Hvað kostar atvinnuleysi? Hvað kostar krónan? Hvað kostar efnahagsstjórnin?

Það hefur verið mikið rætt um hvaða kostnað Íslendingar bera af krónunni.  Rétta svarið er nú líklega að kostnaðurinn af krónunni er enginn, heldur kemur til myntsláttuhagnaður.  Hins vegar súpa Íslendingar seyðið af misviturri efnahagsstjórn og er líklegt að slíkt seyði verði bruggað sama hvaða gjaldmiðill verður í notkun.

En þrátt fyrir það hefur Íslensku efnahagslífi vegnað vel undanfarna áratugi og hefur miðað áfram ekki síður en þeim löndum sem Íslendingum er tamt að bera sig saman við.  Reyndar má fyllyrða að efnahagslegar framfarir á Íslandi hafi verið meiri og hraðari en í mörgum þeirra.

Styrkur Íslensks efnahagslífs hefur ekki síst verið falinn í litlu atvinnuleysi og hárri atvinnuþátttöku.  Þó að atvinnuleysi hafi vissulega verið til staðar hefur það yfirleitt ekki staðið lengi og atvinnuleysi kynslóð eftir kynslóð verið óþekkt.

En hver skyldi kostnaðurinn af atvinnleysi vera?  Er það ekki jafn mikilvæg eða mikilvægari hagstærð  en t.d. kostnaður vegna efnahagsmistaka sem leiða til gengissigs?

Hver skyldi vera kostnaðurinn af því atvinnuleysi sem er á Íslandi nú?  Hver skyldi vera kostnaður Grikkja og Spánverja af atvinnuleysi sem mælist langt yfir 20%?  (Þó að gjaldmiðillinn standi nokkuð keikur).  Írar hafa einnig kynnst stórauknu atvinnyleysi og stórfelldum landflótta.

Hver skyldi vera kostnaðurinn sem hlýst af "arfgengu atvinnleysi" sem margar nágrannaþjóðir Íslendinga hafa kynnst, ekki eingöngu í peningum talið heldur er vert að líta á hinn félagslega kostnað sömuleiðis?

Hver skyldi vera kostnaðurinn af yfir 10% atvinnuleysi á eurosvæðinu?

Einhverra hluta vegna virðast hagfræðingar stéttarfélaga á Íslandi hafa lítinn áhuga á þessari hagstærð, alla vegna í samanburði miðað við gengissig sem hlýst af mistökum í efnahagsstjórn.

Ef til vill er það vegna þess að það þjónar ekki pólítískum skoðunum þeirra, ef til vill vegna einhvers annars.

En atvinnuleysi er sömuleiðis afleiðing mistaka í efnahagsstjórn, mistaka sem er ekki síður vert að gefa gaum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband