Færsluflokkur: Menning og listir

... og "bagguettið" er ekki einu sinni Franskt!

Það er oft sem ég verð fróðari þegar ég þvælist um á netinu, sérstaklega þegar ég ætti í raun að vera farinn að sofa, en þessi tíma þegar "ómegðin" er komin í háttinn er oft einstaklega þægilegur sem svona "prívat quality time" sem nú á dögum þýðir yfirleitt að ég er að lesa eða þvælast um á netinu.

Ég hafði til dæmi ekki hugmynd um að "Baguettið" væri ekki Franskt fyrr en ég las það á vef The Times nú í kvöld.

"Baguettið" sem ásamt osti og rauðvíni er Frakkland holdi klætt.

"Baguettið" sem var á morgunverðarborðinu því sem næst á hverjum degi á meðan ég bjó þar.

En svo kemur upp úr dúrnum að fyrirbærið er Austurískur innflutningur.

Í sömu grein komst ég að því að brauð er "Fedexað" frá Frakklandi til Bandaríkjanna á hverjum degi.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.  En í sjálfu sér kom það ekki á óvart að vinsældir "baguettsins" mætti rekja til lagasetninga og verkalýðsfélaga, Franskara gerist það ekki.

En hér er greinin, og hér eru smá bútar úr henni:

"The head of France’s most celebrated dynasty of bakers has urged her countrymen to end their love affair with the baguette and revert to what she says is the traditional Gallic loaf.

Apollonia Poilâne, who took over the family bakery at the age of 18 after the death of her parents in 2002, said that the French stick was not French at all, and that her business refused to sell it. "

"“It was imported from Austria in the late 19th century,” said Miss Poilâne, who wants her compatriots to return to the wholemeal bread she said they ate beforehand. She said that it was healthier, tastier and longer lasting"

"The speciality is le pain Poilâne, a 1.9kg (4lb) round loaf made from grey flour, sea salt and dough left over from the previous batch. It sells for about €8 (£5) and is widely regarded as France’s finest bread.

Customers include Catherine Deneuve and Jacques Chirac in France and Robert de Niro and Steven Spielberg in the US, where it is transported by FedEx and sold for $40 (£20)."

"Stick to the facts

— The word baguette literally means “little rod”, and is derived from Latin baculum — stick or staff.

— A popular but inaccurate belief holds that baguettes were invented during Napoleon’s Russian campaign when he ordered a new shape of bread to fit down his soldiers’ trouser legs.

— They were invented by Viennese bakers in the 19th century, using a new steam-injected oven.

— The baguette became dominant when a French law in the 1920s banned bakers from working before 4am. The traditional “boule” took a long time to prepare but the baguette would be ready by breakfast. "

Það er ljóst að hangs mitt fyrir framan tölvuna er aldeilis ekki til einskis, heldur færir heim að Bjórá hafsjó af fróðleik.

 


Þörf áminning

Það er þarft að minna á hve rík boð og bönn virðast vera á enn þann dag í dag á Íslandi.  Hve sjálfsagt mörgum þykir að athafnir eins og að spila Poker séu bannaðar.

Ég hef oft sagt að það er of algengt að fólk hafi megnar áhyggjur af því hvað aðrir aðhafast, en væri oft hollara að láta sér nægja að stjórna og hafa áhyggjur af sínu eigin.

Það væri óskandi að hin nýja ríkisstjórn gæfi sér svolítin tíma til að huga að auknu frjálsræði á Íslandi.

 


mbl.is SUS segir stjórnvöld þvinga siðferðismati upp á samfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála

Ég er sammála því að kvóti er engan veginn trygging fyrir því að bæjir við sjávarsíðuna dafni og þar sé blómlegt mannlíf.

Það er heldur ekki eingöngu á Íslandi þar sem smærri bæir eiga undir högg að sækja.  Sú þróun á sér stað um allan heim og hefur átt um alllangt skeið.  Það er að mínu mati mikill misskilningur að þeirri þróun verði snúið við eða hún stöðvuð.  Með kvóta eða án.

Nútíma samfélag er mikið flóknara en svo að næg atvinna eða kvóti séu nóg til að fólk sé um kyrrt, eða flyti í til bæjarfélaga.

Hafa enda ekki margar Íslenskar sjávarbyggðir byggt á erlendu vinnuafli?  Sumir hafa sest að, aðrir stoppa í stuttan tíma.  Íslendingarnir hafa flutt á brott.

Þessi staðreynd ein og sér ætti að duga til að sýna að kvóti er ekki nóg.

 


mbl.is Nægur kvóti í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líst vel á þetta

Ég verð að viðurkenna það á mig að vera hálfgerður fréttafíkill, þó að ég hafi lært að hafa hemil á þessarri fíkn eins og ýmsum öðrum, en þó reikna ég með að það væri erfiðara að skrúfa fyrir hana heldur en mér reyndist að gera slíkt við tóbakið.

En mér líst vel á nýjan vefmiðil á Íslandi, enda nýti ég mér vefmiðla ákaflega mikið og er reyndar ekki áskrifandi að neinum fjölmiðli nema þeim sem eru á "kaplinum" hjá mér.  Ég reyni svo að auka dýptina með því að kaupa mér reglulega tímarit, en hef þau ekki í áskrift, heldur vel eftir því hvernig efni á forsíðu höfðar til mín.  Þau sem helst verða fyrir valinu er The Economist, MacLeans og Canadian Business.  Svo kaupi ég Globe and Mail nokkuð oft í lausasölu.

Það er margt sem mælir með vefmiðli, fréttirnar birtast strax, dreifikostnaður er lítill, öllum Íslendingum(og líka "'útlendingum" eins og mér) berast fréttirnar á sama tíma og svo mætti lengi telja.

En það ver vissulega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar farið er í samkeppni við mbl.is, visir.is og ruv.is, en ég hef þó sterka trú á því að rými sé fyrir fréttavef til viðbótar og þeir bloggarar sem hér eru nefndir, kunna báðir að trekkja að lesendur.

En nú er bara að bíða og vonandi sjá.

 


mbl.is Nýr veffréttamiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt eða lágt?

Það er mikið talað um þéttingu byggðar, það er mikið talað um betri almenningssamgöngur, það er mikið talað um umhverfismál.

Nú ætla ég ekki að fara að ræða þetta einstaka mál, enda ég ekki sérstaklega staðkunnugur, þó að ég hafi stöku sinnum rölt um miðbæ Hafnarfjarðar og gert þar góð kaup, sérstaklega í skartgripum og selskinnsbuddum, en það er önnur saga.

En hinu verður ekki móti mælt að á Íslandi er byggt dreift.  Það gerir það að verkum að að borgin og bæir á Íslandi taka yfir óhemju stór landsvæði.  Það má auðvitað halda því fram að það séu stærstu umhverfisspjölllin á Íslandi og að mörgu leiti ónauðsynleg og engum til gagns, heldur bölvunar.

Það er líka ljóst að almenningssamgöngur eru óhagstæðari þar sem dreift er byggt, enda fólksfjöldi á ferkílometer ákaflega lítill.

En þétting byggðar virðist afar umdeilt mál á Íslandi, þó að margir séu fylgjandi henni, eru ákaflega fáir sem virðasta vilja að slíkt gerist í sínu næsta nágrenni.

Ef til vill má segja að Ísland sé verr fallið fyrir háhýsi en lönd nær miðbaug, þar sem "skuggakast" verður mun meira þar sem sól er lágt á lofti, en það er líka ljóst að það verður ekki bæði sleppt og haldið, lág byggð þýðir að meiri náttúru verður spillt, að almennningssamgöngur verða ólíklega jafn góðar og hagkvæmar og þar fram eftir götunum.

En það er líka hægt að sammælast um að það sé einmitt eins og Íslendingar vilji hafa það, eða hvað?


mbl.is Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggjast gegn byggingu háhýsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Þróunarkenningin blessuð?

Það eru í sjálfu sér ekki nýjar fréttir að skiptar skoðanir séu á meðal Bandaríkjamann um Þróunarkenninguna og Sköpunarkenninguna.  Ekki er óalgengt að gert sé grín að "blessuðum Kananum" fyrir vikið, talað um hve trúin á þar sterk ítök og þar fram eftir götunum.

En hvernig skyldi ástandið vera víðast hvar um heiminn?  Hvernig skyldi það vera á Íslandi?

Ekki það að ég efast ekki um að meirihluti Íslendinga myndi hneygjast að Þróunarkenningunni, ég held að flest skynsamt og upplýst fólk geri það.  En hvernig fer það saman að trúa Þróunarkenningunni og að trúa á einhvern guð?

Er Þróunarkenningin "blessuð" af Þjóðkirkjunni, eða öðrum þeim kirkjudeildum sem starfræktar eru á Íslandi?

Hvert væri þá "hlutverk" guðs hvað varðar Þróunarkenninguna?

Er sú fullyrðing að guð hafi skapað manninn, og það í sinni mynd,  ekki lengur partur af kenningunni?

Allar upplýsingar um þetta málefni vel þegnar í athugasemdum.


mbl.is Þróunarkenningin og sköpunarkenningin báðar réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt Prince Polo

Smakkaði nýtt Prince Polo í dag.  Mér hefur nú hingað til ekki þótt mikið til þeirra nýjunga sem Prince Polo verksmiðjurnar hafa boðið upp á hingað til, en lét mig nú samt hafa það að kaupa eitt stykki af Prince Polo Zebra, um leið og 5 stykki af "Classic".  Eins og ég hef að ég held áður minnst á hlýtur það að teljast ellimerki þegar sælgæti og gosdrykkir sem mér þykja góðir eru margir orðnir með viðbótinni "classic".

En "Zebra" kom þægilega á óvart, góð viðbót, og lítur skemmtilega út svona með einni hvítri rönd í miðjunni.  Svo eru þetta tvö stykki í pakkanum, ekki ósvipað Twix.

Þeir klikka ekki Pólverjarnir.

 


Þaulsætnir "frelsarar"

Það hefur verið nokkuð merkilegt að lesa fréttir tengdar þessum atburðum í Eistlandi.  Fáir sem þær skrifa virðast hafa haft fyrir því að grafast mikið fyrir um sögu þjóðarinnar, eða hver er grunnurinn að þessum óeirðum.

Rangfærslur eru ýmsar (ekki verið að tala um þessa frétt) , einna algengast virðist sem að fjölmiðlamenn taki gildar þær útskýringar sem Rússar/Sovétmenn hafa fram að færa.

Eistlendingar fengu ekki sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991 (eins og lesa má í þessari frétt), sjálfstæði fengu þeir árið 1918, hernámi Sovétríkjanna í Eistlandi, sem hófst árið 1940,  lauk hins vegar árið 1991 og endurheimtu Eistlendingar þá  frelsi sitt.

Það verður að teljast eðlilegt að sjálfstæð þjóð vilji fjarlægja minnismerki, sem þó að það hafi verið reist til minningar um frelsun Eistlands frá nazistum, stendur fyrir niðurlægingarskeið í sögu þjóðarinnar, enda fylgdi þeirri "frelsun" ekkert frelsi, heldur ógnarstjórn þar sem tug eða hundruðir þúsunda þegnanna ýmist flúði land, eða var fluttur nauðungarflutningum til Síberíu.  Þeir sem eftir voru bjuggu við einræði og frelsiskerðingu.

Það er svo rétt að það komi fram að það er ekki meiningin að eyðileggja minnismerkið eða skemma á einn eða neinn hátt, heldur verður það flutt (og líkamsleifar, ef einhverjar finnast) í herkirkjugarð stutt fyrir utan Tallinn.

Þeir Eistlendingar sem mest hafa sig í frammi í þessum mótmælum virðast svo flestir tilheyra Rússneska minnihlutanum í landinu, en Sovétmenn flutti til landsins fjölda fólks frá Sovétríkjunum til að vinna gegn þjóðerniskennd fólksins og "samhæfa" landið Sovétríkjunum.  Hugsjónirnar virðast þó ekki rista mjög djúpt hjá stórum hópi þessa fólks, því mótmælin hafa á köflum leysts upp í rán og gripdeildir.

Það er ekki að efa að þessi atburður á eftir að hafa langvarandi áhrif í Eistlandi, samskipti "Rússneska" minnihlutahópsins og "Eistlendinga" (hér vantar mig að koma vel orðum að mismuninum, enda flestir "Rússana" Eistlendingar, fæddir þar og uppaldir) hafa oft á tíðum verið erfið, en ég held að seint muni gróa yfir þetta og "innfæddir" ekki reiðubúnir til að fyrirgefa og öfugt.

En Rússar virðast ganga fram með vaxandi hroka gegn þjóðum Austur Evrópu, það var enda ekki síst vegna ótta við þennan stóra og öfluga nágranna sem Eistland og önnur lönd í Austur Evróu lögðu svo mikla áherslu á að ganga í Evrópusambandið og NATO.

Mæli með þessari síðu fyrir þá sem hafa áhuga fyrir því að kynna sér stuttlega sögu Eistlands.


mbl.is Áframhaldandi óeirðir í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að styrkja stöðu Íslenskunnar?

"Samfylkingin vill virkja menningararfinn með því að:  ....Dont be a sucker

9. Kanna hvort æskilegt er að styrkja stöðu íslenskunnar í stjórnsýslu, menntakerfi og löggjöf, ásamt íslenska táknmálinu. Móta stefnu um stöðu alþjóðamála, norrænna mála og helstu tungumála innflytjenda í stjórnsýslu og menntakerfi. Tryggt verði í löggjöf að allir íslenskir ríkisborgarar njóti almannaþjónustu á móðurmáli sínu en standi ella til boða sérstök aðstoð. "

Ofangreindur texti er fengin að láni úr kosningastefnu Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara nú í maí.  Skjámyndin er tekin af myndbandi sem frambjóðendur Samyfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hafa látið framleiða og ég fór og skoðaði eftir að hafa lesið færslu hjá Friðjóni.

Eftir að hafa séð umrædda auglýsingu er hægt að taka undir með Samfylkingunni að það sé þörf á að styrkja stöðu Íslenskunnar, en hvort að þingmannsefni þeirra á Suðurlandi séu réttu mennirnir til þess leikur meiri vafi á.

Eflaust er þessari auglýsingu ekki ætlað að heilla bændur í uppsveitum Árnessýslu, sjálfsagt er meiningin að fá ungt fólk til að kjósa Samfylkinguna með því að segja þeim að "DON´T BE A SUCKER".

En er ekki sjálfsagt að kosningaáróður á Íslandi, sé á Íslensku, nema ef honum er beint sérstaklega að Íslendingum sem séu af erlendum uppruna og reikna megi með að eigi í erfiðleikum með að skilja Íslensku?

Því væri ef til vill rétt að segja við frambjóðendur Samfylkingarinnar á Suðurlandi:  Ekki vera aular, notið Íslenskuna.

     


Af hundum, innflytjendum, nautgripum og meintu frjálslyndi

Ég fékk sendan í tölvupósti í gær hlekk á grein sem er hér á Moggablogginu, en virðist hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu.  Kunningi minn sagðist hafa rekist á hlekk á viðkomand grein á bloggsíðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, en þar er verið að hneykslast á því að að Morgunblaðið hafi ekki birt viðkomandi grein, á Magnúsi má helst skilja að það sé aðför að tjáningarfrelsinu.

Greinin er eftir Halldór Jónsson, verkfræðing, sem ég þekki ekki nein frekari deili á.

Ég fór og las viðkomandi grein og þó að greinin sé ágætlega skrifuð þá var þar eitt og annað vakti hjá mér hálfgerðan hroll.  Eftirfarandi klausa stendur þar upp úr:

"Vilji maður flytja hund til landsins er hann settur í einangrun úti í Hrísey til langtíma. Það má ekki flytja beljukyn til landsins sem mjólkar meira. Það má ekki flytja inn arabíska stóðhesta, eða setja sænskar geddur í Þingvallavatn. En það eru engin takmörk fyrir því hversu margir eða hvers konar útlendingar mega flytjast hingað."

Einhvern veginn get ég ekki skilið þetta öðruvísi en að höfundi þyki það miður að innflytjendur fái á Íslandi betri og vægari meðferð en hundar, og að meiri andspyrna sé við innflutningi hesta og nautgripa en komu útlendinga, sem honum þyki miður.

Það má hrósa Halldóri fyrir það að hann fer ekki í neinar felur með það "hvaðan" hann kemur, eða hvaða skoðanir hann aðhyllist, í næstu málsgrein segir:

"Við gömlu rasistarnir úr Norðurmýrinni, sem lifðum í áþvinguðu fjölmenningarsamfélagi styrjaldaráranna, vorum heimagangar hjá Kananum, vorum með hor í nefinu og töluðum ensku fyrir átta ára aldur, erum orðnir þegnar í íslenzku fjölmenningarsamfélagi, sem einhverjir eru að skapa án þess að við værum spurðir. Vorum við þó með talsverða reynslu."

Fyrir neðan má svo lesa athugasemdir frá ýmsum aðilum, þar á meðal frambjóðendum Frjálslynda flokksins, þar sem þeir hrósa greininni.  Hvet ég alla til að lesa það sem og greinina alla.

Hér má finna greinina, og hér blog Magnúsar sem vísað er í hér að ofan.

Ég trúi á tjáningarfrelsið og er alfarið á móti því að nokkrar skoðanir séu bannaðar, það leysir engan vanda.  Ég myndi þó vilja benda Frjálslyndum á það að tjáningarfrelsið stendur ekki og fellur með Morgunblaðinu og mér þykir það eðlilegt að það blað, rétt eins og aðrir fjölmiðlar sem vandir eru að virðingu sinni, setji sér mörk um það hvað þeir birta í blaðinu, við það er ekkert óeðlilegt og hvorki atlaga að tjáningarfrelsi né þöggun.

Ég velti því líka líka þegar ég les skoðanir sumra Frjálslyndra hver staða mín og fjölskyldu minnar yrði á Íslandi, ef þeir komast til valda á Íslandi og byrja að framkvæma stefnu sína.

Nú hef ég búið erlendis um nokkurt skeið, hef ég ekki komið til Íslands í á annað ár, þyrfti ég að skila heilbrigðisvottorði fyrir mig og fjölskyldu mína ef við hyggðumst flytja til Íslands, eða eru það bara útlendingar sem eru smithætta?

Hyggjast Frjálslyndir rifta milliríkjasamningum sem Ísland hefur við mörg ríki um að þegnar þeirra þurfi ekki vegabréfsáritanir til Ísland, þegar þeir koma sem ferðamenn (og geta dvalið á Íslandi allt að 3. mánuðum án sérstakrar áritunar).  Munu þeir krefjast heilbrigðisvottorða af ferðamönnum?  Eða er smithætta einungis fyrir hendi ef viðkomandi útlendingur ætlar að vinna eða setjast að á Íslandi?

Auðvitað er sjálfsagt að ræða málefni innflytjenda og útlendinga á Íslandi, enda hefur það verið gert, er gert og mun verða gert.  Persónulega kysi ég að sú umræða færi fram á öðrum nótum en gert er í þeirri grein sem ég vitna í hér að ofan, sömuleiðis finnst mér málflutningur Frjálslyndra oft vera farinn yfir strikið, ýta undir fordóma og hræðslu gagnvart útlendingum og innflytjendum.

Því miður virðist slíkur málflutningur eiga nokkurn hljómgrunn á meðal Íslendinga, þessi könnun gefur í það minnsta ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband