Færsluflokkur: Ferðalög
30.8.2006 | 15:00
Hæglætislifnaður að Bjórá - Jóhanna Sigrún - Vín og ávextir - Virkið hans George´s
Það er hæglætislífnaður að Bjórá þessa dagana. Allt tifar sinn vanabundna gang, dóttir okkar sem er 3ja vikna í dag er einnig að falla í viðjar vanans, gerir æ minna uppistand, sefur meira og meira á nóttunni og er í alla staði ánægjuauki. Það er vert að geta þess að henni hefur verið gefin nöfn, og hlýðir vonandi í framtíðinni þegar þau verða kölluð all hátt.
En heimasætan að Bjórá heitir Jóhanna Sigrún Pere og er Tómasdóttir.
Foringinn er einnig fyllilega búinn að sætta sig við þessa viðbót í fjölskylduna, er ánægður með að vera stóri bróðir og finnst litla systir falleg, þó að hún sé ekki til mikils gagns, eða nothæf til leikja.
Ég hef nú lokið að mestu öryggisátaki því sem staðið hefur yfir að Bjórá nú um nokkurn tíma, búinn að setja upp tvo reykskynjara, tvö slökkvitæki, keypti "skjólborð" á eldavélina og er búinn að festa allar hillur við vegg. Ennfremur er frystirinn læstur, kyndiklefinn hefur verið gerður öruggur og enginn nema fullorðinn kemst inn í þvottahúsið. Enn er þó eftir að ganga frá nokkrum skúffum þannig að hættan á meiðslum minnki.
Ég átti smá erindi í gær til St. Catharines og notaði tækifærið og bauð tengdamömmu og foringjanum í smá bíltúr. Þegar erindinu var lokið keyrðum við um nágrennið, heimsóttum nokkra vínbændur og keyptum af þeim afurðir, einnig var litið við á markaði og keypt örlítið af grænmeti og ávöxtum.
Við heimsóttum einnig virkið, Fort George og fræddumst örlítið um stríðið á milli Bandaríkjanna og Bretlands/Kanada árið 1812. Einhvern veginn fellur þetta stríð alltaf af í skuggann af öðrum stríðum, enda Napóleon upp á sitt besta og var staddur nálægt og í Moskvu þetta ár, en fyrir þá sem bjuggu hér í Norður Ameríku, var þetta auðvitað mál málanna og það sem mestu máli skipti.
Mér finnst alltaf jafn gaman að heimsækja vínbúgarðana, dreypa örlítið á og kaupa inn. Kaupin voru þó heldur minni en oft áður, enda breyttust fjárráðin örlítið þegar húsið var keypt, en samt sem áður er það skemmtileg stemning að versla beint við bændur, þó að verðið sé það sama, enda er vínsala háð yfirgripsmiklum reglum og skattlagningu hér eins og víðar. Einstaka sinnum má þó gera verulega góð kaup hjá bændum, stundum þurfa þeir að rýma til fyrir nýrri árgöngum og bjóða góð verð.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2006 | 22:04
Er það grimmd að borða gæsalifrarkæfu?
Eins og ég hef áður minnst á er Margaret Wente einn af mínum uppáhalds dálkahöfundum. Í sínum nýjasta dálki veltir hún fyrir sér þeirri sektartilfinningu að borða, hvernig maturinn verður til og hvernig þau dýr sem "gáfu" líf sitt fyrir máltíðina okkar eru meðhöndluð.
Þetta er auðvitað þörf og umræða, alla vegna eins og málum er háttað í dag. Sjálfur velkist ég ekkert í vafa, ég borða kjöt og get ekki séð fyrir mér að því verði hætt. Ég geng jafnframt í leðurskóm og nota leðurbelti. En þó tel ég mig dýravin.
Er það þversögn?
Grípum nokkur atriði úr dálki Margaretar:
"These days, the inner lives of lobsters are the subject of intense debate. "Lobsters are primitive animals. They have no brain. They're like insects. They even look like insects," says Robert Bayer, executive director of the Lobster Institute at the University of Maine.
Lobster liberationists say otherwise. "They have a nervous system and sense, including vision, touch and chemical perception," says biologist Jonathan Balcombe. "There is even evidence that they play."
How would you like to end your life by being crammed into a holding tank and then plunged into a pot of boiling water? Maybe lobsters don't like it so much, either. And that is why Whole Foods Market, that avatar of ethical eating and upscale consumer values, has got out of the lobster-selling business.
Don't laugh. Where Whole Foods leads, others are sure to follow. Some retailers still sell lobsters but want to treat them more nicely on death row. To oblige them, Nova Scotia's Clearwater Seafoods is building "lobster condos" that will allow the privacy-loving crustaceans to live out their last days in the solitary splendour they seem to prefer. And squeamish chefs need no longer administer the coup de grace with a knife thrust into the lobster's brain, or whatever it is. They can now buy a humane device called a CrustaStun (price: about $4,000), which dispatches the creature instantly with an electric shock."
"But what about ducks? You can't deny that ducks feel pain. So is foie gras fowl play? Please don't tell me you don't feel just a tiny twinge of guilt that we allow our feathered friends to be force-fed through funnels thrust down their throats until their delicious livers swell to 10 times their normal size. I do feel guilt. But I eat foie gras anyway. I compromise by eating it only every other time I really want to. That is how I make a deal with my conscience.
In Chicago, foie gras is now illegal. The tender-hearted city fathers banned it from restaurant menus on the grounds of cruelty to animals. Restaurateurs are in revolt, and are flouting the law by offering foie gras for free (along with a salad that costs $25)."
"Contrary to popular belief, the modern animal-rights movement didn't start with Pamela Anderson. It probably started with R. M. Hare, a British moral philosopher of great renown. I took a course from him in 1970. One day, he described how he had decided to stop eating fish. (He had already given up meat and fowl.) The moral issue turned on whether a fish, when hooked, felt pain. He had researched the question carefully and concluded that it did. I couldn't decide whether Prof. Hare was a great visionary or a great eccentric. But his story made a big impression. It was the first inkling I had that there might be an ethical dimension to eating dinner."
" Great reform movements usually begin at the lunatic fringe. Today, just about everyone agrees that animals have rights -- even those who think that Peter Singer's nuts. But which animals? And what rights? Everybody draws the line in a different place. Some people like to eat monkeys, although most of us feel that monkeys are way too close to home. We are revolted by cruelty to cats. But, in some parts of the world, people roast cats for dinner. We would never eat a dog. So why do we eat pigs, which are at least as smart? More important, why do we make them suffer so much before we do? And why do people who are bothered by cruelty to lobsters still eat bacon?"
Svo mörg voru þau orð, en greinina í heild má finna hér.
Sjálfur vann ég í sláturhúsi að sumri til, þegar ég var 13 og 14 ára. Ég geri mér því ágætlega grein fyrir því hvernig "kaupin gerast á þeirri eyri". Um sumarið var slátrað nautgripum og svínum og svo byrjaði lambaslátrunin um haustið, ég náði ekki nema 2. vikum eða svo þangað til ég þurfti að fara í skólann.
En samt borða ég lambakjöt, skinku, svínahrygg, pylsur og uppáhaldið mitt er líklega vel "rare" nautalund. En samt vil ég að vel sé farið með dýrin, ekki bara vegna þess að ég telji það siðferðislega rétt, heldur skiptir ekki minna máli að ég tel það gefa okkur betra hráefni.
Ég hef áður sagt að hvalkjöt finnst mér herramannsmatur, en það er ekki líklegt til vinsælda hér, í þessu mesta selveiðilandi heims.
Er það þversögn?
En það er alveg ljóst að ég held áfram að borða kjöt, og er í engum vandræðum með að halda áfram að nýta mér gæði jarðar, það er ekki þar með sagt að ég sé hlynntur að veiða tegundir sem eru í útrýmingarhættu (margar hvalategundir eru það ekki), eða að ég styðji óþarfa grimmd gagnvart dýrum.
Ég geri mér fyllilega ljóst að að dýr láta lífið til að fylla diskinn minn og er nokkuð sáttur við það, en þú?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn kunni vísindamaður Stephen Hawking segir að jarðarbúar verði að fara að hyggja að nýjum heimkynnum. Hann segir að Tunglið og Mars, séu fyrstu staðirnir sem við ættum að "nýlenduvæða", en jafnframt að við verðum að fara í önnur sólkerfi til að finna jafn góðan stað og Jörðina. Og hvenær? Tunglið innan 20 ára og Mars innan 40. Þetta mun hafa komið fram í fyrirlestri Hawking í Hong Kong í síðustu viku.
Þetta mátti lesa í frétt á vef Toronto Star í dag. Reyndar eru skiptar skoðanir á meðal vísindamanna á þessu, rétt eins og svo mörgu öðru. Ekki sé ég sjálfan mig flytja búferlum, en auðvitað á aldrei að segja aldrei, eða hvað?
Ég hef nú áður minnst á það hér, að það þyki ekki "PC" að segjast hafa alist upp á hvalkjöti í æsku, ekki einu sinni hér í þessu selveiðilandi. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að rétt sé að veiða hvali, þó að vissulega þurfi að stíga varlega til jarðar í þeim efnum.
En þær hvalategundir sem hafa sterkan stofn, er sjálfsagt að nýta. Rakst á grein um Alþjóða hvalveiðiráðið á vefsíðu The London Times, það er ekki hægt að segja að hún sé jákvæð í garð hvalveiðiþjóða, sérstaklega liggur þeim þungt orðið til Japans, en greinin er ágætis dæmi um hvernig "alþjóða ráð" virka oft á tíðum, en greinina má finna hér. En það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi fundur ráðsins fer, hvort að "hvalveiðiþjóðirnar" ná yfirhöndinni, eður ei.
Fyrir nokkru bloggaði ég um, eimingu á góðum rauðvínum frá Frakklandi og Ítalíu, þar var fjallað um þetta í hektólítrum, en í frétt The London Times, er þetta sett í flöskur:
"The Commissions announcement that it would spend 131 million to distil 430 million bottles of French wine and 371 million bottles of Italian wine into fuel was met with protests by French wine growers, who demanded that European taxpayers should buy 1.1 billion bottles of their produce."
"The European Commission will then spend 2.4 billion (£1.65 billion) digging up vineyards across the continent. "
"Such crisis distillations are becoming increasingly common, with the commission spending about 500 million last year turning wine into petrol, and viticulturists now producing wine knowing that it will never be drunk. Nearly a quarter of all Spanish wine now ends up being used for industrial purposes."
"Mariann Fischer Boel, the European Agriculture Commissioner, said: Crisis distillation is becoming a depressingly regular feature. While it offers temporary assistance to producers, it does not deal with the core of the problem that Europe is producing too much wine for which there is no market. "
"Under the Common Agricultural Policy, the farmers will then be paid for not producing wine but for keeping up environmental standards on their land instead. Brussels, which for years paid people to set up vineyards, believes there are now too many small-scale wine-makers producing poor wine, and that the industry needs to consolidate. In France, there is one worker per hectare of vineyards; in Australia, one worker for every 50 hectares.
Previous attempts at reform have been blocked by the powerful French wine lobby, but the industry is probably now in such a crisis that it might accept change. "
Ég skal fúslega viðurkenna að það er mun meira "sexý" sitja uppi með "rauðvínsstöðuvatn", heldur en "lambakjöts og smjörfjöll", eins og við íslendingar eigum minningar um, en niðurstaðan er svipuð. Skattgreiðendur borga. Það er reyndar sláandi, að í báðum tilfellum var bændum fyrst borgað til að auka framleiðsluna, en síðan til að draga hana saman.
Landbúnaðarpólítík lætur aldrei að sér hæða.
Margir hafa án efa tekið eftir fréttum i dag, þar sem fram kemur að u.þ.b. 17 flöskur af öli, geti minnkað líkur á blöðruhálskrabbameini. Það er óneitanlega einstök tilviljun að sama dag kemur fram frétt um að ef drukknir eru í það minnsts 4 bollar af kaffi á dag, dregur það úr líkum á að skorpulifur myndist um u.þ.b. 80%. Ef litið er svo til eldri frétta um hollustu rauðvíns og hve mikið drykkja þess dregur úr líkum á hjartasjúkdómum, þykir mér einsýnt að ég verði mun eldri en reiknað hefur verið með hingað til. Líklega mun ég verða allra karla elstur.
Nú bíð ég bara eftir góðum fregnum af koníaki og "rare" nautasteikum, og þá verður "kúrinn" fullkomnaður.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2006 | 21:41
Tölvupóstar - Warning from Pakistan - hæsta bygging í heimi...
Ég fæ gjarna tölvupóst með hinni og þessari vitleysu frá vinum mínum og kunningjum. Það er eins og gengur, sumt fyndið, annað ekki, sumt gamalt og útþvælt.
En það má oft hafa gaman af þessu, alla vegna í stutta stund.
Hér koma dæmi af 2 nýlegum póstum:
Warning From Pakistan!
This morning, from a cave somewhere in Pakistan, Taliban
Minister of Migration, Mohammed Omar, warned the United States that if
Military action against Iraq continues, Taliban authorities will cut off
America's supply of convenience store managers. And if this action does
not yield sufficient results, cab drivers will be next, followed by Dell & HP customer service reps.
Svo kom nýlega póstur með þessum texta:
The CN Tower-Canada's National Tower, is the tallest building in the
world.
It measures 553 meters(1,815 feet). Here's a great picture of it.
og meðfylgjandi mynd.
Svo það ættu allir að vita, að það er ýmislegt að sjá í Toronto.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2006 | 14:28
Þegar Ísland breytti heiminum - ofurlítið.
Það gladdi mig að lesa þetta, og minningarnar frá þessum árum urðu sterkar. Ég man ennþá eftir þessum atburðum sem gerðust fyrir u.þ.b. 15 árum síðan þegar Sovétríkin voru að syngja sitt síðasta.
Ég veit ekki hvernig þessi ákvörðun, að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, var tekin í íslensku ríkisstjórninni, en það hefur þurft hugrekki til. En sem betur fer þó höfðu íslenskir ráðamenn, með Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, í fararbroddi, það hugrekki. Það er erfitt að dæma um hvað þetta hafði mikið að segja, sjálfstæðið hefði orðið að veruleika án þessa stuðnings íslendinga. En það hafði samt gríðarlega þýðingu, og fólkið sem barðist fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar fann að það stóðu einhverjir með þeim, studdu þá og voru reiðubúnir, rétt eins og það sjálft að bjóða Sovéska heimsveldinu byrginn.
Seinna ferðaðist ég um Eistland, þvert og endilangt. Það var sama hvar við komum, allir höfðu heyrst minnst á Ísland, töluðuðu um það með aðdáun og margir vildu þakka fyrir þennan stuðning. Tendgaforeldrar mínir sýndu mér stolt "Íslandstorgið" í Tallinn og mér líður seint úr minni vodkastaupið sem ég drakk með gömlum frænda konunnar, á eynni Muhuu, þar sem skálað var fyrir Íslandi.
Tendgapabbi sýndi mér líka staðinn sem hann sagði að sovéski herinn hefði stöðvað á, á leið sinni til Tallinn, það er ekki langt að fara í littlu landi.
En það er ekki hægt annað en að dást að þessum littlu þjóðum, sem tvisvar á sömu öldinni þurftu að sækja sjálfstæði sitt frá stórum nágranna sínum.
Auðvitað eru ekki öll vandamál leyst, en eistlendingum hefur vegnað býsna vel og hefur velmegun þar aukist hröðum skrefum.
Það er óhætt að hvetja alla til að heimsækja Eystrasaltslöndin ef tækifæri er til. Einfaldasta leiðin er líkega að fljúga til Helsinki og taka þaðan ferju yfir til Tallinn. Það ætti enginn að verða svikinn af því.
Íslendingum færðar þakkir með undirskriftarsöfnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)