Færsluflokkur: Viðskipti

Af olíuhreinsun

Ég verð að viðurkenna að mér kom nokkuð á óvart sú hugmynd að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, en finnst þó fráleitt að henda þeirri hugmynd frá borði án þess að fá allar staðreyndir og upplýsingar upp á borð.

Þar væri lægi líklega beinast við að leita til Norðmanna, fá upplýsingar hjá þeim hvernig þeir hafa staðið að uppbyggingu á sínum hreinsistöðvum, hvernig framþróun hefur verið í hönnun slíkra hreinsistöðva, hversu mikil mengun er frá slíkum stöðvum, hvers eðlis sú mengun er og þar fram eftir götunum.

Það má til sanns vegar færa að aukin umferð olíuskipa hlýtur að auka hættuna á mengunarslysi.

Það er þó einnig ljóst að það er afar líklegt að umferð olíuskipa nálægt Íslandi geri ekkert nema að aukast á næstu árum.  Olíuframleiðsla í Rússlandi á án efa eftir að aukast á næstu árum og áratugum og ekki telst óeðlilegt að þó nokkur hluti þeirra framleiðslu verði fluttur vestur um haf.

En í fyrstu koma upp 2. spurningar sem ég velti nokkuð fyrir mér.

Sú fyrri er sú hvort að alþjóðalög veiti Íslendingum nokkra heimild til að banna slíkum olíuskipum að sigla á milli Íslands og Grænlands?  (það er að segja í lögsögu Íslands).  Ef svo er ekki eykst hættan líklega ekki svo mikið þó að skipin stoppi á Vestfjörðum.

Hin spurningin sem kom upp í hugann, er sú hver er ávinningur eigandanna af því að reisa slíka olíuhreinsunarstöð á Íslandi?  Nú hefur komið fram í fréttum að starfsemin sé ekki orkufrek, þannig að varla er þá verið að sækjast eftir ódýrri og öruggri orku.  Laun á Íslandi eru margföld á við það sem gerist í Rússlandi, þannig að ekki er ódýrara að reka verksmiðjuna á Íslandi en þar.  Þekking á slíkum rekstri (og vant starfsfólk) hlýtur sömuleiðis að vera mun algengari bæði í Rússlandi og Vestanhafs.

Hvers vegna ekki að hreinsa olíuna í Rússlandi, eða á áfangastað Vestanhafs?  Hver er ávinningurinn af því að hreinsa olíuna á Íslandi?

Ég verð að viðurkenna að ég sé hann ekki í fljótu bragði.


3.2 billjónir kílómetra af rótum?

Það er að Bjórá eins og svo víða að hingað berst umtalsverður "ruslpóstur".  Oft bölva ég kamínuleysi heimilisins, en þetta fer flest ólesið beint í bláa endurvinnslukassann.  En stundum tek ég þó eftir einni setningu, eða einu slagorði.  Það gerðist í morgun og fær þessi auglýsing því að fljóta hingað inn, því mér þótti skringilega og skemmtilegt sjónarhorn dregið fram þar.

En auglýsingin var sem hér segir:

"Your lawn has over 2 billion miles of roots.  Do you want to take care of all that?

GreenLawn does."

Eða snarað yfir á Íslenskuna:

"Á lóðinni þinni eru ríflega 3.2 billjónir kílometra af rótum.  Vilt þú þurfa að að hugsa um þá alla?

GrænaLóðin geri það."

Ekki hef ég áður hugsað um hve mikið og óeigingjarnt starf ég inni af hendi í garðinum, en það er ekki að undra þó að ég sé gjarna hálf þreyttur eftir það.

Þetta er klassa auglýsingamennska, en bæklingurinn er samt sem áður á leiðina í endurvinnsluna, án þess að hringt hafi verið í fyrirtækið.


Athyglivert framtak - Kolviðarhól

Aukin skógrækt er vissulega af hinu góða, og ég væri alveg reiðubúinn til að leggja þessu máli lið, þó að ég hafi mínar efasemdir um ástæður hlýinda á jörðinni, en það er önnur saga. 

Það er líka hvorutveggja prýði að trjám sem og eins og kemur fram þá binda þau kolefni og gefa frá sér súrefni og bæta því andrúmsloftið. 

En eitt skil ég þó ekki alveg í PDF skjalinu sem fylgir með fréttinni.  Það er að það þurfi að planta 7 milljónum trjáa árlega og að hver bílstjóri þyrfti að gefa (sem þumalputtaregla) sem samsvaraði andvirði einnar tankfyllingar.

Nú myndi ég þyggja frekari útskýringar, því ég hélt einfeldni minni að trén "ynnu" fyrir okkur ár eftir ár, og raunar ykist "vinnuframlag" þeirra eftir því sem þau yrðu stærri.

Það sem ég hefði áhuga á að vita er hvað þarf mörg "meðaltré" til að "dekka" einn "meðalbíl" sem er ekið t.d. 20.000km á ári?

Þess utan velti ég svo auðvitað fyrir mér hvað ég "kemst langt" á risastóra silfurhlyninum sem prýðir bakgarðinn hjá mér, og skilar ekki aðeins sínu í kolfefnisbindingu, heldur býr til þægilegan skugga í garðinum og skýlir húsinu að hluta til fyrir sólinni og sparar þannig drjúgar fjárhæðir í loftkælingu.  En það er líklega ekki svo einfalt að reikna það út.


mbl.is Umhverfisverkefninu Kolviði hleypt af stokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Put The Money Where Your....

Miðað við fréttir helgarinnar reikna ég með því að "launaleynd" hafi verið aflétt hjá Glitni á mánudagsmorgun.

Er varla að efa að laun starfsmanna hefur verið aðalumræðuefnið í matar og kaffitímum.


Til hamingju

Ég vil auðvitað byrja á því að óska Samfylkingunni til hamingju með hve vel þeim hefur tekist að ná valdi á fjármálunum, þrátt fyrir erfitt efnahagsástand (að þeirra mati). 

Það er gott að fyrirtæki og einstaklingar á Íslandi hafa getað gaukað einhverju að flokknum, þrátt fyrir erfið ytri skilyrði sem þeim hafa verið búin á undanförnum árum, á því sést að hugsjónir eru ekki dauðar.

En þó að sundurliðað bókhald Samfylkingarinnar liggi sjálfsagt opið fyrir öllum þeim sem um sig kæra að glugga í það, verð ég viðurkenna að mér liggur það nokk í léttu rúmi hvaða fyrirtæki eða einstaklingar hafa gaukað að flokknum fé, það er þeirra mál.

Hitt hefði ég mikinn áhuga á að vita, bæði hvað varðar Samfylkinguna og aðra flokka, og þætti fengur í því ef fjölmiðlamenn tækju upp þá spurningu fyrir mig:

Hvað er hlutfall framlaga frá einstaklingum og fyrirtækjum til Samfylkingarinnar á móti framlögum ríkisins?

Ég held og vona að ég sé ekki einn um það að hafa áhyggjur af sívaxandi fjáraustri hins opinbera til stjórnmálaflokka.


mbl.is Afgangur af rekstri Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lang stærsti blóraböggulinn

Það hefur mátt skilja það á mörgum að framkvæmdirnar við Kárahnjúka og á Reyðarfirði beri ábyrgð flestu því sem afvega hefur farið á undanförnum árum.  Öll þenslan, háu vextirnir, aðstreymi útlendinga, hátt gengi krónunnar,  slök staða sumra "sprotafyrirtækja", erfiðleikar útflutningsfyrirtækja og ýmislegt annað hefur aflega farið vegna framkvæmdanna fyrir Austan.

Vissulega eru framkvæmdirnar stórar og lántökurnar tengdar þeim sömuleiðis.  En, stærstur partur af lántökunum fer beint úr landi aftur (ef hann kemur nokkurn tíma til Íslands) þegar féð er notað til að greiða verktökum, vélasamstæður og annað slíkt.  Sömuleiðis hefur fjöldi þeirra Íslendinga sem vinnur við framkvæmdina verið mun minni heldur en reiknað með, sem enn dregur úr þeim upphæðum sem verða eftir í landinu.

