Færsluflokkur: Ljósmyndun

Dagar söngva og dansa

Á 5 ára fresti skunda Eistlendingar á sinn "þingvöll" og slá um söng og dans hátíð.  Þessi hefð er orðin 145 ára gömul, þó að í upphafi hafi eingöngu verið um söng að ræða, ef ég hef skilið rétt.

En þetta er mikil hátíð, yfir 30.000 þáttakendur og mér er til efs að víða sé hægt að hlusta á yfir 20.000 einstaklinga syngja saman.

Sönghátíðin hefst með heljarinnar skrúðgöngu frá Frelsis torginu (Vabaduse Väljak) að Söngva torgi (Laulu Väljak), þar sem risastórt svið er og sönghátíðin fer fram.

Í skrúðgöngunni eru flestir Eistnesku þátttakendurnir í þjóðlegum búningum og ganga undir merki síns kórs og sveitarfélags.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá skrúðgöngunni í gær, en fleiri má finna á Flickr síðunni minni.

Meiri upplýsingar um hátíðina má finna á  http://2014.laulupidu.ee/en/

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Flikkeraðar myndir

Sumarið er góður tími til að taka myndir.  Það er óneitanlega þægilegra að taka myndir þegar þokkalega er hlýtt og sumarbirtan er oft engu lík.

Hér fylgja á eftir nokkrar myndir sem ég hef tekið á undanförnum vikum.  Meðal annars í Finnlandi, ég ég skrapp þangað í nokkra daga.

Einnig er auðvitað hægt að fara á Flickr síðuna mína.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Af flikker

Ég hef alltaf jafn gaman af því að taka ljósmyndir, það er eitthvað sem virðist ekki eldast af mér. 

Iðulega er ég með langan hala af myndum sem ég hef ekki komið í verk að vinna, þannig að vel fari, en reyni þó að halda mér við efnið.

Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég hef komið inn á flikker síðuna mína.  Það er einnig hægt að fara þangað beint, www.flickr.com/photos/tommigunnars

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Flikkerað

Ég er alltaf að taka myndir jafnt og þétt, en er hins vegar ekki nógu duglegur við að vinna þær koma þeim inn á Flickr síðuna mína.  AF og til geri ég þó skurk í þeim efnum og hefur orðið nokkuð ágengt undanfarna daga.  Hluta af afrakstrinum má sjá hér að neðan, en einnig er hægt að skoða Flickr síðuna beint með því að heimsækja www.flickr.com/photos/tommigunnars.

Einnig er hægt að klikka á myndirnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Smá Flickr...

Ég er alltaf eitthvað að myndast við ljósmyndun. Einhverra hluta vegna hef ég þó ekki verið mjög duglegur með myndavélina í vetur.

En hér að neðan má sjá myndir frá vetrinum. Eins og endranær má smella á myndirnar til að sjá þær stærri og flytjast þannig yfir á flickr síðuna mína. Ef áhugi er fyrir að fara beint þangað, má finna síðuna hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Sumarið í svart hvítu

Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég hef gert svart hvítar af þeim sem ég hef tekið í sumar. Ýmissa hluta vegna höfða svart hvítar myndir enn afar sterkt til mín.

Eins og venjulega, ef áhugi er fyrir hendi má "klikka" á myndirnar til þess að sjá þær stærri, og flytjast þá yfir á flickr síðu mína, þar sem einnig má finna fleiri myndir.

 

 

Raspberries in Black and White

 

 

Rolled in Black and White

 

 

Burdock in Black and White

 

 

Wind Shaped

 

 

Rye in Black and White

 

 

Rye Up Close in Black and White

 

 

Has Been Juniper in Black and White

 

 

Volga's Bonnet Ornament in Black and White

 

 

Ships of Salme Memorial

 

 

Nest With a Built in Light in Black and White

 

 

Yachts in Harbour in Black and White

Nokkrar myndir frá sumrinu

 Sumarið hefur verið nokkuð gott og þokkalega gjöfult hvað varðar ljósmyndatækifæri.  Þó að vissulega séu slík tækifæri, samkvæmt hlutarins eðli, aldrei næg og besta myndin er alltaf ótekin, en er handan við hornið.

En ég læt hér fylgja með nokkrar myndir sem ég hef tekið í sumar.  Eins og jafna er hægt að smella á myndirnar og sjá þær stærri á Flickr síðunni minni.  Þar á http://www.flickr.com/photos/tommigunnars má einnig finna fleiri myndir.  Líklega reyni ég að setja inn "sumarið í svart hvítu" fljótlega.

Slow Love

 

 

 

Boy Under a Dark Cloud

 

 

Stork Chicks

 

 

Arrowshaped Lichen

 

 

Yachts in Harbour

 

 

Three Siblings

 

 

Restaurant From Above

 

 

Calm Beach

Fyrirhafnarlítil jól

Jólin eru einstaklega þægilegur atburður.  Það má líklega segja um jólin eins og ýmislegt annað, að ef þau væru ekki til, væri nauðsynlegt að finna þau upp.

Það er einfaldlega stórkostlegt að nota þessa daga í miðju skammdeginu, til að slappa af og njóta samveru með fjölskyldunni.  Njóta ylsins innivið, þegar kalt er úti og leyfa sér að borða af mikið, bæði af mat og sætindum.

Best af öllu er að hafa ekki of mikið fyrir jólunum, leyfa þeim að streyma áfram og njóta augnablikanna.

Bækur og bíómyndir eru einnig órjúfanlegur hluti af jólunum.

Um leið og ég óska þess að allir, bæði nær og fjær hafi átt góð jól, ítreka ég þá skoðun mína um hve lukkulegir Íslendingar (og Norðulöndin) eru að halda jól, en hafa ekki breytt nafninu í Kristsmessu (Christmas) eing og tíðkast víða um lönd.

Jólin eru nefnilega allra.

Læt hér fylgja með nokkrar myndir sem ég tók stuttu fyrir jól.  Ef áhugi er fyrir er hægt að smella á myndirnar til að sjá þær stærri (með því að smella á myndirnar, er farið yfir á flickr síðu mína).

 

Swans in the Baltic Sea

 

 

A Lonely Swan in the Sea

 

 

Swans in the Fog, in Black and White

 

 

Skerry, in Black and White

 

 

Tuule Pier in Black and white

 

 

Cold to the Thorns

 

 


Nokkrar myndir

Ég hef ekki verið nógu duglegur við að taka myndir upp á síðkastið.  Enn latari hef ég þó verið við að "snikka" myndirnar örlítið til og setja þær á Flickr síðuna mína.

Hef þó tekið mig nokkuð á í þessum efnum upp á síðkastið og er að reyna að komast á rétt ról og vinna það sem hefur safnast upp.

Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem ég hef verið að dútla í upp á síðkastið, þær eiga það sammerkt að vera teknar síðastliðið sumar.

Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að klikka á þær.

Fleiri myndir má finna á www.flickr.com/tommigunnars

 

 

Glowing Day Lily

 

Praying Chipmunk

 

 

Fence Painters in Black and White

 

 

Little Climber

 

 

Lunchtime

 

 


Nokkrar myndir

Ég hef ekki verið eins duglegur með myndavélina í vetur eins og stundum áður. En þó hef ég reynt að fara út að smella sem oftast. Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég hef tekið undarnfarnar vikur. Það er hægt að smella á myndirnar til að sjá þær stærri og færast þannig yfir á Flickr síðuna, þar sem finna má fleiri myndir. Eins og sjá má á þessum myndum kýs ég æ oftar að færa myndirnar mínar yfir í svart hvítan búning. Broadview  EspressoBalconies Artichokes in black and white Flower in black and white Forrest in black and white

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband