Færsluflokkur: Tónlist
12.4.2023 | 15:33
Að skattleggja
Þeir sem sífellt tala um nauðsyn þess að hækka skatta, og þeim virðist ef eitthvað er fara fjölgandi í heiminum væri ef til vill hollt að hlusta reglulega á Bítlana.
"Taxman", af plötunni Revolver, er gott lag með býsna beittum texta. Gefið út á þeim tíma sem skattar voru himinháir í Bretlandi og tekjuháir einstaklinar (ekki síst tónlistarmenn) flúðu land í stórum hópum.
Oft hefur reyndar veriðð sagt að Bítlarnir hafi ekki eingöngu breytt tónlistinni, heldur hafi þeir verið í fararbroddi í "tax management" á meðal tónlistarmanna og breytt hugsuninni í bransanum.
Það mun ekki hafa verið síst "bókhaldara" þeirra Harry Pinsker að þakka.
Rolling Stones (og ótal margir aðrir) fetuðu svo í fótspor þeirra og vísar titill plötu þeirra "Exile on Main St", í "skattaútlegð hljómasveitarinnar.
One, two (one, two, three, four)
There's one for you, nineteen for me
'Cause I'm the taxman
Yeah, I'm the taxman
Be thankful I don't take it all
'Cause I'm the taxman
Yeah, I'm the taxman
(If you try to sit, sit) I'll tax your seat
(If you get too cold, cold) I'll tax the heat
(If you take a walk, walk) I'll tax your feet
(Taxman)
Yeah, I'm the taxman
(Ah, ah, Mr. Wilson)
If you don't want to pay some more
(Ah, ah, Mr. Heath)
'Cause I'm the taxman
Yeah, I'm the taxman
Declare the pennies on your eyes (taxman)
'Cause I'm the taxman
Yeah, I'm the taxman
And you're working for no one but me (taxman)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2022 | 03:12
Nýtt lag frá Jordan Peterson
Sál- og stjórnmálafræðingnum Jordan Peterson er ýmislegt til lista lagt og hefur komið með mörg athyglisverð sjónarhorn á lífið og tilveruna.
Hann er umdeildur og kögunarhólar hans, hvort sem er á hið menningarlega eða pólitíska landslag, nú eða ráðleggingar hans til einstaklinga hafa oft valdið úlfaþyt.
En hér er splunkunýtt lag frá Peterson.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.8.2021 | 22:40
Imagine - grínútgáfa
Fékk þetta myndband sent fyrir fáeinum tímum. Vel gert og má vel hafa gaman af því.
Með fylgdi svo þetta "meme" þar sem frasinn er eignaður Stalín, þó að hann hafi aldrei sagt þetta.
En grínið er oft gott, þó að það sé ekki satt.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2020 | 07:45
Eurovision: The Story Of Fire Saga
Ég hvorki er né hef verið mikill aðdáandi Eurovision söngvakeppninnar. Þaðan hafa þó komið einstaka ágætis lög í gegnum tíðina.
En flestir Íslendingar hafa líklega heyrt um Eurovision myndina sem er í vinnslu og var að hluta til tekin upp á Íslandi, aðallega í kringum Húsavík. Myndin heitir "Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Skartar engum öðrum en Will Farell í aðalhlutverki.
Nú er fyrsta tónlistarmyndbandið úr myndinni komið út, lagið "Volcano Man". (Myndbandið hér að neðan). Ég ætla að mestu að sleppa því að segja hvað mér finnst um lagið, en við fyrstu hlustun leitaði hugurinn frekar til Evrópskrar en Íslenskrar tónlistar og svo örlítið í austurátt.
En myndin verður frumsýnd á Netflix þann 26. júní næstkomandi. Það er annar föstudagur á eftir fyrirhugaðri opnun landamæra Íslands.
Ég held að það verði að finna einhverja skemmtilega leið til að nota frumsýninguna til kynningar á Íslenskri ferðaþjónustu.
Húsvíkingar ættu alla vegna ekki að láta tækifærið fram hjá sér fara.
Svo er bara að krossleggja fingurna og vona að myndin sé góð og njóti vinsælda.
Hér að neðan má svo sjá viðtal sem var tekið við Will Farrell vegna myndarinnar í febrúar síðastliðnum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2020 | 12:46
Diskó allan daginn og fram á kvöld
Það er hollt að dansa - heima sem annars staðar. Enn einn föstudaginn blæs tónlistarútgáfan Defected til beins streymis frá athyglisverðum plötusnúðum, hvaðanæva að úr heiminum.
Í dag koma fram Simon Dunmore, Dunmore Brothers, Dennis Ferrer, Catz n´Dogs, Dom Dolla, DJ Spen, Ferreck Dawn, Gorgon City og Themba.
Fjörið byrjar nú klukkan 13:00 að Íslenskum tíma og stendur til 22:00 í kvöld. Sent er út á Youtube og fleiri stöðum.
Þess má geta að ef einhver hefur áhuga á því að spreyta sig, er hægt að sækja um að koma fram í næstu viku.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2020 | 14:25
Diskó fyrir allan peninginn - allan daginn
Það er alltaf eitthvað að gerast í netheimum til að stytta fólki stundirnar. Nú er ég að hlusta á "Virtual Festival", frá Glitterbox hljómplötu- og skemmtifyrirtækinu.
Byrjaði fyrir rétt rúmum klukkutíma, og heldur áfram allan daginn allt til 9 í kvöld að Íslenskum tíma (ef ég hef skilið þetta rétt.
DJ-arnir senda út heiman frá sér, þegar þetta er skrifað hefur Melvo Baptiste lokið sínu og Bob Sinclair er að spila.
Seinna verða Mousse T, Purple Disco Machine, Melon Bomb, Natasha Diggs og hinn eini sanni Todd Terry. Einnig mun verða sýnt "upptekið" efni frá Dimitri from Paris.
Kathy Sledge mun svo eftir því sem mér skilst koma fram í "beinni"
Full þörf fyrir gott "húsdiskó" á föstudegi. Útsendinguna má finna á YouTube og víðar.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2020 | 17:41
Risa heima húspartý á föstudaginn langa frá hádegi
Líklega er málsháttur þessarar páskaeggjatíðar, "Hollur er heimafengin baggi". Honum má líklega breyta í t.d. "Holl er heimaskemmtun", "Hollast er heimaferðalagið", eða "Hollast er sér heima að skemmta", nú eða jafnvel "Heima er heilsan vernduð". Síðan má velta fyrir sér málsháttum eins og "Skipað gæti ég væri ég Víðir".
En hefur verið skemmtilegt að fylgjast með allri þeirri afþreyingu sem boðið hefur verið upp á á netinu, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim.
Þannig er hægt að "ferðast" víða um heiminn á netinu, njóta menningar og lista og alls kyns afþreyingar.
Söfn, athyglisverðir staðir, plötusnúðar, skemmtikraftar og tónlistarmenn, hafa verið að streyma alls kyns fróðlegu og skemmtilegu efni.
Á morgun, föstudaginn langa stendur hljómplötufyrirtækið Defected fyrir sínu þriðja "sýndarveruleika festivali". Hin fyrstu 2. voru stórkostleg og ég á von á því að hið þriðja gefi þeim ekkert eftir.
Ég hef hvergi séð staðfestan lista yfir þá sem munu spila, en talað er um að Calvin Harris muni spila undir dulnefninu "Love Generator" og síðan Claptone, Roger Sanches, Mike Dunn, Black Motion, Sam Divine, David Penn og The Mambo Brothers. Ef til vill einhverjir fleiri.
Eftir því sem ég kemst næst byrjar fjörið kl. 12 á hádegi að Íslenskum tíma og stendur til í það minnsta 8.
Tilvalið fyrir þá sem vilja dansa "innanhúss" nú eða gera erobikk æfingar.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2020 | 12:21
Bocelli streymir á Páskadag
Það hafa margir gaman af Andrea Bocelli (ég er reyndar ekki einn af þeim, en svo margir sem ég þekki eru aðdáendur, að ég ákvað að pósta þessu hér). Eins og margir listamenn hefur hann ákveðið að streyma tónlist sinni til áhorfenda.
Tónleikar hans verða á Páskadag, að ég held kl. 17:00 að Íslenskum tíma.
Tónleikarnir verða haldnir án áhorfenda í Duomo dómkirkjunni í Milano, en streymt beint á persónulegri YouTube rás Bocelli. Eða þá hér.
Annars hef ég rekist á svo mikið af góðu efni sem er streymt á netinu undanfarið, að ég hef langt frá því komist yfir það.
Pósta ef til vill fleiru fljótlega.
![]() |
Tónleikum Andrea Bocelli frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2020 | 00:45
Snillingur horfinn á braut
Ég heyrði það seint í gær að einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum, Bretinn Andrew Weatherall væri horfinn á braut.
Þannig hverfa þeir einn af öðrum, það er ekki laust við að "sýrustig" heimsins fari lækkandi, minnkaði alla vegna nokkuð nokkuð með fráfalli Weatherall.
"Screamadelica" sem hann "pródúseraði" fyrir Primal Scream er ein af mínum uppáhaldsverkum og einn af mjög fáum geisladiskum sem ég set enn á "fóninn" og hlusta á frá upphafi til enda.
"Rímixið" fyrir St. Etienne, Sabres of Paradise og svo má lengi telja, heimurinn er örlítið fátækari án Andrew Weatherall.
En tónlistin sem hann kom að mun halda áfram að gleðja mig.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2020 | 20:52
Varúð: Fimmeyringur
Það hefur auðvitað alltaf verið varasamt að keyra Á móti sól, sérstaklega þegar hún er lágt á lofti í janúar og febrúar.
![]() |
Á móti sól í bílslysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)