Vissulega er þó sitt hvað umleikis fyrir Austan, það þarf að kaupa mat í mannskapinn (líklega hefur Íslenskur landbúnaður notið þar góðs af svo dæmi séu tekin), salan í Ríkinu fyrir Austan hefur líklega aukist og sömuleiðis hefur ýmis þjónustuiðnaður notið góðs af.  Þannig verður vissulega þónokkuð eftir, en að mínu mati minna en margir hafa viljað halda fram.

Mér er til dæmis sagt að á meðan við framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun stóðu sem hæst, hafi mun fleiri Íslendingar verið að störfum þar en við Kárahnjúka (hér verð ég að viðurkenna að ég hef engar heimildir að leggja fram).  En hvaða stjórnmálaflokkar stjórnuðu þeirri uppbyggingu?  Ef til vill þeir sömu sem mest tala um þensluáhrifin fyrir Austan?

Sömuleiðis stóðu yfir virkjanaframkvæmdir á Suðurnesjum.

En það er auðvitað þægilegra að tala um framkvæmdirnar fyrir Austan.

Hvernig er staðan í dag, hvað er hátt hlutfall af þeim útlendingum sem vinna á Íslandi að störfum fyrir Austan?

Á undanförnum árum hefur krafturinn í byggingaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu verið með eindæmum og bankarnir hafa stóraukið útlán sín á því sviði, sem og öðrum.

En það er auðvitað þægilegra að tala um framkvæmdirnar fyrir Austan.

Staðreyndin er sú að þenslan hefur að stærstum hluta átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu, þar vantar flest fólk til starfa, þar hefur launaskriðið verið mest og uppbyggingin hröðust.

Verðbólgan fór ekki af stað vegna þess hve gríðarlega húsnæði hækkaði út á landsbyggðinni, né heldur vegna þess að þjónustufyrirtæki þar yrðu að hækka vörur sínar og þjónustu vegna aukins launakostnaðar.

En hvað hefði átt að gera?

Það er erfitt að eiga við hagsveiflur, og því minna þarf til að koma þeim af stað sem hagkerfin eru minni.  Mikið afl hefur verið í Íslensku efnhagslífi undanfarin ár, en því miður því sem næst eingöngu á höfuðborgarsvæðinu.  Þar hafa farið í fararbroddi bankarnir, sem eftir einkavæðingu hafa bókstaflega sprungið út.

Hefði hið opinbera átt að takmarka starfsemi þeirra til að hafa hemil á þenslunni?  Held ekki.

Hefði hið opinbera átt að reyna hindra uppbyggingu orkuvera á SuðVestur horninu þangað til hægðist um?  Held ekki.

Hefði hið opinbera átt að draga fæturna hvað varðar samninga varðandi Kárahnjúka og álver á Reyðarfirði?  Held ekki.

Sem betur fer minnkar hættan á því að stórar sveiflur verði, eftir því sem hagkerfið verður stærra og fleiri stoðum undir það rennt.  En ég er samt hræddur um að þetta sé ekki síðasta hagsveiflan sem Íslendingar eiga eftir að upplifa, að allt eigi eftir að renna hægt upp á við hér eftir.  Held ekki.

 

 


Fagra Keilisnes

Já þeir eru margir sem líst vel á að byggja álver á Keilisnesi janft innan Samfylkingar sem utan, bygging álvers þar enda gamall "kratadraumur".

En Jón verður ekki á þingi á næstu kjörtímabili til að leggja þessu máli lið, en svo er líka spurningin hvort að ekki sé rétt að hafa kosningu á meðal íbúa í Vogum.

Er ekki jafn sjálfsagt að þeir geti kosið álver í Voga, nú eða hafnað því, og að Hafnfirðingar gátu kosið um stækkun.

En spurningin er líka sú, eru allir þeir sem fögnuðu ákvörðun Hafnfirðinga séu reiðubúnir til að standa með íbúum Voga,  ef þeir myndu greiða atkvæi með byggingu álvers, og styðja þá þá framkvæmd?


"Vogum" vinnur?

Það er vissulega athyglivert að Alcan kanni möguleika á því að flytja á Keilisnesið.  Það er þó meira en að segja það að flytja eitt stykki álver.

En það var mikil vinna lögð í það fyrir nokkrum árum að reyna að koma álveri á það nes.  Jón Sigurðsson (ekki Framsóknarhöfðingi, heldur Krata) lagði mikið á sig til að af því gæti orðið, ef til vill rætist sá gamli "kratadraumur" nú?

En skyldi verða kosning?  En þykir öllum jafn sjálfsagt að íbúar í Vogum geti kosið til sín álver og þeim fannst að Hafnfirðingar gætu neitað því um stækkun?

 


mbl.is Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af álfum og Alcan

Það er ekki hægt að segja að atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði um síðustu helgi hafi vakið mikla athygli hér í Kanada, en nóg samt til þess að stuttar fréttir eru ritaðar um málið, enda Alcan Kanadískt fyrirtæki, með höfuðstöðvar sínar í Montreal.

Einhvern veginn virðast fjölmiðlar hér ekki taka þessa atkvæðagreiðslu mjög alvarlega og fá álfar hér um bil jafn mikið pláss í frétt The Globe and Mail og ál.

En í frétt Globe and Mail má lesa eftirfarandi:

"Perhaps the company didn't campaign hard enough among the Hidden Folk.

The votes of 88 Icelanders who live in a tiny, apparently elf-inhabited municipality near the windswept country's capital, appear to have blocked a $1.2-billion (U.S.) smelter project planned by aluminum giant Alcan Inc.

In a referendum held over the weekend, people in the seaside town of Hafnarfjordur voted 50.3 per cent against allowing the government to move a highway and rezone land as part of a planned expansion of the company's ISAL smelter."

"The company will now have to go back to the drawing board and perhaps resubmit a new project plan to Hafnarfjordur if it still wants to boost capacity at the facility, which is Iceland's oldest smelter and has been in operation since 1969.

"It is indicative of the world as a whole, where large industrial projects are not easily accepted by local communities," said Victor Lazarovici, an analyst with BMO Nesbitt Burns Inc. in New York.

However, Hafnarfjordur, whose name simply means "harbour fjord," is no stranger to commerce. It has seen business conducted at its port since the 1300s.

According to local folklore, the town also has one of Iceland's largest settlements of elves, dwarves and other mystical beings. It is said that whole clans of Hidden Folk live in the rocks near the town's centre.

According to a local tourist website, stories abound of instances where new roads or housing developments were under construction and strange happenings took place.

There is no evidence that the Hidden Folk were opposed to the smelter expansion. Indeed, the Icelandic government's practice of giving foreign aluminum companies access to cheap hydroelectric and geothermal power to run their smelters has erupted into a national debate."

Fréttina má finna í heild hér

Og hér er svo frétt The Toronto Star, en hún er frekar snubbótt.

 


Eldfjallaþjóðgarður og Hoover stíflan

Þó að ég sé fyllilega þess fylgjandi að stofnaður sé Eldfjallaþjóðgarður á Reykjanesi, hann gæti sem best innihaldið nokkrar háhitavirkjanir til þess að sýna hvernig hitinn er nýttur, þá finnst mér varhugavert að taka tölur um aðsókn og hagnað frá Hawaii og heimfæra þær nokkuð hráar yfir á Ísland.

Er það ekki sambærilegt við að Landsvirkjun myndi fullyrða að milljón manns muni koma og skoða Kárahnjúkastífluna, bara af því að sá fjöldi kemur að skoða Hoover stífluna?

Persónulega verð ég að segja að mér finnst þessi málflutningur ekki trúverðugur eða til fyrirmyndar.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband