Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2021
30.7.2021 | 15:01
Vinstri græn og samstarfið
All nokkuð hefur verið skrifað um mikið óþol stuðningsmanna VG við samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér er ekki erfitt að skilja að það er ef til vill ekki það sem stuðningsmenn flokksins kysu helst.
En ef gengið er út frá því að óraunhæft sé að VG nái hreinum meirihluta, með hvaða flokkum skyldu stuðningfólkið helst vilja samstarf?
Vissulega kvarnaðist úr þingflokknum þegar leið á kjörtímabilið, enda var ekki sátt um ríkisstjórnarsamstarfið frá upphafi.
Augljóslega hefur VG eitthvað þurft að gefa eftir, eins og ég held að flestir geti tekið undir að hinir flokkarnir hafa þurft að sætta sig við málamiðlanir sömuleiðis.
Það er vert að gefa því gaum að Vinstri græn hafa aðeins tekið þátt í stjórnarsamstarfi í tvígang.
Það er nú með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki og svo áður með Samfylkingunni.
Hvernig skyldi stuðningsfólk VG leggja mat á þessar tvær ríkisstjórnir sem flokkurinn hefur starfað í?
Hvað "hurfu" margir þingmenn flokksins á braut í hvoru tilfellinu um sig?
Hvað missti VG stóran hluta fylgis síns eftir samstarfið við Samfylkingu? Er hætta á að það fylgistap verði "toppað" nú?
Hvað þurftu Vinstri græn að gefa eftir í því stjórnarsamtarfi? Var það alltaf ætlun flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
Svona má lengi ræða hlutina, en það voru vissulega skiptar skoðanir um samstarfið við Samfylkinguna ef ég man rétt.
Það er enda ekkert óeðlilegt að allir þurfi að gefa sitthvað eftir í ríkisstjórnarsamstarfi. Ég held að það hafi Vinstri græn ekki gert í meira mæli en hinir samstarfsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn og enn síður sé miðað við styrkleika.
En pólítík er list hins mögulega og flokkar reyna að sneiða hjá "ómöguleikanum".
Ríkisstjórnarsamstarf hlýtur alla jafna að taka mið af því sem er gerlegt og því sem er í boði.
P.S. Til að forða öllum misskilngi er rétt að taka fram að ég er ekki og mun líklega aldrei verða stuðningsmaður VG.
En finnst einfaldlega fróðlegt að fylgjast með umræðum um þann flokk eins og aðra flokka.
30.7.2021 | 12:00
Fyrir 100 árum
Það var fyrir 100 árum. Oft er miðað við þann 27. júlí 1921. Þá hófst "manngerð" framleiðsla Insulins.
Eins og oft var upphaf slíkra uppgötvana "lágstemmt", Dr. Frederick Banting notaði insulin unnið úr brisi hunds til að halda öðrum hundi á lífi.
Stuttu síðar var var byrjað að vinna insulin úr brisi nautgripa.
Það voru Dr.Frederick Banting og aðstoðarmaður hans Charles Best sem unnu að rannsókninni.
En Dr. Banting, ásamt yfirmanninum, prófessor J.J.R. Macleod, hlutu nóbelsverðlaunin 1923 fyrir "uppgötvunina".
En Dr. Banting deildi verðlaunafé sínu með Best, og Macleod deildi sínu með prófessor James B. Collip, sem tók þátt í betrumbæta framleiðslu insulinsins.
Enginn þeirra hélt "patenti" fyrir vinnu sína við uppgötvun sína á insulini, heldur fékk háskólinn í Toronto réttindin. Þó að samkomulagið innan hópsins hafi á stundum verið svo að lægi við handalögmálum, var enginn ágreiningur um það.
Fyrsti einstaklingurinn sem var gefið insulin, var 14. ára drengur, Leonard Thompson. Það var 11. janúar 1922. Blóðsykur hans lækkaði en sár myndaðist á stungustaðnum og "ketones" var enn við hættumörk.
Collip lagði hart að sér við að einangra "insulinið" betur og þann 23. janúar fékk Leonard aðra sprautu með engum augljósum hliðarverkunum.
Í fyrsta sinn var sykursýki 1 ekki dauðadómur.
Leonard lifði í 13. ár til viðbótar en lést 26. ára að aldri af völdum lungnabólgu.
Á meðal fyrstu sjúklinga sem fengu insulin var Teddy Ryder. Hann hafði greinst með sykursýki 1 4.ára. 5. ára gamall var hann í kringum 12. kg að þyngd og var ekki talinn eiga nema fáa mánuði ólifaða.
Hann lést árið 1993, þá 76 ára að aldri. Þegar hann lést hafði enginn notað insulin í lengri tíma.
Teddy og Dr. Banting skrifuðust á á meðan báðir lifðu (Dr. Banting lést í flugslysi 1941).
Insulin lengdi líf Teddy um ríflega 70 ár, án þess að sykursýki háði honum verulega.
Hér hefur eins og gefur að skilja aðeins verið tæpt á því helsta.
Afrek þeirra, Banting, Best, McLeod og Collip byggði að hluta til að athugunum og rannsóknum fjölmargra sem á undan þeim komu.
Á eftir þeim hafa einnig fylgt ótal vísindamenn sem hafa þróað insulin og þannig gjörbreytt lífi sykursjúkra.
Uppgötvanir tengdar insulini hafa í það minnsta tengst 2. öðrum nóbelsverðlunum.
Myndin hér til hliðar er af einu bréfana sem Teddy sendi Dr. Banting. Ofar er mynd af rannsóknarstofu þeirra Dr. Banting og Best.
Neðst á síðunni er stutt myndband, eitt af fjölmörgum sem Kanadíska sjónvarpið (CBC) hefur gert af eftirminnilegum atburðum í sögu Kanada. Dr. Banting er gjarnan talinn meðal merkustu Kanadamanna sem hafa lifað og þjóðin stollt af uppgötvuninni. Mynd af insulin glasi prýðir m.a. ásamt öðru, 100 dollara seðil landsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2021 | 11:59
Kímnigáfa gegn ofsóknum og alræði
Það ætti enginn að vanmeta kímnigáfu eða húmor. Jafnvel við verstu aðstæður reyna einstaklingar að nota kímnigáfuna til að brosat og gera kringumstæðurnar örlítið þolanlegri.
Jafnvel í útrýmingarbúðum þróaðist húmor, gjarna kolsvartur.
Í sósíalískum löndum hefur oft hárbeittur húmor þróast sem oftar en ekki hefur beinst að stjórnvöldum.
Á seinni hluta Bresnef tímabilsins gekk t.d. þessi brandari manna á meðal (þó að hann gæti líklega haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sagður röngum aðilum..)
Bresnef og Andropov (sem þá var yfirmaður KGB og seinna æðstráðandi Sovétríkjanna) fóru saman á veitingastað.
Þeir skoðuðu matseðlana af mikilli ákefð.
Loks sagði Andropov: Ég ætla að fá steik.
Þjónnin skrifaði það samviskusamlega niður og sagði svo: Og grænmetið?
Andropov svaraði um hæl: Hann ætlar líka að fá steik.
(Seinna meir var þessi brandari svo endurunninn, um þá félaga Putin og Medvedev).
25.7.2021 | 22:08
Fyrst ofsóttu þeir .......
Fyrst þeir ofsóttu þá sem ekki voru bólusettir....
Og ég gerði ekkert?
Þýskaland íhugar að skerða réttindi óbólusettra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
15.7.2021 | 00:07
Frelsið er yndislegt
Frelsi þýðir, raunverulegt tjáningarfrelsi, frelsi til að safnast saman, gera samninga og eignaréttur. Ekki frelsi til þess að nota fyrrgreind réttindi til samþykktra athafna.
"Liberty means genuine freedom of speech, association, contract and property. Not freedom to use them for approved purposes.
1.7.2021 | 19:00
"Sambandið" og súpertölvur
Um allan heim tala stjórnmálamenn fjálglega um tæknibyltinguna sem er (eilíflega) framundan. Flestar starfsgreinar notfæra sér stafræna tækni með einum eða öðrum hætti.
Þeir sem starfa að rannsóknum þurfa æ meiri reiknigetu og æ öflugri tölvur líta dagsins ljós.
Evrópusambandið vill ekki verða eftirbátur á þessu sviði og hefur sett saman metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu "ofurtölva".
Aðeins 2. af 10 öflugustu tölvum heims eru staðsettar í Evrópu en "Sambandið" er með áætlun um að byggja net af (í það minnsta) 8 ofurtölvum.
Nýlega var síðan útboð fyrir gríðarlega öfluga tölvu sem setja átti upp á Spáni. Þá hljóp snuðra á þráðinn, vegna deilna um hvort væri mikilvægara, reiknigeta eða "aðföng innan "Sambandsins".
IBM og Lenovo var sameiginlega með besta tilboðið hvað varðaði getu og verð, en eitthvað vantaði upp á aðföng innan "Sambandsins". Atos sem er með höfuðstöðvar sínar í Frakklandi, var hins vegar með slíkt á hreinu.
En Spánverjar vildu frekar öflugri tölvu.
Frakkar eru hins vegar alfarið á því að "hollur sé heimafenginn baggi". Því geti rannsóknaraðilar einfaldlega sætt sig við heldur slakari vél.
Eða eins og segir í ágætri grein Politico um þetta mál:
"In a preliminary assessment by the Joint Undertaking's advisory boards, IBM came out on top for the quality and price of its bid, but did not reach the required threshold for "EU added value," according to the three people with knowledge of the matter. That criterion includes the need to "reinforce the digital technology supply chain in the Union."
The seemingly technical debate struck a political chord.
Spanish Prime Minister Pedro Sánchez discussed it during a meeting with French President Emmanuel Macron in March and has since also raised it with European Commission President Ursula von der Leyen, one of the people said.
Paris emphasizes the need to invest in home-grown technology and European industry a message France's EU commissioner, Thierry Breton, has taken with him to Brussels; while Madrid insists the technical performance of the supercomputer is crucial for the scientists and businesses that will make use of it.
"We expect the best supercomputer possible for the researchers," a spokesperson for the Spanish government said as the bids were being evaluated. After the tender was cancelled, the spokesperson declined to comment, as did a French government spokesperson.
Spain has an important vote in deciding which company gets the contract, but could be overruled by the European Commission, which holds half of the voting rights, as it pays half of the bill."
Þar stendur hnífurinn í kúnni og í endan maí síðastliðinn var ákveðið að fresta ákvörðuninni og fella útboðið niður.
Vegna "kórónufaraldursins" eru víst þörf á að endurskoða kröfurnar.
Frétt Politico segir reyndar að ákvörðunin hafi verið vegna þess að Spánverjar hafi algerlega tekið fyrir að skipta við Atos.
Líklegt þykir að málið geti endað í réttarsölum, en Lenovo hefur þegar farið með ákvörðun frá síðasta ári, þegar Atos vann útboð fyrir ofurtölvu sem verður staðsett á Ítalíu.
Aftur frá Politico: "France and Breton, EU Commissioner for Industry, are championing an increased emphasis on "strategic autonomy," while a group of mostly northern countries and Commission Executive Vice President Margrethe Vestager stress the importance of keeping the economy open.
Normally, Breton should be responsible for how the EU will weigh in on the Barcelona contract. But since the Frenchman was CEO of Atos before he joined the Commission in 2019, he recused himself in line with a Commission decision on his conflicts of interest, and the file is now in Vestager's hands, a Commission spokesperson said.
But Breton still has an influence. In the governing board of the Joint Undertaking, the Commission is represented by Thomas Skordas, a high-ranking official from the technology department who reports to Breton. "Breton does not need to give instructions [on the Barcelona contract], his preference is already clear from his insistence on digital sovereignty," the first person familiar with the tendering process said."
Fyrrverandi forstjóri Atos, Thierry Breton (síðasta starf sem hann gengdi áður en hann varð "kommissar") er "kommissar" í Framkvæmdastjórn "Sambandsins", en kemur auðvitað ekkert nálægt ákvörðunum, eða hvað?
En hvort er mikilvægara "innlend" aðföng eða gæði og geta?
En í innkaupum sem þessum geta verið ýmis sjónarmið, "merkantílismi" er eitt og öryggissjónarmið geta sömuleiðis verið vert að gefa gaum.
En innkaup geta vissulega verið flókin og erfitt að halda öllum í "fjölskyldunni" ánægðum.
Þegar svo stendur á, virðist "Sambandið" gjarna telja að best sé að fresta hlutunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2021 | 11:46
Flug og bíll eða fljúgandi bíll?
Það hefur oft og um all nokkra hríð verið spáð að innan tíðar komi til sögunnar fljúgandi bílar. Einhverjir hafa reyndar verið smíðaðir, en nú hefur athyglisverður flugbíll tekið sig á loft í Slovakíu.
Skemmtilegir samanbrotnir vængir og útlitið nær bíl en flugvél. BMW mótor og farartækið sýnist auðvelt í notkun.
En vænghafið gerir það að verkum að ekki verður tekið á loft eða lent á helstu umferðaræðum og flugbrautir ennþá nauðsynlegar.
En þetta gæti verið þægilegt til að skreppa á milli borga.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)