Færsluflokkur: Ljósmyndun
20.3.2021 | 13:48
Ein gata - 64 myndir
"Heimsfaraldurinn" hefur haft margvísleg áhrif. Víða hafa lokanir verið strangar og bitnað hvað harðast á smáum sérverslunum, veitingahúsum, litlum þjónustuaðilum og þeim sem hjá þeim starfa.
Hér má sjá seríu 64. mynda sem allar eru nýlega teknar á Queen Street í Toronto.
Samtök sjálfstæðra Kanadískra fyrirtækiseigenda segir ástandið svart á meðal félagsmanna sinn og að einn af hverjum 6 þeirra séu í óvissu um hvort að fyrirtæki sitt lifi af.
Það er fjöldi upp á u.þ.b. 181.000 fyrirtæki sem gætu lokað, sem hefði í för með sér atvinnumissi fyrir allt að 2.4, milljónir einstaklinga.
Ef svo illa færi, bættist sá fjöldi við þau 58.000, fyrirtæki sem lokuðu á árinu 2020. En talað er um að í meðalári verða u.þ.b. 7000 fyrirtæki í landinu gjaldþrota.
Það virðist því margt benda til að smærri fyrirtæki, sérstaklega í verslunar- og þjónustugeiranum, og starfsfólk þeirra, fari áberandi verst út úr lokunaraðgerðum stórnvalda um víða veröld.
Stórfyrirtæki og keðjur virðast almennt komast betur frá aðgerðunum, svo ekki sé minnst á opinber fyrirtæki.
Ef til vill eru aðgerðir frekar sniðnar að stærri fyrirtækjum og/eða að þau eiga auðveldar með að uppfylla þau skilyrði og skila upplýsingum og umsóknum um styrki til hins opinbera.
Það eru því sjáanleg merki um að flóra fyrirtækja verði mun fátæklegri og einhæfari þegar aðgerðum stjórnvala linnir, hvenær sem það verður.
Ég á ekki pening fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2020 | 13:13
Sögufölsun hjá BBC?
Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég um hvernig NYT virtist ekki geta höndlað "sumar" skoðanir í skoðanadálkum sínum.
Í dag las ég um hvernig BBC hefði klippt (cropped) ljósmynd þannig til að fréttagildi hennar hefði breyst, og það verulega.
Það er skrýtin ákvörðun, allveg sama hvað fréttamenn (eða myndaritstjórar) meta málstaðinn góðan.
Í raun óskiljanleg ákvörðun, því varla hefur þetta verið eina myndin sem stóð til boða frá viðburðinum.
En svona setja fjölmiðlar sem gjarna eru taldir á meðal þeirra "virtustu" niður, glata trúverðugleika og verða í raun að athlægi.
Það er ekki að undra að mörgum finnist æ erfiðara að finna fjölmiðil sem þeir treysta.
Myndina í stærri útgáfum (báðum) má finna hér.
P.S. Svo er aftur rétt að velta því fyrir sér hvers vegna BBC talar um mótmælin sem að mestu friðsamlega, þegar 49 lögreglumenn eru slasaðir.
Hvar eru mörkin, hvenær hætta mótmæli að vera friðsamleg?
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
19.9.2015 | 17:38
Flikk frá fortíðinni
Ég hef verið óttalega latur á netinu undanfarna mánuði, bæði hér á blogginu, sem annars staðar, til dæmis á Flickr. En það þýðir ekki að ég hafi ekki tekið myndir.
Hér eru nokkrar myndir af sem ég hef nýlega sett á Flickr, og eins og endranær, má smella á myndirnar til að flytjast þangað og sjá þær stærri.
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2015 | 06:34
Flikkerað
Það hefur lítil vefvirkni verið hjá mér undanfarnar vikur, þörf var á að hneppa öðrum hnöppum og leika fingrum um önnur lyklaborð.
En vondandi verður eitthvað líflegra hér á næstunni.
Er nýbúinn að setja all nokkuð af myndum inn á Flickr síðuna mína, eins og venjulega má smella á myndirnar og flytjast þangað.
26.3.2015 | 10:06
Loksins Flikkerað
Það er orðið langt síðan ég hef sett nokkrar myndir inn hér, nú eða á Flickr. Ætli liggi ekki nærri lægi að það hafi verið í október.
En það þýðir ekki að ég hafi ekki verið að taka myndir, þó að vissulega hafi það ekki verið mikið, heldur söfnuðust þær upp.
En nú verður reynt að bæta úr því.
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2015 | 05:20
Hubble sjónaukinn gerir ekki myndir
Stórkostleg mynd, bæði frá sjónarmiði ljósmyndunar og stjörnufræði (þó að ég hafi takmarkað vit á stjörnufræði).
Til fyrirmyndar að mbl.is skuli birta hana og leyfa lesendum að njóta.
En Hubble sjónaukinn "gerir" ekki myndir, alla vegna finnst mér það klaufalega orðað.
Hubble tekur myndir.
Ljósmyndarar gera sumir hvoru tveggja. Það er að segja þeir "stilla upp" myndefninu áður en þeir taka myndina. Hagræða ljósum, sviðsmunum, fólki o.s.frv.
En þó að tækninni fleygi fram, efast ég um að slíkt sé á færi Hubble, eða stjórnenda hans hvað þessa mynd varðar.
Þessi orðnotkun rímar alla vegna ekki við mína máltilfinningu.
Endurgerði frægustu mynd sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2014 | 05:52
Af Flikker
Ég hef verið fjarverandi hér nokkra daga. En reyni að bæta úr því á næstunni. Hér eru nokkrar myndir af Flikker til að hefja leikinn að nýju.
28.9.2014 | 09:57
Af flikkeruðum myndum
Ég er alltaf nokkuð duglegur við að taka myndir, en það er meiri hætta á því að þær safnist upp, áður en ég kem því í verk að "vinna" þær obbolítið og koma þeim á Flickr.
En hér eru nokkrar af þeim sem ég hef sent þangað nýverið, eins og alltaf má smella á myndirnar nú eða fara á Flickr síðuna og skoða fleiri.
Ljósmyndun | Breytt 26.3.2015 kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2014 | 06:53
Fáeinar af Flikker
Hef ekki verið duglegur að blogga hér undanfarið, hef haft öðrum hnöppum að hneppa og lyklborð að hamra.
En hér eru nokkrar myndir af Flickr, sem ég hef tekið undanfarið, eins og alltaf er hægt að skoða myndirnar stærri með því að smella á þær, nú eða fara á sjálfa Flickrsíðuna.
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2014 | 13:14
Flikk héðan og þaðan
Sumarið er tíminn, ekki hvað síst til að taka myndir og ég hef verið duglegur við það núna undanfarið. Farið hingað og þangað og tekið myndir af því sem fyrir augu ber.
Eins og venjulega er hægt að skoða fleiri myndir á flickr síðunni minni og skoða myndirnar stærri.
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)