í bílslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Satanísk meðallaun

Það er ekki nema von að það gangi á ýmsu í VR og sýnist sitt hverjum.  Meðallaunin eru einfaldlega satanísk.

Sjálfsagt munu margir líta svo á að að djöfullinn spili í félaginu.

Við verðum að vona meðallaunin hækki eða lækki fljótlega, annars er voðinn vís.

 

 

 


mbl.is 666 þúsund króna meðallaun í VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmeyringur: Loo í skítamálum

Það er eiginlega ekki hægt að forðast þennan fimmeyring, hversu mikið sem reynt er.

Að Loo megi ekki tengjas salernin við fráveituna er einn af þessum fimmeyringum sem lífið býður svo reglulega upp á.

Vissulega er fimmeyringurinn betri á enskunni, "Loo can not connect caravans to sewage".

En það er þetta með frárennslismálín, upp á Enskuna:  Shit happens.


mbl.is Loo má ekki tengja hjólhýsi við fráveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg tilviljun?

Það er óneitanlega skemmtilegt að daginn eftir að umræður spunnust á Alþingi um að orðnotkunin "hagsýnar húsmæður" væri óviðeigandi, skuli vera lagt fram frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra.

Það er meira að segja búið að biðjast afsökunar á notkuninni.

Það er því varla seinna vænna að leggja niður óviðeigandi orlof, eða hvað?

Varla fara þær í stórum hópum í slíkt orlof nú til dags?

En hvaða þingmenn skyldu verða á móti niðurfellingu laganna?

Varla hinar meintu "hagsýnu húsmæður"?

 

 


mbl.is Húsmæðraorlof verði afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað horfir Donald Trump á frá Olympíuleikunum?

Hér eru tveir brandarar sem mér voru sagðir af syni mínum sem rakst á þá á internetinu. Einfaldir en góðir og ollu góðum samræðum okkar á milli, eftir að við hlógum dátt.

Hver er eina greinin sem Donald Trump hefur áhuga fyrir á Olympíuleikunum?

Stangarstökk. Hann vill sjá hvað mexíkönsku keppendurnar stökkva hátt.

Hvað gerir Usain Bolt ef hann missir af strætó?

Hann bíður eftir honum á næstu stoppistöð.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband