Ígildi varaformanns

Einhverjar skeytasendingar hafa verið í dag þess efnis að staða kvenna innan Sjálfstæðisflokksins sé ekki nógu sterk og það hafi komið í ljós nú þegar skipað er í ráðherraembætti.

Auðvitað er þetta umdeilanlegt atriði, sjálfur hef ég aldrei talið kyn skipta máli, heldur að hæfustu einstaklingarnir veljist til starfans.  Ég trúi því að bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún telji sig hafa verið að gera einmitt það.

En svo má auðvitað líta á þetta mál frá mörgum hliðum eins og flest önnum.  Það má til dæmis segja að að staða kvenna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé á flestan máta sambærileg við stöðu varaformanns í sumum öðrum flokkum. 

Telst það ekki enn virðingarstaða og góð "vegtylla" í stjórnmálum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband