Færsluflokkur: Bloggar
5.6.2007 | 03:07
Trú og þing
Mikið er ég sammála þeim sem hafa verið að skrifa um að það eigi ekki að hefja þing með messu. Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að skilja eigi á milli ríkis og kirkju. Einn liður í því væri að sjálfsögðu að fella niður þessa tengingu kirkjunnar og Alþingis.
Auðvitað væri alþingismönnum eftir sem áður frjálst að biðja kirkjuna að blessa störf sín, en það myndu þeir þá gera "prívat og persónulega", en messa væri ekki formlegur þáttur við setningu Alþingis.
Alþingi ætti ekki að hampa einum trúarbrögðum öðrum frekar, enda líta alþingismenn vonandi svo á að þeir hafi hagsmuni allra Íslendinga að leiðarljósi, burtséð frá því hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast eða séu trúlausir.
Ég get tekið undir með þeim sem segja þetta tímaskekkju.
Síðan er auðvitað löngu tímabært að skipta um Íslenska þjóðsönginn, enda hann illa fallinn til að höfða til allrar þjóðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.5.2007 | 03:42
Bleikar fjárfestingar
Ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að mér þykir það verulega vond hugmynd að setja kynjakvóta fyrir stjórnir fyrirtækja og er í raun hneykslaður að nýr viðskiptaráðherra skuli ljá þeirri hugmynd máls.
Þar er það líklega Alþýðubandalagsuppruninn sem segir til sín.
Slíkar aðgerðir sem svifta menn í raun ráðstöfunarrétti yfir eigum sínum finnst mér stórvarasamar og ekki eiga neinn rétt á sér. Þeir sem hætta fé sínu með hlutabréfakaupum eiga að hafa óskoraðan rétt til þess að kjósa sér þá til stjórnarsetu sem þeim sýnist, óháð kyni, aldri eða öðrum skilyrðum af hendi stjórnvalda.
Hitt er svo annað mál, að ef fjárfestar kjósa að hafa eitthvað annað að leiðarljósi við kjör á stjórnarmönnum er þeim það að sjálfsögðu heimilt.
Ég er því með hugmynd fyrir þá sem eru sérstkt áhugafólk um að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja.
"Put your money where your mouth is" og stofnið fjárfestingarsjóð sem hefur það sem yfirlýst markmið að koma konum í stjórnir fyrirtækja. Notið ykkar eigið fé en reynið ekki að stjórna fjármunum annara.
Varla þarf að efa að hinn nýji viðskiptaráðherra myndi fjárfesta sinn sparnað í slíkum sjóði.
Sjóðurinn gæti sem best heitið "Bleikar fjárfestingar".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 02:08
Eðlilegt
Það verður að teljast eðlilegt að Alcan velti þeim möguleika fyrir sér að flytja álver sitt úr Hafnarfirði. Fyrirtæki vilja jú undir flestum kringumstæðum starfa þar sem íbúarnir eru sáttir við að viðkomandi fyrirtæki sé.
Því virðist ekki að heilsa nú um stundir í Hafnarfirði.
Mér þætti ekki ólíklegt að þetta mál eigi eftir að verða Samfylkingunni afar erfitt í næstu bæjarstórnarkosningum í Hafnarfirði, gæti trúað því að þetta yrði til að fella meirihluta þeirra.
Ef álverið ákveður að flytja úr Hafnarfirði þurfa starfsmenn auðvitað að leita sér að nýrri vinnu og það mætti segja mér að það sama gilti um einhverja af bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar.
En þeir liggja líklega undir feldi þessa dagana og reyna að finna "eitthvað annað".
Alcan á Íslandi skoðar möguleika á að færa álverið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2007 | 15:31
Auglýsingasvindlararnir - Blessaður Swindler
Auðvitað er það skiljanlegt að framleiðendur hafi áhyggjur af því að áhorfendur horfi ekki á auglýsingar, það er jú þær sem oft standa undir stærstum hluta framleiðslukostnaðarins.
Sjálfur kann ég ákaflega vel að meta að horfa á sjónvarpsefni á netinu (t.d. Silfrið og Kastljós) og geta þannig sleppt því að horfa á auglýsingarnar. Af sömu ástæðu kaupi ég gjarna þær kvikmyndir sem ég hef áhuga á á DVD (við Bjórárhjónin förum ákaflega sjaldan í kvikmyndahús, sáum síðast Bjólfskviðu), því að horfa á í sjónvarpi er hrein hörmung og hreinlega tímaþjófur.
En það var þó þessi setning eða öllu heldur mannsnafnið sem kemur fram í henni sem vakti mesta athygli mína í þessari frétt.
Við þurfum öll að verða meira skapandi í því hvernig við komum kostun inn í sjónvarpsefni okkar, segir Ed Swindler, ..."
Þetta hlýtur að vera erfitt nafn að bera, sérstaklega þó í sjónvarps og auglýsingabransanum, og þó, það vekur vissulega athygli.
En það er gott að hann fór ekki í herinn, Major Swindler hefði eiginlega verið "overkill", General Swindler sömuleiðis.
Reynt að koma í veg fyrir að áhorfendur sniðgangi auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 03:33
Ráðherrakvótinn
Það er ljóst að Ágúst Ólafur átti ekki "kvóta" til þess að ná því að verða ráðherra. Líklega hefur allur "kvótinn" farið þegar hann varð varaformaður, enda sögðu þess tíma sögur að vel hefði verið aflað.
En það er skrýtið ef varaformenn flokka "hafa metnað til að verða ráðherrar", að þeir skuli ekki vera neitt svektir yfir því að ná ekki því markmiði.
En þeir eru margir "kvótarnir". Sumir hafa viljað meina að kratarnir hafi einflaldlega ekki átt "kvóta" fyrir fleirum ráðherrum. Þeir hafi þegar verið komnir með 3.
Skiptingin á ráðherraembættunum hafi nefnilega ekki aðeins verið 3. konur og 3. karlar, heldur hafi fleiri sjónarmið ráðið ferðinni. Þannig hafa kratarnir 3. ráðherra (einn af þeim telst svo til Þjóðvaka), Kvennalistinn 2. og Alþýðubandalagið 1.
Því hafi varaformaðurinn ekki eingöngu verið af röngu kyni, heldur hafi "kratakvótinn" líka verið uppurinn.
Spurning er hvort að varaformaðurinn fái eitthvað "bein". Formannsembætti í Fjárlaganefnd fylgir vissulega nokkuð "kjöt".
Ágúst Ólafur: Ekki vonbrigði að fá ekki ráðherraembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 02:01
Sterkasti framsóknarmaðurinn - Fjölmiðlaarmurinn
Það er eðlilegt að Valgerður Sverrisdóttir sé hvött til þess að gefa kost á sér til varaformennsku í Framsóknarflokknum. Hún hefur sterka stöðu, flokkurinn stendur nokkuð vel í hennar kjördæmi og hlaut þar viðunandi kosningu, líklega að segja má í einu kjördæma. Eina kjördæmið sem flokkurinn fékk yfir 20% atkvæða og skilaði 3 mönnum á þing.
Hitt er hins vegar ljóst, að Valgerður væri aðeins biðleikur í stöðunni á meðan að verið væri að leita að framtíðarforystufólki, það er Guðni sömuleiðis.
Það þarf því ekki að undra að Björn Ingi hvetji Valgerði til að taka að sér embættið, enda honum varla í hag að "framtíðarmaður" setjist í embættið að svo stöddu.
En Framsóknarmenn þurfa að taka til í sínum ranni, og þurfa að þétta "skipið". Það að allt það sem tilkynnt er í innsta hring sé jafnóðum tilkynnt í fjölmiðlum kann aldrei góðri lukku að stýra.
Það kann að vera að "fjölmiðlaarmurinn" sé einfaldlega of sterkur innan flokksins.
Stingur upp á Valgerði í embætti varaformanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 05:07
Ígildi varaformanns
Einhverjar skeytasendingar hafa verið í dag þess efnis að staða kvenna innan Sjálfstæðisflokksins sé ekki nógu sterk og það hafi komið í ljós nú þegar skipað er í ráðherraembætti.
Auðvitað er þetta umdeilanlegt atriði, sjálfur hef ég aldrei talið kyn skipta máli, heldur að hæfustu einstaklingarnir veljist til starfans. Ég trúi því að bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún telji sig hafa verið að gera einmitt það.
En svo má auðvitað líta á þetta mál frá mörgum hliðum eins og flest önnum. Það má til dæmis segja að að staða kvenna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé á flestan máta sambærileg við stöðu varaformanns í sumum öðrum flokkum.
Telst það ekki enn virðingarstaða og góð "vegtylla" í stjórnmálum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 01:20
Ráðherrann og byggingarstjórinn
Mér lýst ágætlega á nýja ríkisstjórn og óska henni og ráðherrunum öllum velfarnaðar í störfum sínum sem vonandi verða öll landi og þjóð til heilla. Ég reikna með að ég eigi eftir að blogga meira síðar um stjórnina.
En um leið og ég óska Guðlaugi Þór til hamingju með ráðherraembættið, get ég ekki varist þeirri hugsun að gaman væri að vera fluga á vegg þegar þeir hittast heilbrigðisráðherrann og byggingarstjóri nýja "hátæknisjúkrahússins".
Þeir hafa ábyggilega margt að ræða, ekki síst hvað varðar byggingarkostnað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 02:06
Dagur Viktoríu
Í dag var dagur Viktoríu (Victoria Day) haldinn hátíðlegur, en hann er almennur frídagur. Menn hérlendir gera sér ýmislegt til dundurs, skjóta upp aðeins af flugeldum og hjá mörgum er þetta fyrsta sumarbústaðahelgin. Hún var þó ekki mjög hlýleg í ár, en þó var framúrskarandi veður í dag. Það má ef til vill segja að þetta sé helgin sem hefji sumarið, ef til vill sambærileg við Hvítasunnuna á Íslandi.
En hins vegar er það ótvírætt til mikilla þæginda að drottningin eigi sér "opinberan afmælisdag" sem í þokkabót ber alltaf upp á mánudag. Það er ekki að efa að það væri til mikils þægindaauka ef almenningi væri almennt boðið upp á þennan kost.
Persónulega myndi ég líklega kjósa að hafa minn "opinbera afmælisdag" á föstudegi, hef alltaf verið heldur hrifnari af þeim en mánudögum.
En ég hef reyndar oft hvatt til þess að Kanadabúar "losi sig við" drottninguna og upphefji hér lýðveldi, en það er önnur og lengri saga. En vitanlega er frídagurinn af hinu góða.
En að Bjóra var deginum að mestu eytt í garðvinnu, eins og áður hefur komið fram hef ég lítið vit á þeim málum, líklega er fyrst og fremst litið á mig sem ódýrt og handhægt vinnuafl í þeirri deildinni, en ég er þó farinn að þekkja allt að 10 plöntutegundir með nöfnum og stefni ótrauður áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 03:58
Fagnaðarefni
Þetta eru góð skilaboð frá íbúum á NorðAusturlandi, þó að vissulega sé aðeins um skoðanakönnun að ræða, eru meirihlutinn nokkuð afgerandi og því óhætt að fullyrða að stuðningurinn sé góður. Þeir sem ég ræði við á Norður og Austurlandi eru að ég held allir fylgjandi byggingu álvers, en auðvitað eru þeir ekki endilega þverskurður af samfélaginu.
Það kemur mér heldur ekkert á óvart að meirihluti sé jákvæður í garð uppbyggingarinnar á Austurlandi. Þeir sem búa þar nálægt sá hvaða áhrif hún hefur haft á samfélagið.
Nú er halda þrýstingnum á komandi ríkisstjórn að halda áfram með undirbúning fyrir álveri að Bakka.
Aukinn stuðningur við álver á Bakka á Norðausturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)