Færsluflokkur: Kjaramál
Það hefur verið mikið rætt um hvaða kostnað Íslendingar bera af krónunni. Rétta svarið er nú líklega að kostnaðurinn af krónunni er enginn, heldur kemur til myntsláttuhagnaður. Hins vegar súpa Íslendingar seyðið af misviturri efnahagsstjórn og er líklegt að slíkt seyði verði bruggað sama hvaða gjaldmiðill verður í notkun.
En þrátt fyrir það hefur Íslensku efnahagslífi vegnað vel undanfarna áratugi og hefur miðað áfram ekki síður en þeim löndum sem Íslendingum er tamt að bera sig saman við. Reyndar má fyllyrða að efnahagslegar framfarir á Íslandi hafi verið meiri og hraðari en í mörgum þeirra.
Styrkur Íslensks efnahagslífs hefur ekki síst verið falinn í litlu atvinnuleysi og hárri atvinnuþátttöku. Þó að atvinnuleysi hafi vissulega verið til staðar hefur það yfirleitt ekki staðið lengi og atvinnuleysi kynslóð eftir kynslóð verið óþekkt.
En hver skyldi kostnaðurinn af atvinnleysi vera? Er það ekki jafn mikilvæg eða mikilvægari hagstærð en t.d. kostnaður vegna efnahagsmistaka sem leiða til gengissigs?
Hver skyldi vera kostnaðurinn af því atvinnuleysi sem er á Íslandi nú? Hver skyldi vera kostnaður Grikkja og Spánverja af atvinnuleysi sem mælist langt yfir 20%? (Þó að gjaldmiðillinn standi nokkuð keikur). Írar hafa einnig kynnst stórauknu atvinnyleysi og stórfelldum landflótta.
Hver skyldi vera kostnaðurinn sem hlýst af "arfgengu atvinnleysi" sem margar nágrannaþjóðir Íslendinga hafa kynnst, ekki eingöngu í peningum talið heldur er vert að líta á hinn félagslega kostnað sömuleiðis?
Hver skyldi vera kostnaðurinn af yfir 10% atvinnuleysi á eurosvæðinu?
Einhverra hluta vegna virðast hagfræðingar stéttarfélaga á Íslandi hafa lítinn áhuga á þessari hagstærð, alla vegna í samanburði miðað við gengissig sem hlýst af mistökum í efnahagsstjórn.
Ef til vill er það vegna þess að það þjónar ekki pólítískum skoðunum þeirra, ef til vill vegna einhvers annars.
En atvinnuleysi er sömuleiðis afleiðing mistaka í efnahagsstjórn, mistaka sem er ekki síður vert að gefa gaum.
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 19:48
Gjaldmiðill tryggir ekki kaupmátt
Euroið getur ekki tryggt kaupmátt frekar en nokkur annar gjaldmiðill. Grikkir eru að kynnast því milliliðalaust þessa dagana. Ekki aðeins hafa laun lækkað verulega, heldur hefur atvinnuleysi sömuleiðis rokið upp og er vel yfir 20%. Atvinnuleysi á meðal ungs fólk er yfir 50%.
Eins og kemur fram í fréttinni hafa laun lækkað að meðaltali um 23%, það þýðir auðvitað að sumir hafa ekki tekið á sig neina lækkun, en aðrir hafa lækkað mun meira. Þegar gengið sígur hlifir það hins vega engum.
Þetta er einfaldlega enn ein sönnun þess að efnahagskerfi leita jafnvægis, sé ein breytan tekin út, leiðrétta hinar sig þeim mun skarpar. Grikkir hafa tekið sveiflur í gjaldmiðlinum að mestu leyti út, og fest hann við gjaldmiðil euroríkjanna. Það þýðir að kaupgjald verður að lækka í staðinn og/eða atvinnuleysi eykst.
Að skipta um gjaldmiðil er að enginn töfralausn við efnahagslegum óstöðugleika eins og margir "Sambandsinnar" hafa haldið fram. Það er einfaldlega lýðskrum, lýðskrum sem notað var óspart af Samfylkingunni fyrir síðustu kosningar.
Allt of hátt gengi gjaldmiðils Grikklands, hefur ekki eingöngu eyðilagt samkeppnisstöðu þeirra gagnvart sterkari euroþjóðum, heldur sömuleiðis gagnvart innflutningi frá Asíu og víðar.
Þess vegna er efnahagur Grikklands í kalda koli, gjaldmiðilinn stendur nokkuð keikur, en annað varð undan að láta.
Grikkir fá 23% lægri laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2011 | 22:00
En hver eru launakjör Sinfóníunnar?
Alltaf gott að friður skuli ríkja á vinnumarkaði. En eitt hefur vakið athygli mína á þeim fréttum sem ég hef séð um vinnudeilur Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það er að ég hef aldrei séð hvaða kröfur starfsmenn gerðu, eða hver er niðurstaða samninganna. Ekki heldur hef ég séð hvaða launakjara starfsmenn sinfóníunnar njóta.
Er það eitthvað leyndarmál á þessum allt upp á borðum gegnsæistímum?
Sjá til dæmis þessa frétt og þessa.
Annað verkfall sem hefur verið nokkuð í fréttum upp á síðkastið er verkfall undirmanna á skipum Hafrannsóknarstofnunar. Þá kom hins vegar fréttaskýring um laun þeirra og tölur um krafist væri 50% hækkunar.
Starfsmenn Sinfóníunnar samþykktu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)