Færsluflokkur: Ferðalög

Flug og bíll eða fljúgandi bíll?

Það hefur oft og um all nokkra hríð verið spáð að innan tíðar komi til sögunnar fljúgandi bílar.  Einhverjir hafa reyndar verið smíðaðir, en nú hefur athyglisverður flugbíll tekið sig á loft í Slovakíu.

Skemmtilegir samanbrotnir vængir og útlitið nær bíl en flugvél.  BMW mótor og farartækið sýnist auðvelt í notkun.

En vænghafið gerir það að verkum að ekki verður tekið á loft eða lent á helstu umferðaræðum og flugbrautir ennþá nauðsynlegar.

En þetta gæti verið þægilegt til að skreppa á milli borga.

 

 

 

 


Nýsjálenska leiðin?

Ég skrifaði fyrir fáum dögum um "Áströlsku leiðina" í baráttuni við "veiruna".  En nú tala allir um "Nýsjálensku leiðina", og ef ég hef skilið rétt er hafin undirskriftasöfnun slíkr leið til stuðnings.

Margir virðast telja að Nýsjálendingar hafi "einfaldlega lokað landamærunum og lifað hamingjusamir upp frá því".

Svo er þó ekki.  Þar var gripið til fjölmargra mjög harðra aðgerða.

"Lokun" landamæranna er þar vissulega mikilvæg.  En einnig var gripið til umfangsmikilla "lockdowna", þar sem gefnar voru út tilskipanir um bann við því að fara út (stay at home order), nema í nauðsynlegustu erindum, s.s. að kaupa mat og lyf.

Á síðasta ári var "lockdown" frá enda mars, til byrjun júni. Hundruðir ef ekki þúsundir Nýsjálendinga voru sektaðir fyrir að brjóta "lockdownið".

Síðan hefur landið reglulega gripið til harðari samkomutakmarkana og stærsta borgin, Auckland hefur nokkrum sinnið farið í styttri "lockdown, nú síðast yfir mánaðarmótin febrúar/mars 2021.

Það er því alls ekki svo að "lokun" landamæra ein og sér hafi dugað.

Hér má finna sögu takamarkana í Nýja Sjálandi og hvernig mismunandi "Alerts" virka. 2. stigs "Alert" takmarkar mannfjölda t.d. við 100 og 3. stigs við 10 og þá eingöngu fyrir brúðkaup og jarðarfarir.

En það er rétt að taka eftir að mismunandi "Alerts" geta verið í gildi á mismunandi svæðum.  Þannig væri t.d. líklegt að ef reglurnar yrðu yfirfærðar á Ísland, hefðu mun strangari reglur gilt á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, rétt eins og Auckland hefur þurft að búa við mun meiri takmakanir en önnur svæði á Nýja Sjálandi.

Það getur meira en verið að margir Íslendingar vilji fara "Nýsjálensku leiðina" og ekkert út á slíkt að setja, en það verður að ræða um hana í heild, ekki bara segja að það eigi að "loka landamærunum".

En það verður líka að ræða um afleiðingar eins og lesa má um í viðhengdri frétt, þegar fólk "lokaðist úti"  beið í 400 daga eða þar um bil.

En sjálfsagt finnst mörgum leið Nýsjálendinga athyglisverð, t.d. er aðeins 4. mismundandi stig, þannig að fyrirsjáanleiki er meiri, ekki sama "spennan" um hvað verður á "minnisblaðinu".

En best fyrir Íslendinga að finna sína eigin "leið" og sjálfsagt að leita "áhrifa" víða. 

Hvernig blandast kiwi og hnetusmjör?

P.S. Eitthvað hefur misfarist, því fréttin sem ég hugðist festa þessa færslu við, er hvergi að finna. En hana má finna hér: Fjöl­skyld­ur sam­einaðar eft­ir 400 daga aðskilnað


Að fljúga í "kófinu".

Persónulega er ég ekki sótthræddur. Hvað Kórónuveiru varðar, er ég líklaega ekki í sérstökum áhættuhópum, nema ef til vill vegna ummáls sem er heldur meira en telst til fyrirmyndar.

En ég virði lög og reglur og forðast óþarfa áhættu.  Það hef ég gert um margra ára skeið, enda hefur minn betri helmingur (sem er heilbrigðismenntuð) kennt mér allt um handþvott, hættulega lyftuhnappa o.s.frv. um langa hríð.  Purell er vörumerki sem ég kynntist fyrir einhverjum tuga ára.

Það er líka svo að ef verslanir vilja að ég sé með grímu, þá er ég með grímu. 

Ef lönd vilja að ég fari í sóttkví (sem ég hef gert) þá fer ég í sóttkví. 

Grundvallardæmið er að skilja, að þú átt ekki rétt á því að verslun þjónusti þig, heldur verður þú að fara eftir þeim reglum sem vsrslunin setur og henni eru settar.

Að þú sérst andvígur þeim, fríar þig ekki að fara eftir þeim, ekki frekar en hraðatakmörkunum.

En það breytir því ekki að ég þurfti að fljúga og gerði það án nokkura hræðslu nema yfir þeim skilyrðum ég yrði að fylgja.  Það var helst að ég fyndi fyrir örlitlu "stressi", þegar ég var hitaskannaður rétt fyrir brottför.  Það hefði verið ótrúlega svekkjandi að vera stöðvaður á síðustu stundu, sérstaklega eftir að hafa tekið annað flug fyrr um morgunin.

En tveir leggir með Lufthansa (sem ég kalla yfirleitt Luftwaffe" voru alls ekki svo slæmir.

Þjónusta um borð var til fyrirmyndar. Handfarangurs fyrirkomulag var líkt og alltaf hefur tíðkast, settur í þar til gerð hólf ofan sætis.

Matur var framreiddur og drykkir eins og var kallað eftir.

Kaffi, te, áfengi, jafn sterkt sem léttara, vatn,  allt var til reiðu eins og óskað var eftir, enda full áhöfn að þjónusta ótrúlega fá farþega.

En auðvitað þurfti ég að sitja með grímu allan þann tíma sem ég neytti ekki matar eða drykkjar.

Það held ég að hafi stuðlað að því að margir farþegar treindu sér matinn og pöntuðu fleiri drykki en ella, en ég hef svo sem engar sannanir að færa fyrir því, nema það að ég gerði nákvæmlega það. En það var heldur ekki svo að við "sirka bát" 60 farþegar sem deildu Airbus 340 þotu á lengri leggnum hafi setið mjög þétt saman, nema þeir sem ferðuðust saman.

Jafnvel á styttri leggnum, og í minni þotu sátu engir þétt saman.

Mesta raunin var að sitja með grúmu í 9 tíma flugi og jafnfram að þurfa að vera með grímu í þá 6 tíma sem þurfti að bíða eftir tengiflugi.

Þó var það svo að á hvorugum stað þurfti að nota grímu á meðan matar eða drykkjar var neytt, þannig að eðlilega komst ég að þeirri niðurstöðu að þægilegast væri að neyta eins mikið af mat og drykk og mögulegt var.

Það var alls ekki slæmt, þó drykkirnar yrðu ef til vill örlítið fleiri en ella. Það er auðveldara að bæta á sig drykkjum, en mat.

En það er vert að minnast á það, að þó ég hafi vissulega ekki "móníterað" aðra farþega þá var ég eini farþeginn sem ég varð var við að skipti um grímu reglulega.

Aðrir virtust sitja með sömu grímuna allan tímann. Margir reyndar með "margnota" grímur sem ég tel hafa afskaplega lítinn tilgang.  Sem aftur vekur upp spurningar um gagnsemi/hættu af grímunotkun. En það er önnur saga.

Það erfiðast við ferðalagið var tvimælalaust sú 14. daga sóttkví sem ég þurfti að "sitja af mér", en ekkert annað var í boði en að hlýta slíku.

Það hafa margir fullyrt að ferðavilji sé ekki til staðar.  Það tel ég rangfærslu.  Vissulega hefur ferðavilji minnkað, það liggur í augum uppi.

En langt frá því horfið.  Á þeim tíma sem ég eyddi í flughöfninni í Frankfurt, fóru 2 Boeing 747 vélar til "sumarleyfistaða" í Mexíkó.  Ég held að flesta daga fari 3. eða fleiri flugvélar frá Frankfurt til Tenerife.

Á Tenerife lenda enda tugir flugvéla á hverjum degi.

Litlar líkur eru taldar á því að smitast í flugi.

En auðvitað eru mismunandi kenningar um hvar smitin gerast og einn lygari getur sett hundruðir þúsunda í "lockdown", hræðsla er eitt af því sem "drífur" mannskepnuna áfram og sumir telja að víð þurfum fátt að hræðast meira en hræðsluna sjálfa.


mbl.is Meiri áhætta að fara út í búð en í flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er raunkostnaður við að skima einstakling?

Ég er ekki hissa á því að afbókanir séu farnar að streyma inn til Íslenskra ferðaþjónustuaðila.  Gjald upp á 15.000 kr á hvern ferðamann er hátt. 

Mín 4ja manna fjölskylda þyrfti t.d. að borga 45.000 kr. við komuna til landsins.  Það munar vissulega um minna.

En hver er raunkostnaður við hverja skimun?

Það hafa heyrst alls kyns tölur.  Í sjónvarpi talaði Kári Stefánsson um kostnað í kringum 4.000 kr., að mig minnir fyrir utan tækjabúnað.  Síðan var talað um kostnað í kringum 50.000 kr. og aftur finnst mér ég hafa heyrt talað um kostnað upp á ríflega 22.000 kr. nýlega.

Það skiptir vissulega máli hver raunverulegur kostnaður er.

Í Eistlandi býðst að fara í skimun hjá einkafyrirtæki fyrir 78 euro. Það er rétt ríflega 11.500, en það er hjá fyrirtæki sem er rekið til að skila hagnaði.

Hjá sama fyrirtæki er boðið upp á mótefnamælingu fyrir 23. euro, eða í kringum 3.500 kr.

Opinbera heilbrigðiskerfið í samstarfi við fyrirtæki í einkageiranum hafa framkvæmt ríflega 89.000 skimanir í Eistlandi.

Meðalkostnaður á skimun, með öllum tilfallandi kostnaði er í kringum 45 euro, eða 6.700 kr. (þessi kostnaðartala er miðuð við fyrstu ca. 55.000 skimanirnar). 

Megnið af skimunum (og megnið af kostnaðinum) hefur verið framkvæmdur af einkafyrirtækjum (hagnaðardrifnum) í verktöku fyrir hið opinbera.

Vissulega er launakostnaður á Íslandi mun hærri, en annar kostnaður ætti að vera sá sami.

Ef til vill væri best að bjóða skimunina út á Evrópska efnahagssvæðinu. :-)

En það er líka áríðandi að það komi fram hver raunkostnaður er og hvernig hann er samansettur.

Það getur verið hagkvæmt að niðurgreiða ferðalög til Íslands um einhverja þúsundkalla, en að borga á þriðja tug þúsunda er varla skynsamlegt.

En ef kostnðurinn er nær því sem Kári Stefánsson minntist á, getur niðurgreiðsla verið hagstæð leið til atvinnusköpunar.

En svo hafa læknar stigið fram og lýst efasemdum sínum um gagnsemi skimana við landamæri, og hafa fært ágæt rök fyrir þeim.  Ísland virðist enda vera nær eina landið sem ætlar að fara slíka leið.

Hefði t.d. verið betra að opna fyrir færri lönd og sleppa skimunum?

Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort að hegðun erlendra ferðamanna hafi breyst á Íslandi, eða smithætta frá þeim?  Fyrir fáum mánuðum þótti sérfræðingum engin ástæða til þess að þeir færu í sóttkví.

 

 


mbl.is Afbókanir þegar byrjaðar að streyma inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opnað í hálfa gátt í Eistlandi

Í dag opnar Eistland í hálfa gátt ef svo má að orði komast, það er að segja fyrir flestum þjóðum innan EEA/EES. Einungis þeir sem koma frá þjóðum sem eru í "góðu bók" stjórnvalda þurfa ekki að fara í 14. daga sóttkví.

Einungis lönd af EEA/EES svæðinu eru á listanum, en þó ekki öll þeirra.

Til að komast á listann mega ekki hafa verið fleiri smit en 15/100.000, íbúa í landinu síðastliðna 14. daga.

Löndin í "góðu bókinni" eru: Austurríki, Búlgaria,  Kýpur, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Ítalía, Króatía, Lettland, Litháen, Liechtenstein, Lúxemborg, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Sviss, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland. 

Ríkin á EEA/EES svæðinu sem ekki komast í "bókina góðu" eru:  Belgía, Bretland, Írland, Malta,Portúgal, Spánn og  Svíþjóð.

Í dag mega barir og veitingahús vera opin eins lengi og vilji er til og selja áfengi lengur en til 22:00.

Eingungis mega þó 100 einstaklingar koma saman upp að 50% af leyfilegum fjölda sem má vera á hverjum stað.

Þetta er býsna merkileg nálgun hjá Eistlendingum.  Engin skimun, en smit mega ekki fara yfir ákveðið hámark.

Þannig er t.d. vert að hafa í huga að Holland og Ítalíu, rétt náðu undir lágmarkið.

Færslan er byggð á frétt ERR.

P.S. Það má bæta því við að frá og með deginum í dag verður aftur farið að rukka fyrir dvöl barna á leikskólum í höfuðborginni Tallinn, en þeir hafa verið opnir í gegnum faraldurinn eins og venjulega.


Merkileg tímamót

Þó að eflaust þyki mörgum það ekki stór tímamót þó að tiltölulega lítil flugvél sveimi í kringum flugvöll á rafmagni, er það þó merkileg tímamót.

Það er rétt að hafa í huga að fyrir ekki all löngu þótti það ómögulegt að keyra á milli Akureyrar og Reykjavíkur á rafmagnsbíl.

En vissulega er löng leið eftir að því marki að stórar farþegaflugvélar fari langar leiðir á rafmagni.

En framfarir í rafhlöðum hafa verið miklar, og eiga vonandi eftir að verða enn stórstígari.

Enn enn aftur eru það þeir sem leita lausna sem eru mikilvægastir, ekki þeir sem sjá bölvun á hverjum metra framundan.


mbl.is Jómfrúarferð stærstu rafmagnsflugvélarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotist yfir landamærin

Ég ætti erindi til Pärnu, bæjar á suðurhluta Eistlands í dag. Oft kallaður sumarhöfuðborg Eistlands og jafnframt fæðingarstaður Eistneska lýðveldisins.

Lagði af stað eldsnemma í morgun.

Gekk frá erindinu fljótt og örugglega og svo ákvað ég fyrst að tími væri til að halda yfir til Lettlands.

Athuga hvernig "The Baltic Bubble" virkaði.

Í stuttu máli var ferðin þægileg.

Ég skrapp yfir til Lettlands.  Landamærin voru nákvælega eins og venjulega.  Þar var engan að sjá.

Keyrt fram hjá landamærapóstum og myndavélum án þess að nokkur hefði af ferðalöngum afskipti.

Skaust í búðir, keypti "öðruvísi" mat og og "öðruvísi" áfengi og hélt svo heim á leið.

Og kom heim frá útlöndum.

 

 


En hvar ættu liðin að æfa?

Það er gaman að sjá að alls kyns hugmyndir koma fram sem geta hjálpað til við að setja efnahagslífið af stað og þá sérstaklega tengdar ferðamennsku.  Það er mikið af möguleikum til staðar og mikið af eignum vannýttar

Þannig vantar líklega ekki hótelplássið fyrir Ensk knattspyrnulið á Íslandi og myndu margir hóteleigendur gleðjast ef þau boðuðu komu sína.

En hvar ættu liðin að æfa?

Eru ekki Íslenskir knattspyrnuvellir og hús að mestu fullnýtt af Íslenskum liðum?  Og þar sem liðin yrðu líklega að vera í 14 daga sóttkví-B, til 15. júní, gætu þau varla æft á sömu völlum og Íslensk lið æfa, eða hvað?

En ef til vill eru til einhverjir vellir sem eru lítið eða ekkert notaðir. 

En hugmyndin er að öðru leyti góð og myndi án efa gefa Íslenskri ferðaþjónustu vel þegna athygli.

 

 


mbl.is Ensk úrvalsdeildarlið á leið til landsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er launa og réttindaskerðing ósanngjörn?

Ég ætla byrja á því að taka fram að ég hef ekki hugmynd um hver eðlis réttindaskerðingar þær sem Icelandair er að fara fram á eru.

Ég hef heldur ekki hugmynd um hversu miklar kauplækkanir félagið er að fara fram á.

En eru þær ósanngjarnar?

Ég veit það ekki.

En ég veit að flugfélög um allan heim eru að berjarst fyrir lífi sínu.  Ég hef lesið fréttir um að t.d. flugmenn Lufthansa hafa boðist til þess að lækka launin sín um 45%, en aðeins í 2. ár.

Það er engin leið að Icelandair geti keppt við önnur flugfélög í flugi yfir Atlantshafið ef launakostnaður er mun hærri en annara flugfélaga.

Sjálfur hef ég ekki keypt miða með Icelandair yfir Atlantshafið undanfarin ár vegna þess að félagið hefur alltaf verið verulega dýrara en önnur flugfélög.

En enginn kjarasamningur gildir að eilífu.

En það er vert að hugsa um hvort að óbilgirni starfsmanna helgist að hluta til af þeim yfirlýsingum stjórnvalda að þau komi til með að grípa inn í ferlið og tryggja að Icelandair fljúgi, með einum eða öðrum hætti?

Hvernig munu kjaraviðræður þróast á komandi árum ef um ríkisflugfélag er að ræða?

Ímyndar sér einhver að kröfurnar yrðu minni á hendur ríkisrekstri?

 

 

 

 

 


mbl.is Icelandair krefst launa- og réttindaskerðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eystrasaltsríkin opna sín á milli þann 15. maí

Tilkynnt hefur verið að íbúar Eystrasaltsríkjanna geti ferðast óhindrað á milli ríkjanna þriggja frá og með 15. maí næstkomandi.

Enginn krafa verður um sóttkví en allir eru hvattir til að fara varlega, fara eftir reglum, halda fjarlægð og vera með grímu ef svo ber undir.

Forystumenn ríkjanna tala um að næstu skref gætu orðið að bjóða Finnlandi og Póllandi að að taka þátt í "ferðafrelsissvæðinu".

Öll löndin 5. hafa komið þokkalega undan Kórónuveirunni hingað til.

Eistland mun einnig slaka á takmörkunum á ferðum til Finnlands þann 14. maí, en takmarkanir verða enn þá í gild.

Boðið verður upp á skimanir um borð í ferjum á á milli Tallinn og Helsinki.

Það er ekki ólíklegt að við sjáum fleiri sambærilega tilkynningar á næstunni.  Öll ríki eru að leita leiða til að koma efnahagslífinu í gang auka viðskipti og ferðalög.

Samgöngur á milli svæða þar sem veiran hefur verið hamin, eru álitin hæfileg fyrstu skref.

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband