Færsluflokkur: Ljósmyndun

Tri-X og Kodachrome

Það má örugglega telja það tímanna tákn þegar Kodak er komið í gjaldþrotaskipti.  Kodak er eitt af þessum vörumerkjum sem allir þekkja, eða í það minnsta þekktu.

Fyrstu myndir sem ég tók tók ég á Kodak myndavél og þegar ég fékk áhuga á ljómyndum fyrir alvöru var það oftast Kodak sem varð fyrir valinu, aðallega Tri-X, stundum Plus-X eða Kodacolor, en þegar einstaklega mikið var við haft Kodachrome.

Núna er ég auðvitað eins og allir aðrir og tek því sem næst eingöngu stafrænar myndir, þó að ég hafi sankað að mér mýmörgum filmuvélum.  Það er þó teljandi á fingrunum þau skipti sem að ég læði filmu í þær.

En ég hef ekki trú á að Kodak hverfi, einhver mun sennilega kaupa vörumerkið og framleiðslurétt á helstu filmunum.


mbl.is Kodak er gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið - að mestu í svart hvítu

Ég hef ekki verið eins duglegur með myndavélina síðustu mánuði eins og skyldi, enda ef til vill ekki skemmtilegasti árstíminn til myndatöku, kalt og dimmt.  En það ætti þó ekki að duga sem afsökun.

En samt hef ég tekið einhverjar myndir, yfirleitt í það minnsta á laugardagsmorgnum, það er minn myndatími.

Birti hér nokkrar sem hafa verið teknar á undanförnum vikum.

Eins og áður er hægt að beita músinni á myndirnar og skoða þær stærri á Flickr, ef áhugi er fyrir hendi.

Skywalk Glass Mountain To Our Glorious Dead Chester Hill Road Relaxing on a Saturday Morning In the Window Danger Travelling For Dummies? End of Passion

... en síðan eru liðin mörg ár.

IMG 0499Ég fór í gær á samkomu hjá "Ljósmyndasögufélagi Kanada" (Photographic Historical Society of Canada).  Þetta var býsna fróðlegt, mikið af alls kyns söluaðilum að bjóða söguna til sölu, bæði myndir og myndavélar og allt mögulegt og ómögulegt þeim tengt.

Það var hreint með ólíkindum hvað það var mikið af dóti, allt frá gömlum útrunnum framköllurum (þar sem dósirnar töldust safngripir)´ Hasselblad myndavélum sem litu út eins og þar hefðu aldrei verið notaðar, gamlar belgmiklar myndavélar og myndir frá hinum aðskiljanlegustu tímabilum.

Leicur sem voru mismunandi snjáðar þóttu hvað merkilegastar af djásnum þeim sem þarna varIMG 0502 boðið upp á, en það mátti fá myndavélar frá 5 dollurum og upp í nokkur þúsund.  Einn söluaðili vildi reyndar endilega gefa mér gamalt og lúið flass, sem ég nennti þó ekki að draga með mér heim.

Á milli borða gekk fólk á öllum aldri, handlék dýrgripi og prúttaði um verð, með misjöfnum árangri.

Sjálfur gekk ég um og skoðaði, ætlaði ekki að kaupa nokkurn hlut.  En ég stóðst ekki mátið þegar ég sá Olympus OM10, sem leit út sem ný. Með henni var 50mm, 1.8 Zuiko linsa.   Keypti hana á 30 dollara.  Fann svo í öðrum bás ónotaða Olympus tösku fyrir hana á 5 dollara og IMG 0503"hálsband" á dollar.  Býsna vel af sér vikið.  Nú þarf ég eingöng að finna manual adapterinn á vélina til þess að vera eins græjaður  og ég var þegar ljósmyndaáhuginn byrjaði fyrir alltof mörgum árum.

En það var vissulega gaman að handleika OM10 aftur.  Með henni komu margar minningar. Líklega þarf ég að fara út í búð og athuga hvort þeir eigi ekki enn þá Tri-X.

 

 

IMG 0501IMG 0496

 

 

 

 

 

 

 

IMG 0494

 

 

 IMG 0487

 

 

 

 

IMG 0484

 

 

 

 

 

 

 


Gengið um - í svart hvítu

Ég fór á rölt, bæði fimmtudag og laugardag í síðustu viku.  Hafði það eins og í "gamla daga", þvældist nokkuð stefnulaust um með myndavélina. 

Tók helling af myndum.

Var búinn að ákveða að þessi "túr" væri í svart hvítu.  Svona "aftur til upphafsins", þar sem ég byrjaði, þegar ég fékk áhuga á ljósmyndun.

Á fimmtudag gekk ég um Bloor West Village og High Park, en á laugardeginum þvældist ég um Danforth og nágrenni.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá röltinu.

Eins og áður er hægt að sjá myndirnar stærri með því að klikka á þær.  Þær (ásamt fleirum) er einnig að finna á Flickr síðunni minni, www.flickr.com/tommigunnars .  Ekki ólíklegt að ég eigi eftir að bæta við fleirum þar á næstunni

 

Enjoying the Park High Park Roasting Street Life - Danforth Open 24 Hours A Valiant Plymouth

Annir og þvælingur

Fjölskyldan að Bjórá hefur haft nóg fyrir stafni undanfarnar vikur.  Hér hafa verið gestir og eins og oft þegar svo ber við fer fjölskyldan með í "túristagírinn" og flengist um nágrennis Toronto og leiðsegir og sýnir.

Það að búið að fara að Niagara fossunum, búið að leiðsegja um miðbæinn og fara í dýragarðinn svo fátt eitt sé nefnt.

Krakkarnir eru afar hrifnir af þessum snúningum og vildu líklega helst að hér yrði "túrisminn" allsráðandi á heimilinu.

 Læt hér fylgja með nokkrar myndir, en líkt og venjulega má finna fleiri á www.flickr.com/tommigunnars

Þá er hægt að klikka á myndirnar og þá flyst viðkomandi yfir á Flickr vefinn, þar sem hægt er að skoða myndirnar stærri.

Toronto in the Sunset Fort George Bridal Veil Falls Polar Bear The Grass Is Always Greener

Smá Flickr

Er alltaf að taka myndir, held og vona að mér sé að fara örlítið fram á því sviðinu.

Set alltaf myndir nokkuð reglulega inn á Flickr síðuna mína, www.flickr.com/tommigunnars

Læt hér nokkrar nýlegar myndir fljóta með, hægt er að klikka á myndirnar til að sjá stærri og flytjast yfir á Flickr síðuna.

 

Johanna Framed Seller and Buyer Bridge at Elora Hornets

Smá Flickr

Ég hef tekið nokkuð mikið af ljósmyndum upp á síðkastið og þær sem ég flokka í betri hlutann enda yfirleitt á Flickr síðunni minni, www.flickr.com/tommigunnars

Þar má m.a. finna eftirtaldar myndir og svo auðvitað fjölmargar til viðbótar.  Hægt er að "klikka" á myndirnar til að sjá þær stærri og flytjast þannig yfir á Flickr síðuna.

 

 

It's You Bike Washing Chipmunk Growing Robin (Young Robin D) Spreading Wings On Top of Johanna (Young Robin B)

Nokkrar myndir frá Íslandsferðinni

Set hér inn nokkrar myndir úr Íslandsferð Bjórárfólksins.  Einhverjar fleiri myndir má síðan finna á www.flickr.com/tommigunnars

Hægt að er sjá myndirnar stærri og flytja sig yfir á flickr síðuna með því að klikka á myndirnar.

 

 

Silhouettes at the Blue Lagoon Young Girl With Hat Lighthouse Mt. Baula II Icelanders Eat ... Between Heaven and Earth

Smá Flickr

Nú er allt að verða tilbúið fyrir væntanlega Íslands (og Eistlands) ferð Bjórárfjölskyldunnar.  Eingöngu eftir að pakka smáræði ganga frá.  En auðvitað er nægur tími á hinum langa föstudegi til að ganga frá ýmsum smáatriðum, enda ekki þörf á því að mæta í flughöfn fyrr en að verða 6 um eftirmiðdaginn.

En ég ákvað að birta hér nokkrar myndir af Flickr síðunni minni, hægt er að klikka á myndirnar ef áhugi er fyrir að sjá þær stærri.

 

Treehouse - Downy Woodpecker Powerwalk on Beaverbrook Avenue Graffity Girl At the Bottom of the Stairs Fog Walking on Shadowbrook

Vetrarríki

Það hefur verið nokkur snarpur vetur hér í Toronto það sem af er.  Drjúgt af frosti og mikið af snjó.  Mörg handtökin við snjómokstur og tilfallandi.

En blessuð börnin kunna að meta snjóinn, kvarta þó undan því hve lélegt byggingarefni hann er, en ekki hefur nema einu sinni verið hægt að "rúlla" snjóinn eins og Foringinn kallar það, og þá aðeins dagspart.  Alla aðra daga hefur verið of kalt til að hægt væri að ráðast í byggingar.  Byggingariðnaðurinn hér að Bjórá er því jafn frosinn og annarsstaðar.

En það skiptir litlu máli þó að það blási smá snjó, í kerrunni er öruggt athvarf og gott að halla sér.

 

 

Enjoying The Snow Winter at Beaverbrook Sleeping

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband